Lífsstundirnar líða fljótt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lífsstundirnar líða fljótt

Fyrsta ljóðlína:Lífsstundirnar líða fljótt
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.129
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Ástarljóð
1.
Lífsstundir líða fljótt,
ljúft er því að vaka,
hugsa um þig heila nótt,
heyra þig nú sofa rótt
og í sætum svefni nafn mitt kvaka.
2.
Kærastur ég þá er þér
þegar heilsan dvínar,
hverri báru sem þú sér
og sýnist ætla að skella á mér
berðu á móti brjóst og hendur þínar.
3.
Er ei von ég þrái þá
þessa næturvöku?
Og fyrst að ég nú ekkert á
annað sem þig gleðja má
hvísla ég að þér hlýrri og nýrri stöku.