Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Gef þú mér mál og minni

Fyrsta ljóðlína:Gef þú mér mál og minni
Heimild:JS 583 4to
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Bænir og vers

Skýringar

Kvæði þetta eða sálmur stendur síðast nokkurra sálma Kolbeins í JS 583 4to, bl. 54v–64v.
Enn eitt kvæði K. G. s.
Drottinn, haltu mér við makt
með miskunnsemi þinni
so mig ekki Sáthan frá þér ginni.
1.
Gef þú mér mál og minni,
miskunnarherrann svinni,
að eg frá elsku þinni
ætíð skýra kynni
og þar uppá finni
að einum þér sé lofið til lagt.
Drottinn haltu mér við makt
frjófgist fræða tvinni
fljótt í hyggju inni
so mig ekki Sáthán frá þér ginni.
2.
Eitt skal efnið kvæða
æ meðan eg má ræða,
forsmíð hafa til fræða
föðursins himna hæða
og geta þeirra gæða
sem Guð í té við oss hefur lagt.
Drottinn haltu mér við makt.
Sá kann særða að græða
sál að átrú minni
so mig ekki Sáthán frá þér ginni.
3.
Þú hefur oss boðið að biðja
og blíðlega þetta iðja,
veika viltu styðja
og voðanum frá þeim ryðja.
Þínum þjáðum niðja
þessu gef að hafa á vakt.
Drottinn haltu mér við makt.
Himnesk hjálparviðja
haldi við skepnu sinni
so mig ekki Sáthán frá þér ginni.
4.
Þú ert friðar faðer
fullbevísað það er,
eyjar og allir staðer
yfir því hrósi glaðer,
sannlega segjum hvað er
sérhvör gefi að því akt.
Drottinn haltu mér við makt.
Réttvísinnar raðer
ráði göngu minni
so mig ekki Sáthán frá þér ginni.
5.
Herrann helgra dóma,
himna tignin fróma,
láttu yfir mér ljóma
lífs réttlætis sóma.
Það ber so fagran *[blóma],
betur en gjörvöll heimsins frakt.
Drottinn haltu mér við makt.
Þér vil eg þakkir róma
þýðar í hvörju sinni
so mig ekki Sáthán frá þér ginni.
6.
Láttu mig lukku henda
en löstunum burt frá venda,
holdsins beiðni benda
og blífa við orð þitt kennda.
Eilíft lofið án enda
ávallt sé þér samið og sagt.
Drottinn haltu mér við makt.
Hér mun eg láta lenda
ljóð af óðar inni
so mig ekki Sáthán frá þér ginni.


Athugagreinar

5.5 blóma] vantar í hdr. [KE].