Brúðkaupsvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brúðkaupsvísur

Fyrsta ljóðlína:Oft er hófið mundangsmjótt
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.65
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1882

Skýringar

Undir titli stendur: „fyrir minni Sigmundar Jónssonar og Guðrúnar Sigfúsdóttur í Gunnhildargerði“
1.
Oft er hófið mundangsmjótt,
má þó oftast finna:
að giftast vel og giftast fljótt
og gera lengstu vetrarnótt
óvörum að yndi vina sinna.
2.
Þessa snilli gastu gert
geði að létta þungu,
það er allra þakka vert.
Það vil ég halda að þú sért
eitthvert besta bóndaefni í Tungu.
3.
Þú munt reynast ráðasnar
og ráðagóður líka,
fljótur æ til framkvæmdar,
fylgja slíku heillirnar.
Betur við ættum bændur marga slíka.
4.
Þetta er ósk og þetta er spá,
þessu neitar engi,
þessu er reynsla orðin á.
Efnilegri hjón að sjá
höfum við ekki haft í Tungu lengi.
5.
Hver sem þessum hjónum ann,
hann á að drekka og segja:
„Brúðurina og brúðgumann
blessi guð og sérhvern mann
og láti oss alla lifa vel og deyja.“