Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jónas Hallgrímsson 2

Jónas Hallgrímsson II

JÓNAS HALLGRÍMSSON
Fyrsta ljóðlína:Vér áttum ærna garpa
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1907

Skýringar

Birtist í tímaritinu Huginn 1. árg., 12.tbl. 1907, bls. 46. Hluti af kvæðaflokki sem Jón flutti fram á hátíð Stúdentafélagsins og Íslendingafélags í Reykjavík 16. nóvember 1907, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.
Vér áttum ærna garpa 
í Íslands Laugaskörð; 
þeir vildu fjötrum varpa, 
þeir veittu atsókn snarpa, 
þeir unnu ættarjörð. 

En nú er önnur öldin 
og annað sóknar lið, 
þeir ránshönd rétta skjöldinn, 
þeir refskák tefla um völdin 
og leggja land sitt við. 

Hver þorir þá að níða, 
sem þetta hafast að? 
Nú skortir verði víða, 
nú vantar skáld að þýða 
hvað fossunum finst um það. 

Þín mynd, þótt mállaus standi, 
sé meira’ en nokkurt Ijóð; 
að sjá þig verði’ oss vandi, 
því vargar fósturlandi 
þá gangi sem á glóð.