Danslilja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Danslilja

Fyrsta ljóðlína:Við í lund / lund fögrum, eina stund
bls.170–171
Bragarháttur:Óregluleg hrynjandi, rím og stuðlar
Viðm.ártal:≈ 1750
Við í lund,
lund fögrum, eina stund
sátum síð sáðtíð,
sól rann um hlíð.
Hlé var hlýtt þar;
háar og bláar,
ljósar og grænar
liljurnar vænar
í laufguðum skans
þar báru sinn krans,
sem brúðir með glans
búnar í dans;
doppum dikandi,
blöðum blikandi
blómstur ilmandi
við lyktuðum lands;
heyrðum söng, list löng
lék um kvistu frjóa,
við urtastöng andföng
útpiplaði lóa
með spóa
munn-mjóa.
Kænt við hann kjóa
kváðu gaukar móa.
Sungu runnar, bungur, brunnar;
bakaði vöngum sunna
við sjóa
með unnar ið fróa.
Fagurt var um flóa,
formenn voru að róa,
hvít blankaði hafs brúna,
heið krúna
lands-túna,
logn dúna.
Liljum þeim er glóa
nam gróa samþróa.
Kvikur són lék um lón,
líkur þótti samtón
við symfón
og sönghörpunið um frón.
Gjóði Þundar góð-hróðug undi
glóða sunda rjóð slóð í lundi,
hróðurs punda hljóð dundi,
hlóðu blundi ljóð sprundi,
rjóður stundi, móð mundi
myndað yndi fljóð.