Kindaraugað | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kindaraugað

Fyrsta ljóðlína:Hann Miþridates hinn mikli
bls.38
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Gamankvæði
1.
Hann Miþridates hinn mikli,
sem menn kalla gáfnaljón,
hann þekkti hvern mann í hernum,
eg held bæði að nafni og í sjón.
2.
Svo skildi hann tuttugu tungur
og talaði, en hvað er það
á við íslenskan fjármann
eins og hann Sigurð á Stað
3.
sem þekkir þúshundruð rollur
og þaðan af fleiri. – Já,
og man hvaða langfeðgum lamb hvert
er líkast upp á að sjá?
4.
Og ennþá er eftir það mesta –,
því utan að kann hann þrjár
torveldar, tilbreytnilausar
og tvíbreiðar markaskrár.