Gíslahvörf | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gíslahvörf

Fyrsta ljóðlína:Þú ert farinn úr firði Skaga
bls.286–287
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt: AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Þú ert farinn úr firði Skaga,
frændi bestur og vinur minn,
af því saknaðar sorg mig nagar,
sit ég eftir með grátna kinn.
Ungur, fullorðinn, aldraður
all jafnt varstu mér trúfastur.
2.
Hvorugan auðsafn trú eg tefði,
tilvera nægði daglegs brauðs,
þó mammons draugar á dyngjum lefði
um daga og nætur gulls og auðs.
Það fékk þér aldrei öfundar.
Af öðru ríkari Gísli var.
3.
Við drukkum, snæddum, sváfum, sátum
saman og ræddum marga stund.
Hendingar þá af huga kátum
hrutu þér oft, er kættu lund.
Um fjörðinn við riðum frá og til;
fæst ei aftur það tímabil.
4.
Í Þingvallareið við sveittumst saman,
samför vor hinsta teljast má,
oft var þá líka gleði og gaman
í góðu veðri ferðum á.
Fyrir og skuggsjá forna bar
frelsisstöðvanna skoðun þar.
5.
Fagnaði eg komu þrávalt þinni
þegar samlendir vorum hér.
Við gengum saman úti og inni
er þú fræddir og skemmtir mér.
Þegar á prjónum Þórður var
þá var nóg efni skemmtunar.
6.
Fögnuðu komu þrávalt þinni
þorngrund, hjúin og börnin mín.
Að þínu var þetta allt eins inni
eg þegar náði vitja þín.
Þá frægur á prjónum Fleischer var
fengum við efni skoðunar.
7.
Fögnuður þessi fæst nú eigi,
frændum og vina horfinn sýn,
kominn á Íslands vesturvegi,
verkin og fræðin líka þín.
Munu þau efni menntanar
með framtíðinni verða þar.
8.
Fagna þér Vesturfirðir allir,
fagni þér menntagyðjan stór,
fagni þér ungar þorna þallir
þinn upp vermandi freðinn bjór,
hreiðri sig um þig alls staðar
ungur svo rísi Fönix þar.
9.
Veri þér allt til yndis þarna
eins á fróni sem landa gjörð
uns að fornu þú Adamsbarna
eðli þar kyssir móðurjörð,
og andi þinn nær að fljúga frí,
frelstur af dufti hæðir í.
10.
Þú ert farinn úr firði Skaga,
frændi minn Gísli Konráðsson.
Yfir því framar ei skal klaga,
eflist huggun í þeirri von
hnattaskifti við höfum senn,
heilir því munum finnast enn.