Formannatal við Drangey 1863 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Formannatal við Drangey 1863

Fyrsta ljóðlína:1. Bón mig knýr á Frosta far
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1863
Flokkur:Formannavísur

Skýringar

Handrit frá Sauðárkróki nr. 83.
1.
Bón mig knýr á Frosta far
formenn skýra þungt hvað var
sem um stýra strengja-mar
storðarvír til Drangeyjar.
2.
Setur knör á saltan mar
Sigurður börinn Víglundar.
Veit ég öruggt inni þar
andar fjör og menntir bar.
3.
Pétur knáan hér ég leit
hefja stjá um þorska reit,
stjórn á ráar rakka veit
Reykjum frá í Tungusveit.
4.
Skarðsá þriðji þegn heldur
þægðar iðinn Sölvabur,
sels á miðum sókndjarfur
söðlasmiður Guðmundur.
5.
Hafsteinsstöðum frægan frá
fák á löðurs Sigurð má
straums við fjöður fjörgan sjá
formannsstöðu verða má. [?]
6.
Knarrarþjóna knýr að sjá
Kimba- Jónas -stöðum frá,
hátt þótt sóni bylgjan blá
borða-ljóni stjórn veit á.
7.
Fram þótt nauði Fornjóts bur
flóðs þar auður við liggur,
æ ótrauður um hyggur
er frá Sauðá Þorlákur.
8.
Árni býr um Innstaland
yfir hlýra breiðan sand
væna snýr með voða grand
valdar stýrið traustri hand.
9.
Vinir braga og mennta má
mars um slaga, venda að sjá,
flóðs þótt hagra bregði brá
Bjarni Fagranesi frá.
10.
Aflanotum alvanur
þótt aldan brotin lyfti knör
flóðs- á gota fyrir Jónsbur
frá Hólkoti Rögnvaldur.
11.
Sæs þótt veldi skvaki um sker
skap óhrelldur Stefán ber,
hauk blæfeldar fleytir hér
frá Ingveldarstöðum er.
12.
Hátt þótt skeifist bylgjan blá
byls við hreyfing yfir sjá
hauki sveifar hleypa má
hann Þorleifur Reykjum frá.
13.
Þykir kræfur storms við stjá
stunda hæfur afla má
þóttu skæfuð þreknum þá
Þorsteinn Sævarlandi frá.
14.
Fossinn rýmir fróns úr vör
fugls til ýmu stýrir knör
hátt þótt stími hrannar för
hraustur Símon Þorláksbör.
15.
Frá Hvammkoti í fuglaver
fleyið notar Sölvi hér
gluggs ei þoti geig af ber
gjálp þótt brotin velti sér.
16.
Borgarlæk frá Benóní
brimla sækir fram á dý,
þeirri frækinn athöfn í
afla sækir brögð á ný.
17.
Björn úr Málmey keips á kið
kallar álmaver á skíð,
lætur hjálminn [!] völinn við
voða tálma um drafnar svið.
18.
Aldinn rólar einn að sjá
Ystahóli Bjarni frá,
marga gjólu sævar sá
Svaná [!] hjóla fékk við rjá.
19.
Frá Lónkoti keyrir knár
karl þótt roti bylgjurnar.
Baldvin notar fýls um far
faldað slotið sænornar.
20.
Menn á hvetur saltan sæ
sonur Péturs, Jón í Bæ,
sævar metur aflann æ
enn þótt hreti og stæki [!] blæ.
21.
Stygg þótt bálist báran stinn
best við rjálar stjórnvölinn
þrátt Jón sálar-þrekvaxinn
Þönglaskála-hreppstjórinn.
22.
Sitt hið trausta súðaljón
setur hraustur hvals á frón
hnípislaust við hrannalón
hann frá Naustakoti Jón.
23.
Eitt af strendu fley enn fer
frá Nýlendu Tómas hér
þorgur [!] hendur hagar ber
Hlés þótt kvendi lyfti sér.
24.
Kallar branda kvisti að sjá
keips að andarlinum [!] gá
hátt þótt standi hefring blá
hann Óslandi Gísli frá.
25.
Þó að Ægis þrái tón
þegninn vægi með útsjón
Miklabæjarbóndi Jón
biður ei lægja um strengjaljón.
26.
Formenn talið hef nú hér
höggvers bala frægur ver
stirðum falið að og er
illa valið þó frá mér.
27.
Skáldabróðir skilja má
skárri hróður þurftir fá
en ég þjóðum mynda má
mennta góða lending þrá.