Skógar-Krists rímur - fyrri ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skógar-Krists rímur 1

Skógar-Krists rímur - fyrri ríma

SKÓGAR-KRISTS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Forðum átta eg fræða kver / fálega neytta eg þessa
bls.4. árg. bls. 20–25
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1525
Flokkur:Rímur

Skýringar

Um aldursgreiningu kvæðisins sjá grein Sólvegar Ebbu Ólafsdóttur í 4. árgangi Sónar.
1.
Forðum átta eg fræða kver
fálega neytta eg þessa
en nú stoðar það ekki mér
upp er eg gefinn að vessa.
2.
Minnið dofnar mælskan þver
mjög er eg seinn að skjælda
enda veit eg ei nær er
óðar brotnuð snælda.
3.
Mjókkar líka mærðar ól
máls í hjóli snjöllu,
geysilega gömlu tól
gangast fyrir í öllu.
4.
Mér hefur ellin markað stinn,
mörg er um kollinn hæra.
Hvítnar skegg en hrukkar skinn,
hold vill kláðinn særa.
5.
Hár af mínu höfði hrynr,
hef eg nú fengið skalla.
Í öllum gjörumst eg orðum linr
óðum tennur falla.
6.
Svefninn verður síst um nætr
svo sem hann var til forna.
Kreppast hendur og kólna fætr,
kann þeim lítt að orna.
7.
Boginn stend eg því brögnum hjá
búkurinn firrist magni
en mér koma sem allir sjá
augun minnst að gagni.
8.
Borrinn gefur þau brögð af sér
að brúðir fælast allar.
Hvín fyrir brjósti hnálega mér,
hryð eg sem gamlir kallar.
9.
Röddin skelfur en ræmast hljóð,
rokin er kvæða snilldi.
Get eg því ei enu göfugu þjóð
gamnað þó eg villdi.
10.
Hvörs kyns frygð og mærðar malt
mitt svo gjörir að þorna.
Sé eg ei fyrir nær sækir allt
sá sem léði til forna.
11.
Vinina fækka, verð ég einn
veikur í raun að standa
þar til Kristur af himnum hreinn
hefur mig burt úr vanda.
12.
Fyrir það get eg ei frygðugt vers
framið um auðar gefni.
Nennta eg ekki að neyta þess
þá nóg voru til þess efni.
13.
Mín var lund í mörgu treg
mæta skemmtun inna.
Litlar sögurnar lærði eg
en lét eg mér fátt til hinna.
14.
Því er sú eftir ein hjá mér
að öllum hlýða bæri.
Þessa skylda eg þylja hér
ef þegjanda fólkið væri.
15.
Þetta ágætt ævintýr
er ekki logið að neinu
því ritningin, skötnum skýr,
skrifast af efni hreinu.
16.
Bónda einum birti eg frá,
bjó hann í Þýskalandi.
Mæta fékk hann menja ná,
milda af nöðru sandi.
17.
Gamall var þessi og glaður í mát
og geymir visku nýta
en hans hústrú yfrið kát
ung og væn að líta.
18.
Breytni minnst og bóndans sið
bauga ræktar nanna.
Auðgrund sá því alllítt við
orði vondra manna.
19.
Bragnar hafa og bókin merk
birt það eyrum mínum
að þau héldi ungann klerk
einn á garði sínum.
20.
Vel féll þessi vífi í geð
og vissi bóndinn þetta
en það frétt né aldri séð
auðþöll muni sig pretta.
21.
Grunar það einatt geira þoll
en gat ei spurt hið rétta
að þau muni sér ekki holl,
allt var kyrrt um þetta.
22.
Einhvörn dag þann allt var plóg
að efla staðarins mengi
bóndinn veik á breiðan skóg
og bragna með honum engi.
23.
Réttan veginn í rjóðrið eitt
reikar halurinn svinni
þar sem fyrir var bjargið breitt
og byggði einn dvergur inni.
24.
Hann var ekki heima þá
halurinn kemur að bergi.
Er þar bóndinn úti hjá
unst hann mætir dvergi.
25.
Vestri heilsar vopna meið
og vill í steininn ganga.
Bóndinn honum þá bannar leið
og býst til dverg að fanga.
26.
Virgull svarar og var þá hljóðr,
vígður af inni sínu:
Hverju býsnar, bóndinn góðr,
ber mig út af mínu.
27.
Það vil eg sverja þegar þú vilt
og þó fyrir hugsun mína
grand hefi eg hvorki gjört þér illt
né girnst á eigu þína.
28.
Vill þó steininn verja mér
veitir gulls hins rauða?
Því mun allt mitt hyskið hér
hljóta af sult og dauða.
29.
Bóndinn svarar og blíðkar sig
bardaga manni deigum:
Ei skal kompán kúga þig,
kaupskap vil eg við eigum.
30.
Þú skalt halda þennan stein
þinn í friði og náðum
en þú gjör með ekki mein,
allt að mínum ráðum.
31.
Skil eg þú gjörir mér skikkju og stól
skapað að minni eggju.
Brjá skal rétt sem birti sól
burt af hvoru tveggju.
32.
Hver sem kemur í kápu þá,
kostaðu þar til, granni,
lýðum öllum lítist sá
líkari engli en manni.
33.
Þegar gersemin gjaldast mér
gjörð með skartið ljósa
lykja skal eg þá, litur minn, þér
laun sem þú vilt kjósa.
34.
Svaraði hinn og gjörðist gild
gleði í visku landi:
Þú skalt öðlast þína vild,
þetta er enginn vandi.
35.
Kaupa nú með kærleiks plag
kátir og þanninn skilja
en áttu finnast ákveðinn dag
eftir bóndans vilja.
36.
Bóndinn þá til bæjarins snýr
búskap sinn að rækja
unst að hraustur hjálma týr
heim skal dverginn sækja.
37.
Heiman fór og varð ei valt
vopna lundurinn fróði,
finnur dverg og fékk það allt
sem fyrr var greint í óði.
38.
Bóndin gaf honum brýni og hein,
bæði stór að líku,
en dvergurinn upp með hlátri hrein
harla feginn af slíku.
39.
Nú fer heim af hljóði hann
og hirðir gripina báða,
sína hústrú síðan fann
og segir við lindi þráða.
40.
Þú skalt fara á þykkvan skóg,
þorna lindin fríða,
okkur að sækja eplin nóg
en eg mun heiman ríða.
41.
Héðan af skaltu hringa reim
hvern dag skóginn plægja
þar til ég kem, þorngrund, heim,
þá mun fullvel nægja.
42.
Bóndinn segir hvar bauga ná
best mun epla að leita,
síðan skilur við sætu þá
sviftir ófnis reita.
43.
Hér næst frá eg hann heiman ríðr
en hústrúin fer til skógar
sækja eplin seima fríðr
svinn og plómur nógar.
44.
Þar með hefur hún þennan sið
þá hún ei skóginn tínir
kæran leikur klerkinn við
og kærleik allan sýnir.
45.
Brátt kom dagur sá bóndinn heim
brúði lofaði að ríða.
Sukk var þá ekki síst með þeim
sætu og klernum fríða.
46.
Fer hún þá út á fagran skóg
og fyllir bóndans vilja.
Eplin tekur og aldin nóg
annað bauga þilja.
47.
En þegar búin var bæjarins til
birg af nöðru tóli
sér hjá veginum seima bil
sitja mann á stóli.
48.
Þessi virtist, það vil eg tjá,
þöllu linna síka
eins og sagt er englum frá,
aldrei sá hún hans líka.
49.
Frúin var þá með feltri södd
framar en hér um ræðast,
en hann mælti mjúkri rödd:
Mig þarftu ekki hræðast.
50.
Bittum miskunn, brúðurin, þér,
betra er öllum þetta.
Kann vera nú sé kostur hér
klækjunum burt að fletta.
51.
Hver ertu, sagði hryggileg,
af hjartans mjúkum vilja.
Gjarnsamlegana girnumst eg
gæsku þína að skilja.
52.
Þú mátt, syndug þorna rist,
þungum stödd í voða,
sjá hér upp á sjálfan Krist
sendan þér til góða.
53.
Nú þó eg vildi næra þig
og nógri myskunn gæddi
kæran skalt ei kalla mig
Krist þann María fæddi.
54.
Sendur er eg af sönnum Krist,
sætan má það skilja,
þeim sem ráfa í röngu fyrst
og rétta hag sinn vilja.
55.
Einsetumönnum er sá kraftr
af mér gefinn að þiggja.
Vísa ég þeim til vegarins aftr
að villtir á skógum liggja.
56.
Því mega menn og þorna ristr,
þær sem ég gjöri að náða,
skilja ég heiti Skógarkristr,
skipaður þeim að ráða.
57.
Blessaður sért þú, brúðurin kvað,
býsna dýr í verði,
féll hans síðan fótum að
og fyrir sér krossinn gjörði.
58.
Fræddu mig á því, faðirinn dýr,
fæstir trú eg það þekki,
hvar þeim stundum blessaður býr
þú blífur á himnum ekki.
59.
Konunni ansar Kristur þá:
Komast að slíku færri,
hér er í skóginum hellir sá
húsunum þínum nærri.
60.
Virðar mega því vor og haust,
vetur og sumarið heita
sækja þangað sjálfs míns traust
og sinnar hjálpar leita.
61.
Bý eg því nærri bónda og þér,
brúðurin má það skilja,
einatt gjörir sá odda grér
eftir mínum vilja.
62.
Einninn gjörir þú oss í vil
en ekki er líkt um þetta.
Því hefi ég atlað, þorna bil,
þinni byrði að létta.
63.
Veit ég þín eru verkin ljót,
víf, með nökkrum hætti.
Þau skal forðast, þrifleg snót,
þýð, svo hjálpast mætti.
64.
Og er nú best að betra þig,
bauga lindin fríða,
elligar fær þú auðnu svig,
ekki er langt að bíða.
65.
Þá svarar enn hin þrifna snót
og þó með slíkum hætti:
Hver er til þessa, blessaður, bót
að bjargast sálin mætti.
66.
Ef þú vilt þér ágætleg
auðar fylgi blíðan
skaltu fara að skrifta þig
skjótt og iðrast síðan.
67.
Mun þá hjálpast menþöll blíð
meður fráhvarfi synda.
Það er mitt traust, kvað þorna hlíð,
þú megir og leysa og binda.
68.
Vinna mun eg á syndum sigr
snart með ráði þínu
ef þú, faðirinn elskulegr,
athæfi hlýðir mínu.
69.
Skógar mælti Kristur kyrr
komdu þá, sprundið fríða,
en aldri hef eg veitt það annarri fyrr
eyrna skrift að hlýða.
70.
Skorðan gekk til skriftarföðr
Skógarkrist við eyra.
Týrs skal falla tanna lögr,
taki hann þeir sem heyra.