Eitt kvæði um þau ótíðindi sem skeðu í Grindavík. Anno 1627 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eitt kvæði um þau ótíðindi sem skeðu í Grindavík. Anno 1627

Fyrsta ljóðlína:Heimsins móti enda er
Heimild:JS 583 4to.
bls.182v–184r,
Bragarháttur:Ellefu línur (tvíliður) aBaBoccddee
Bragarháttur:Stefjahrun – óbreytt (hrunhent, uppdráttur eða vikivakalag)
Viðm.ártal:≈ 1650

Skýringar

Kvæðið er einnig prentað í Tyrkjarániðránið á Íslandi 1627, bls. 497–500, eftir JS 583 4to.
Höfundar er ekki getið í handritinu en í 12. erindi kvæðisins kemur fram að einhver Eiríks sonur hefur beðið skáldið að yrkja kvæðið.
Það taka að fjölga tíðinden,
tœpt er komið á horn.
Undrist varla vitrir menn,
þó veröldin sé forn.
1.
Heimsins móti enda er,
því ótíðindin geisa,
styrjöld mikil af hatri hér
við hvört land gjörir að reisa,
veraldarfriðurinn virðist mér
vera kominn á enda senn, —
>taka að fjölga tíðinden,
heift og öfund hreyfir sér,
í hvörju landi þetta sker
að þrýtur kost og korn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
2.
Sátán vekur svik og róg
um sjóinn, lönd og geima,
myrða og stela með þeim plóg,
margir í villu sveima,
þykjast aldrei þó hafa nóg,
þanninn breyta vondir menn, —
>taka að fjölga tíðinden,
aldrei koma auð í lóg,
en aðrir ráfa um sorgar skóg
og hryggðar beygja horn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
3.
Getið var þess í Grindavík,
að grimmir týrannar kæmi;
fyrr hefir ekki fregnin slík
frést né þvílík dæmi;
raunir beið þar reflabrík,
þeir ræntu fljóð, en skemmdu menn, —
>taka að fjölga tíðinden,
og fleygðu sumt í fjöturin slík,
færðu á jörð sem lægi lík
hryggðarstáls við þorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
4.
Á vort auma Ísaláð
eymdir margar sækja,
því er þörf með dyggð og dáð
daglega bæn að rækja;
lausnarann vorn um líkn og náð
læri að biðja konur og menn
>svo taki að fœkka tíðinden.
Er nú snart á enda kljáð,
áköllum því meyjar sáð,
Jesúm bróður vorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
5.
Vort er landið verjulaust
með vopnin, byssur, hnífa;
hafa því fáir hjartað traust
í hættu að standa og kífa,
hryggðarfullt er hyggjunaust,
af hræðslu margur undan renn, —
>taka að fjölga tíðinden.
Gerum því með grátna raust
á Guð vorn kalla efunarlausl;
hann bætir brestinn vorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
6.
Vor en besta verjan er
voldugur herrann góði,
orðið hans oss alla ver
angur og syndamóði,
sverð andans í sundur sker
með sál og lífi heiðna menn; —
>þá taka að fjölga tíðinden.
Hjálpræðisins hjálminn ber
hvör kristinn á sjálfum sér
herrans sona korn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
7.
Ekki slíkt að undra má,
þó erfitt megi vegna,
djöfullinn stundar að stríða upp á
og styrjöld eykur megna,
því stuttan tíma eftir á
æðir grimmur Sátán enn —
>taka að fjölga tíðinden, —
leysi oss Guð hans lymsku frá,
svo að lyktum mættum vér sigri ná,
fyrir Christum herrann vorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
8.
Þó heiðingjar veki hryggðarél
hér á landi víða,
mun vor æðsti Michael
mildur fyrir oss stríða,
því orðið *[hans] skal eitt í hel
alla slá þá vondu menn,
>taka að fjölga tíðinden, —
ef þeir trúa á Óðin og Bel;
aldri mun þeim ganga vel,
sem hata herrann vorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
9.
Endast tekur elskan há,
einneginn þverrar hylli,
tryggð má varla treysta upp á
né trúskap manna í milli,
við óvinum kunnum síst að sjá,
séu þeir þínir heimamenn, —
>taka að fjölga tíðinden, —
sem gagn þitt vilja girnast á
og geta plokkað öðrum frá
með klókri kænsku vorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
10.
Margur lætur í máli blítt
og meinlaus sýnist vera,
en þó stundum hugsar hitt,
á hjartað gall vill bera,
náunginn hyggst að leika lítt,
lært hefur sá hótin tvenn —
>taka að fjölga tíðinden.
Kemur þeim sjálfum í kollinn títt,
sem klækjaráðum hefur býtt
með sollinn hyggju þorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
11.
Biðjum hæstan herrann Krist
hjálp og ráð oss senda,
svo himnaríkis hljótum vist,
þá héðan í burt skal venda;
mín er sú en mesta lyst,
minn Guð, komast í faðminn þinn, —
>þá taka að fœkka tiðindin, —
hryggð þá alla höfum vér misst
og hjartans líka angrið tvist;
lofum lausnara vorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
12.
Eiríks hefur mig arfinn beitt
orðin þessi að finna;
vill það ekki veita greitt, —
vakni maður og kvinna,
hjartans láti áform eitt:
að inna Guði lofsönginn,
>svo taki að fœkka tíðindin;
vér fáum þá hjá vondu sneitt,
verður oss aldri þetta leitt:
að dýrka drottinn vorn.
>Undrist varla vitrir menn þó veröldin sé forn.
13.
Hróður, óður hverfur hér,
hallar mærðar sæði,
bundið, fundið Kvásirs kver,
klasað, lasið bæði,
sundur undið sýnist mér
seint og beint af horni renn; —
>taka að fjölga tíðinden.
Lausnarinn góði lof sé þér
lesið og sungið rétt sem ber.
Bragarins byrgi eg horn.
>Verum glaðir vitrir menn þó veröldin sé forn.


Athugagreinar

8.5 hans] orðið vantar í hdr.