Sælust sjóvarstjarna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sælust sjóvarstjarna

Fyrsta ljóðlína:Sælust sjóvar stjarna
bls.63–66
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AAABBddoB
Viðm.ártal:≈ 1525
Flokkur:Helgikvæði
1.
Sælust sjóvar stjarna,
sæmdin Adams barna,
eg vil þig göfga gjarna,
geisli sólar hinn mæti,
ljósast líknar stræti.
Þú ert ein, ein, ein,
þú ert ein, ein, ein,
þú ert ein móðir og mey ósködd,
mönnum heilsu bætir.
2.
Gleðina fékktu forðum
af fögrum Gabríels orðum.
Ber þú af bauga skorðum
sem blóðrautt gull af eiri
eða sól af svörtum leiri.
Þúsund sinn, sinn, sinn,
þúsund sinn, sinn, sinn,
þúsund sinnum það vil eg tjá,
þín er sæmdin meiri.
3.
Ríkis vöndur Árónis,
reyfi Gedeónis,
sæti Salomónis,
sælt hlið paradísar,
sjálfur guð þig prísar.
Þú ert vor, vor, vor,
þú ert vor, vor, vor,
þú ert vor ljósa líknar æðr,
lýð til himna vísar.
4.
Heilög mey meyjanna,
móðir miskunnanna,
huggun hryggra manna,
háleit Jesú móðir,
þig heiðra allar þjóðir.
Lúta þér, þér, þér,
lúta þér, þér, þér,
lúta þér um lönd og sjó
líkt illir sem góðir.
5.
Þú vinnur afl Samsónis
og sigrar styrk leónis.
Hæversk heit Cathónis
með heiðri og prýði þinni
höldar leggi í minni.
Vænti eg þess, þess, þess,
vænti eg þess, þess, þess,
vænti eg þess að verndin þín
vora sorg yfirvinni.
6.
Út af þínum kviði,
sem ilmur af sætum viði,
lausnarann frá eg að liði,
sem ljós af sólar megnum,
loftin heil í gegnum,
eða það blóm, blóm, blóm,
eða það blóm, blóm, blóm,
eða það blóm er af jörðu vex
með yl og hægum regnum.
7.
Sýn þú, en milda móðir,
og minnst á aumar þjóðir
að sonur þinn sé vor bróðir
og sárin föðurnum tjái,
Þau er syndir vorar afmái.
fyrir merkin slík, slík, slík,
fyrir merkin slík, slík, slík,
fyrir merkin slík og mildi sín
mannsins trúi eg hann gái.
8.
L›e‹ystu lasta strengi,
þá er liggja á öllu mengi.
Sérliga svo hefi eg lengi
synda fjötrum bundist
að engi hefur verri fundist.
Hefi eg grimm, grimm, grimm,
hefi eg grimm, grimm, grimm,
hefi eg grimmliga fyrir gjörning minn
í glæpaforaðið hrundist.
9.
Fórttu upp fimmtán palla
og forðaðist löstu alla.
Símeon svo réð spjalla
að sorgin mundi þína
sál í gegnum pína.
Láttu mig, mig, mig,
láttu mig, mig, mig,
láttu mig þar minnast á
svo minnkist sorgir mínar.
10.
Fyrir sára sorg og nýja
með son þinn varttu að flýja
til Egyptalands og lýja
líkama þinn og mæða
í þrotnan matar og klæða.
Grátin fór, fór, fór,
grátin fór, fór, fór,
grátin fórttu með guðs son þá
sem guðspjöll skýrt um ræða.
11.
Sú var sorg hin þriðja,
þú saknaðir sjálfs þíns niðja,
bragna tókttu að biðja
blessaðan Jesúm finna,
þú vildir ei fyrri linna.
Í musteri guðs, guðs, guðs,
í musteri guðs, guðs, guðs,
í musteri guðs þú mætan fannt,
meistara lærði hann svinna.
12.
Ára tólf var Jesús þá
hann yfirvann meistara fróða,
dýrligan vantaði um dagana þrjá,
drottning allra þjóð›a‹
þá bar kinn svo rjóða.
Leiddu mig, mig, mig,
leiddu mig, mig, mig,
leiddu mig ›n‹ú löstum frá
fyrir lausnarans miskunn góða.
13.
Í fjórða sinni sáttu þá
er son þinn gyðingar tóku,
hæddu og drógu, hræktu upp á,
höfuðin að honum skóku
og harðar píslir jóku.
Hlíf þú mér, mér, mér,
hlíf þú mér, mér, mér,
hlíf þú mér, hin helga frú,
við hvössum fjandans krókum.
14.
Sú var sorgin mesta,
sáttu gyðinga flesta
Krist á krossinn festa
og keyra gadda sterka,
son þinn lemja og lerka.
Mun sá hver, hver, hver,
mun sá hver, hver, hver,
mun sá hver líkn og miskunn fá
er minnist slíkra verka.
15.
Sorg í sjötta sinni
seggir leggi í minni,
Krist í kjöltu þinni
af krossi dauðan lögðu,
þín klæði af blóði döggðu.
Kysstir þú, þú, þú,
kysstir þú, þú, þú,
kysstir þú hans kinnar og munn
en kvinnur af harmi þögðu.
16.
Sjöundu sorg vil eg greina,
seggir lögðu í hreina
gröf með góða steina,
við guðs son hlaust þú að skilja
í móti þínum vilja.
Vitjaðir þú, þú, þú,
vitjaðir þú, þú, þú,
vitjaðir þú oft vista hans,
hin vænsta rós og lilja.
17.
Hver sem vill þessa harma
hugsa og með þér barma,
muntu hans mein öll þjarma
og mýkja sonar þíns reiði
svo mjúkliga sem eg nú beiði.
Með gleði og prís, prís, prís,
með gleði og prís, prís, prís,
með gleði og prís og guðdóms makt
hann gumna til sín leiði.
18.
Þér sé sæmd og sómi
sungið á efsta dómi.
Meyjanna makt og blómi
máttu sannliga kallast,
drottning himna hallar.
Lof og dýrð, dýrð, dýrð,
lof og dýrð, dýrð, dýrð,
lof og dýrð sé lausnara mín,
eg læt svo fræðið falla.


Athugagreinar

2.1 fékktu] < fiecktu 622.
6.9 yl og hægum] < hægum yl og [breytt út handriti vegna stuðlasetningar]
9.3 Símeon] < ;Simeon; í handriti.
17.1 vill] [Orðið er ekki í handriti 622 en hefur trúlega fallið niður fyrir vangá skrifara. Tilgáta JH]
Ath. Sagnmyndirnar: „Fórttu“ í 9.1, „tókttu“ í 11.3 og „sáttu“ í 13.1 eru hér allar ritaðar með tveim t-um þar sem svo er gert í handriti samkvæmt hinni fornu beygingu.