Bergur Þórarinsson (erfikvæði) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bergur Þórarinsson (erfikvæði)

Fyrsta ljóðlína:Dyggðum gæddan eins sem auði
bls.242
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:1811
Flokkur:Eftirmæli

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur:
„Hann andaðist 1811 og kallar skáldið grafminning þessa „Ziffru° yfir sæti Bergs sál. Þórarinssonar“. – eptir tveim handritum.
Lag: Uppá fjallið Jesús vendi.
1.
Dyggðum gæddan eins sem auði,
elskuverðan heiðursmann,
út sem mörgum býtti brauði,
Berg Þórarins son nefndan,
sorg vekjandi sótti dauði.
Sæti þetta grætur hann.
2.
Hálfáttræður hann frá sneri
heimi sér til föðurlands.
Himins nú í hámusteri
helgan sálin leikur dans.
En þótt fúa beinin beri
blessuð varir minning hans.
3.
Átján hundruð voru vetur
vors lausnara burði frá
umliðnir og ellifu betur
andlát hans nær lukti brá.
Aftni fyrr en ísa-setur
orðlögð skorpa tók að þjá.
4.
Sá harðinda strangi strengur
streymdi fast á vora lóð.
Missir þessa manns þó lengur
minnistæður verður þjóð,
en hans dýri friðar fengur
og funda von er hressing góð.


Athugagreinar

° „„Ziffra“ lýtur líklega að því, að gömul skólavenja var að rita minningarljóð eða einskonar kveðju til þeirra sem skrifuðust út úr skóla, einkum þegar þeir komu sér vel. Kveðja þessi var rituð í latínskum ljóðum, og utanum hana dálkur, lagaður eins og ziffra eða núll í tölu. Að miða grafminningu við skólakveðju er skír líking.“