Álfur og Lýna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Álfur og Lýna

Fyrsta ljóðlína:Máninn í skýjum um miðnætti vóð
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.359–361
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt:aBaBO
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Undir fyrirsögn kvæðisins í útgáfu stendur:
„Snúið úr dönsku eptir Baggesen (Ungdomsarbeider II,
bls. 111–113). Eptir tveim handritum.“
Seinasta lína er endurtekin í hverju erindi nema því seinasta.
1.
Máninn í skýjum um miðnætti vóð,
mjög skulfu stjörnur á bliki,
vestan smáleiftrum á villhættri slóð
vinu *frá’g Álfur tilkviki, –
en Lýna leikur á himni.
2.
Ulli var Lýna og Álfi mjög kær,
en Álfi hún blíðu gaf sína.
Hetjur skógvættuna skelkuðu þær,
skírt gullu við runnarnir: Lýna! –
en Lýna leikur á himni.
3.
Ullur í skóginum blómkvendis bað
– svo barmar sér dúfan vesæla –
„Álfi míns hjarta eg unnt hefi“, hún kvað,
„hans auga varð skelfandi fæla“, –
en Lýna leikur á himni.
4.
Morðegg í titrandi hamstola hönd
hjarta fal *Lýnhildar sáru,
broshýra Lýnhildur uppgaf þar önd
sem englar í himininn báru; –
en Lýna leikur á himni.
5.
Máninn sig skýjum um miðnætti hlóð,
mjög skulfu stjörnur á bliki,
aftans smáleiftrum á ótryggri slóð
Álfur frá’g vinu tilkviki –
en Lýna leikur á himni.
6.
*Blys veltust unnustans brostin og dauf,
þar bliknuð og dreyrug var Lýna,
myrkrin þá eldlína rauðari rauf,
runnarnir hvinu við: Lýna! –
en Lýna leikur á himni.
7.
Morðinginn kemur. „eg myrti þitt fljóð!“
Mjög tárast Álfur: „Bölfylldi!
fjörs njót ef getur, eg fylgi baugslóð“ –
Í faðmi dó Álfur Lýnhildi –
Þau dansa nú heil bæði á himni.


Athugagreinar

Skýringar útgefanda, Jóns Sigurssonar:
1.4 frá’g : frá eg, þ.e. fregnaða eg.
4.2 „Lýnhildar (Lynhild); hið danska skáld leikur kveðandi að nafni Lýnu, með íblandan eldinganna, sem Danir kalla Lyn, en því verður hér ekki viðkomið, í íslenzkum kveðskap; annars er Línhildur rétt kenning sérhvers kvennmanns.“ (Í dönskunni stendur Linalilds, þ.e. Lýnu litlu).
6.1 Blys kallast hér augu: hálfkenning.