Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Guðrún Oddsdóttir (minning)

Fyrsta ljóðlína:Oft er misgjörðamönnum víst
Bragarháttur:Ellefu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBccBddeeB
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1800
Flokkur:Eftirmæli

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur:
„Minníngu þessa kallar skáldið „nefbjörg á náhjálm“, og er hún hér tekin eptir einu handriti.
Lag: Hvar viltu, sál mín! huggun fá?
1.
Oft er misgjörðamönnum víst
af meiðslum lýst
er þeir í ásýnd bera,
en limaskortur líkamans
líðendum hans
góðs má og vottur vera.
Fyrir góðverk ein
fær margur mein:
móðir og mær
meðal vor tvær
því mega skjótt úr skera.
2.
Vort sorgarefni nýskeð nú
varð nafnkennd sú
oss gladdi’ og kvaddi kvinna:
Guðrún Oddsdóttir, góðfrægt sprund,
gekk á hins fund
og moldar mæðra sinna;
móðirin merk
miskunnar verk
framdi við fljóð:
hún fæddi jóð
en enginn að nam hlynna.
3.
Andaðar mæðgur tek eg tvær
til dæmis þær
er með oss ásamt vóru,
hvor þeirra dyggðum skærum skein,
skírlíf og hrein,
mættu þó meini stóru:
hin eldri hlaut
heilsutjóns þraut,
dyggðug og djörf
því dugði þörf
hvers aðrar frá sem fóru.
4.
Hin yngri brjóstgóð eins og hún,
Odds jóð Guðrún,
mjög kær var móður sinni,
en sama hreppti sjúkdóms-mein,
af saurgun hrein
allteins í umgengninni,
við móður mjúk,
meðan var sjúk,
meir öllu mat
meðan hún gat
að henni hjúkra kynni.
5.
Sem ítrum kappa’ er ærukrans
og ættlegg hans
sitt limalát í stríði,
hún sinnar móður heiðursvott,
heims börnum spott,
erfði, sem andlitsprýði;
samviskan manns
og hegðan hans
berst meiðslum mót
og mælir bót
þótt aðrir ákaft níði.
6.
Hún inngekk vaxin hjónaband,
húsfreyjustand
með allri röksemd rækti,
við sinn ektamann ástargjörn
ól honum börn,
verðug að vænt um þækti;
fimm af þeim enn
umgangast menn –
hún framgekk fróm
uns fékk þann dóm:
að himins heimboð sækti.
7.
Þannig getur hin dýra dyggð
drepið andstyggð
og gjört að eftirlæti,
afskræmi lastar umskapað
og í þess stað
hafið sitt heiðurssæti;
viðkvæmni djörf
veinandi þörf
fær af sér ei
að ansa nei
þótt ragur þagað gæti.
8.
Hér jafnframt þó eg vita vil
vogunarspil,
sem þessu dylst í dæmi,
nema til knýi nauðsyn fast
að nálægjast
svo megnu sóttarnæmi,
ofdirfð óvör
ollir hrakför
og fári fróns,
til falls og tjóns
allmörgum eflaust kæmi.
9.
Nær kærleik styðja þessi þrjú:
þor, bæn og trú,
von er að vel af reiði;
því meiri sem hann þolir raun
því stærri laun.
himinninn honum greiðir;
guð geldur merk
guðs þakka verk;
guð gæti vor!
gjörvöll lífs spor
fram til farsældar leiði!