Persíus rímur – sjötta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Persíus rímur 6

Persíus rímur – sjötta ríma

PERSÍUS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Skammtað verk, þó verði á dvöl
bls.58–71
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Skammtað verk, þó verði á dvöl,
vinnst ei undan draga,
enn skal Fróða fáheyrt öl
af fornum kosti laga.
2.
Yfir fer eg fræði skjótt,
fram vill tíminn líða,
útgjört hverfur efni frótt,
eins er kosts að bíða.
3.
Nú skal rausið rétta við
rangt ef skeikað hefur,
þylur á um þagnar mið,
þræðist orða vefur.
4.
Orðshátt þennan merkja má,
margir trú eg hann þekki,
forlögunum að fresta má,
fyrir þaug komast ekki.
5.
Í sjálfsvaldi allt ei er,
um þó gjöra megi,
hvörs á leit mann heldur fer
hamingjunnar eða eigi.
6.
Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ugga stað,
ólög vakna heima.
7.
Herrann Guð er hæsta ráð,
hans að vilja gengur,
hvönær velur hann hefnd eður náð,
hamla tjáir ei lengur.
8.
Hann ásetur, hann um sér,
hefur við skorður settar,
lýðum stjórnar, styður og ber,
stillir og útréttar.
9.
Reikna eg annað regiment
ræður líka stórum,
himintungla hlaupið vent
í húsum átta og fjórum.
10.
Auðnu, heilsu, art og vit,
orðsök skapar stundir,
sóttir, skaði, sorg og strit
segist því komið undir.
11.
Er og þriðja ekki minnst,
eftir máta hentum,
náttúran sem fólgin finnst
í fjórum elimentum.
12.
Hauður, vatnið heitt og kalt,
hér með loft og eldur,
einfalt, blendið, eitt eður allt,
öðru þyngra veldur.
13.
Öllum skepnum er auðséð,
eðlið fylgir skapta,
grös og steinar, málmur með,
mest þó orðin krafta.
14.
Fjórða vald er vilji manns,
verkanir hefur slyngar,
ríður stórt að háttum hans
hvörs til útvalningar.
15.
Er og fimmta umdæmið
undir flest sem lagði,
það er Satans svika snið
með syndarinnar bragði.
16.
Undan mána, ofan í grunn
allan hefur sinn krafa,
umboð veraldar eru kunn,
ætlar hann sér þaug hafa.
17.
Af hans illri áegging
ýmsir verða blekktir,
vélabrögðin vítt um kring,
vegirnir sjaldan þekktir.
18.
Fyrst og seinast set eg ráð
sjálfur Guð er hefur,
fyrir sinn anda, orð og náð
endurfæddum gefur.
19.
Andinn helgur og englar Guðs
enn þá frómu leiða,
til sanntrúaðra samfögnuðs
sæluveginn greiða.
20.
Mikið skiptir, skaltu sjá,
skapnað hvað hér stýrir,
þeir eð glöggt það þekkja fá
þurfa að vera skýrir.
21.
Ekki tjáir forlög föst
fyrir allt að bera
né Guðs vilja um gjörðan löst,
grannt þar vil eg úr skera.
22.
Nú hef eg myndað mansöng þann
merking greinir dýra,
fróðara öngvan finna kann
framar til ævintýra.

23.
Að honum Persíus víkja vil
Viðrix horna blandi,
herma hvörninn hagast til
hans í föðurs landi.
24.
Acrisíus afi hans
átti fullt í höndum,
Prætus heitir hlýri grams,
hrakti hann burt frá löndum.
25.
Ribbaldinn sá ráni ann
rak sinn bróður dýra,
Argevórum einn vil hann
öllu ríki stýra.
26.
Vandi hann að sér villudýr,
varga í staðinn sauða,
úrir hafði hann fyrir kýr,
hjassa og griffón blauða.
27.
Acrisíus fór að afla liðs
út um nálæg ríki,
var nú ekki vel til friðs
þó vinnanlegt ei þyki.
28.
Nú skal víkja efni að
þar áður ríman linnti.
Persíus í sterkum stað
stillirs mægðum sinnti.
29.
En ekki vill hann ílengjast
upp hjá Blálands tiggja
heldur út á hrannar past
herskip lætur byggja.
30.
Sté hann út á flaustur fært,
fylgdi skarlats þilja,
var svo með þeim vorðið kært
vildu þaug ekki skilja.
31.
Rann um sundin hestur hafs,
hélt á fullu skeiði,
spora vakri ginnungs gaps
gefur byrinn leiði.
32.
Uns þeir komu undir láð
þar áður var út snarað,
spyr að hvör þar hefði ráð,
hann bar að óforvarað.
33.
Höldar segja hilding sá
heiti Prætus bráður,
rýmdur er hann ríkjum frá
sem réði hér fyrir áður.
34.
Þegar það horskur heyra nam
hefðar kónga líki
setið og sótt af soddan gram
sitt var erfða ríki,
35.
býr þá sig til hallar heim
með hernaðar beisku vonum,
einvaldir af álfum tveim
ýtar fylgdu honum.
36.
Hermannleg var fylking fræg,
fyrir portin kemur,
búin út með vopn óvæg
á vellinum staðar nemur.
37.
Persíus nam hrópa hátt,
heyrði mílu langa,
hvör þar hefði mektar mátt
mætti út af ganga.
38.
„Eg em einka erfinge
að öllu ríki þessu,
krefst því eftir auð og fé
öðlings tign og sessu.“
39.
Týranna í krók og kring
kunni hinn að nefna,
einvígi eður örvaþing
endilega vill stefna.
40.
„Hafir þú nokkurn huga manns
heldur en bleyðu geitar
gef nú skjal og skörugt ans
en skamm þeim undan leitar.“
41.
Víkingnum á stillirs stól
staðar gaf í eyrum
heróp vís, en hornið gól,
Hlakkar veifað keyrum.
42.
Ofurlátinn býr sig brátt
breyttum Hildar klæðum,
sverðið dregna syngur hátt,
svíður blóð í æðum.
43.
Fólskan gjörði fleygja ólm
fúsum branda lesti,
brunar fram og bauð á hólm
byrstum voða gesti.
44.
Sagði hann mundi sonur þjófs
en síst af kónga blóði,
tapast skyldi tírinn lofs,
og talar af fullum móði.
45.
Espast með þeim íman gróm,
engin sátt í boði,
nístir hlífar naddar glóm,
nú er á ferðum voði.
46.
Prætus fyrsta hafði högg
hans í miðjan barða,
en ekki beit á plátu plögg
pústurslagið harða.
47.
Persíus með Harfa hjó,
hringvaxinni fenju,
hjálm og skjöldinn sleit í slóg
og slengdi vígs á benju.
48.
Hartnær í honum hausinn braut,
hreppti illan svíma,
nauðugur Prætus niður laut
sem nár um langan tíma.
49.
Þegar úr roti rakna vann
réð hann mæla þetta:
„Gefðu mér líf hinn mæti mann,
mitt frændbarnið rétta.
50.
Lát mig vera þénara þinn,
þér skal eg undan víkja,
kjörinn hafðu kóngdóminn
kostuglegustu ríkja.“
51.
Persíus honum griðin gaf
geði prýddur mildu,
ræsir dögum réði ei af,
rennur blóð til skyldu.
52.
Sigrað fékk hann seim og lönd
sóknuð vopna blínum,
allir gengu honum á hönd
og heilsuðu kóngi sínum.
53.
Hér næst spurði horskan lýð
hvar sinn móðurafi,
er burt stökk úr stála hríð,
staðar numið hafi.
54.
Sagt var honum hið sanna frá,
sjóli dveljast mundi
dótturmági dýrum hjá
og Danae skyldu sprundi.
55.
Í liðsbón hafði lofðung þar
látið fyrirberast,
af ættum vífs ei veit hann par,
viðburðir nú gerast.
56.
Persíus þangað fýsir fljótt
að finna sitt kynmengi,
byrðing lætur búa skjótt,
brynjaða valdi drengi.
57.
Vindurinn glatt í voðir blés,
víxlast taumar jafnir,
uns þeir komu við eyjar fles
undir kóngsins hafnir.
58.
Hermenn ganga heim að borg,
hrósuðu friðarmerki,
hilmirs hitta hallar torg
horskir af snilldar verki.
59.
Höfðinginn til hallar gekk,
honum fylgdu bragnar,
heilsar upp á herra bekk,
heimamúgurinn fagnar.
60.
Mælti: „Áttuð mín ei von,
mun eg þó kominn hraður,
dögling yðar dóttur son,
Danaes frumgetnaður.
61.
Þú kastaðir mér á kólgu past,
en kafna náði eg aldri,
ekki skal þar áminnast
ýfingar með hjaldri.
62.
Framar vittu, fóstri kyrr,
fór eg Gorgon vinna,
samt er kominn feigð að firr
og fjörráðum orða þinna.
63.
Þó við ykkur það skal kvitt,
þiggið heilar sættir,
friðar boð og fylgi mitt
fyrir náskyldar ættir.“
64.
Dögling allur drúpti við,
drottning að því spurði,
hvort hún játar hann sinn nið,
hvað sig allan furði.
65.
Danae gefur dögling ans:
„Dóttir er eg þín forna,
meðkennist eg móðir hans,
þú mátt ei við því sporna.“
66.
Acrisíum undra vann
eftirtaflið þetta,
ærilega angrar hann
að úr þaug kunnu rétta.
67.
Styggð um þanka steina sest,
sturlast yndis sæði,
þetta honum þótti verst,
þaug ei drápust bæði.
68.
Hans þá stjúpi hóf so tal:
„Hægt er margt að raupa,
kosti ei nema skrum og skjal
skíran lofstír kaupa.
69.
Aldrei muntu ógnar flagð
yfirstigið hafa,
það var meir en bernskubragð
og borginmannlegt skrafa.
70.
Enginn trúir orðum þín,
utan sjáum merki
hvörsu leistu heljar sýn
og hafðir mann í verki.“
71.
„Talaðu ei svo um það grómt“,
ansaði frægur kappi,
„kannske hvört sá kostur tómt
komi þér lítt að happi.
72.
Fyrir ósatt fraktar raus
fástu ei mig ávíta,
hér er til sýnis hennar haus,
hvör sem vill hann líta.“
73.
„Sýndu hann“ kvað sjóli gramur,
„sértu engin fýla,
ellegar langt á lygarnar tamur
lötraðu burt, þín grýla.“
74.
Talar við hina tjörgu bör,
tók þeim sterkan vara,
undan líti hölda hvör
sem heilsu og líf vill spara.
75.
Ógnar bíldu andliti
út á skildi varpar,
stjúpa sínum segir það sé:
„Sjáðu í glyrnur skarpar.“
76.
Haturlega honum brá,
heljar dofinn spennti,
fýsir augun illt að sjá,
afa hans líka henti.
77.
Lokkaðist hann að líta við
og láta augun renna
á ógnar Gorgons andlitið,
öngvum þurfti kenna.
78.
Báðir kóngar breyttu mynd,
blágrýtis að steini
urðu fyrir þá fólsku synd
að farga hugðust sveini.
79.
Kom hér fram það kvíddi gramur
kostum forlaganna,
af því hann var illskutamur
óeirð hlaut að sanna.
80.
Ómildum er voðinn vís
og vansinn sem hann kvíðir,
hvað réttlátur kallar og kýs
kemur það fram um síðir.
81.
Þeir eð heita að þreyta ráð
þenkja mega höldar,
ekki er ævin út af kljáð,
einhvörn tíma kvöldar.
82.
Hefndin kemur sumum seint,
þó sýnist hvörgi nærri,
spakir hafa menn það meint,
hún mun þess verða stærri.
83.
Snilldarmaðurinn snöggt við brá,
sneri um aftur skildi,
allur múgurinn mælti þá,
maklega hinir gyldi.
84.
Fagnar honum móðirin mjúk,
múgurinn lands og bræður,
sest var þá að disk og dúk,
drykkjan gleðinni ræður.
85.
Persíus sem hærra hefst,
hálfguðanna líki,
buðlungs tign í býti gefst
og bæði kóngaríki.
86.
Upp á stærri Asíá
eftir á rómu háði,
þjóðland vann hann þeim í hjá
og þar að setjast náði.
87.
Nú er í dag enn nafnið hans
nýtu eignað fróni,
Persíá krúnu keisarans
krýpur að Babýlóni.
88.
Nafn hans einninn uppi er,
það astronomi sanna,
himintákn það heiti ber,
heldur á Gorgons kjanna.
89.
Skrifa þeir með skjali það
skapnað hafi sterkan,
þess uppruni stund og stað
stíli skæða verkan.
90.
Andromede ogso telst
uppá himni standa,
beggja tign í birtu felst
berlega skínanda.
91.
Betur metið mæta nafn
má og á að telja
en fólgið sólgið fjárins safn
þó fáir nái velja.
92.
Frásögn þeirra hverfur hér,
hún kemst lengra eigi,
annað komið í efni er
en eg um slíkt þegi.
93.
Sjálfur þeim eg þakka má
er þessu kvæði hlýða,
skemmtunar kaupið kýs að fá,
kann þess ekki bíða.
94.
Knýti eg lítinn ljóða sjóð
læstan næsta saman,
ítur nýti óðinn þjóð,
æfi hæverskt gaman.