Passi Sölva Helgasonar Guðmundsen | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Passi Sölva Helgasonar Guðmundsen

Fyrsta ljóðlína:Þagnar tjóður flýja fer
Heimild:Lbs 867 8vo.
bls. 9r–12v
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1843

Skýringar

Í október árið 1843 var Sölvi Helgason tekinn fastur í Staðarsveit á Snæfellsnesi fyrir að vera falsað vegabréf.
1.
Þagnar tjóður flýja fer,
fagni þjóðin gæðum,
gagni Óðins mjöður mér,
magni blóð í æðum.
2.
Kvaks af storði keyrist því
Kjalars borða súla.
Sveigir korða settur í
sýslu Norður Múla.
3.
Virðum gerir vitanlegt
vaskur grér einn stála,
lof sem ber af lýðum frekt
líkams fjer og sálar.
4.
Gull smíðar og silfur sá
sveigir rari geira;
er málari og hetja há,
hárskerari og meira.
5.
Fengs um sprund og lýsu lá
ljóma Þundar beitir.
Helga kundur Sölvi sá
sen Guðmundar heitir.
6.
Frá mér kýs sér ferðaskjal
frítt um Ísagrundu
sem að vísu veita skal,
voga lýsu þundur.
7.
Reisa gerir brjótur brands
byggð um þvera manna
og öll héröð Ísalands
ætlar sér að kanna.
8.
Í önnur landsins umdæmi
álfur branda glaður
á mörg vanda erindi
eins og handverksmaður.
9.
En handverksmaður enginn er,
– ýtum það eg greini –
svo vel að í öllu sér
eins og Naða Reynir.
10.
Frægur bara orðinn er
að annarra sögnum
Ísa hvar um frónið fer
fram úr skarar brögnum.
11.
Málma alla á og tré,
einnig falleg klæði,
hann má kalla hagur sé,
hér um spjallar kvæði.
12.
Hans ímynda kynstur kært
kætir lyndi manna;
magnar yndis aflið skært
uppá fyndinganna.
13.
Mjög orðlagður og frábær
undaflagða hristir;
finnst að bragði firðum kær
fyrir sagðar listir.
14.
Smekk, tilfinning, fegurð, kraft,
flugafl, minni gæða
á bókmenntinnar ber ótapt
Baldur svinni klæða.
15.
Kapp ástundar, iðni, art
örvalundinn prýðir;
já, og undra annað margt
ei sem fundu lýðir.
16.
Glímum tamur geirs er bör,
görpum amar veikum
hans líkama feiknar fjör
frekt í gamanleikum.
17.
Herðir löngum Fengs um fljóð
ferð á göngu spírum
og sund á ströngu laxa laut [!],
líka þönguls mýrum.
18.
Frár á sundi fleygir brands
fjötrum bundinn kífsins
bjargað hundrað hefur manns
hvals af grund til lífsins.
19.
Þá nam ylja ekki fám
í armóðs bylja rótum
að draga úr giljum, elfum, ám,
óðum hyljum, fljótum.
20.
Víða mengi svinnan segg
svo sem þengil metur
síðan drengur dróst á legg
drukknað enginn getur.
21.
Frárri handahlaupi á
hremsu branda álfur;
enginn gandreið elt hann má
og ekki fjandinn sjálfur.
22.
Þann við meina- og lastalaup,
– lýð eg greina kynni –
náði reyna handahlaup
hetjan einu sinni.
23.
Sinni – þegar Sölvi rann –
Satan fegurð sleppti;
illúðlegur lamma vann
langan veg á eftir.
24.
Satan hætti og sagði um leið
að svoddan ætti að leyna
en nú mætti álma Freyr
á berfættur reyna.
25.
Treysti eg mér við málma grér
mótgjörð bera slíka.
Sölvi tér: það sama er,
úr sokkum fer eg líka.
26.
Svo margfaldað fjör, eg spyr,
fylgir Baldri sverða,
hans um aldur íþróttir
ekki taldar verða.
27.
Eins forgyllir sinnu svið,
sættir vill ei mölva,
hógværð, stilling, hreinlyndið
herra snillings Sölva.
28.
Það ágæti má og með
manninn bæta fína:
lítillæti, gjafmilt geð
gjörir ætíð sýna.
29.
Ef þrýtur gull hjá firða fjöld
flýtur gull af mundum;
skrýtinn gulls um skráða öld
skítur gulli stundum.
30.
Svo ráðvandur Freyr er fleins
– feilar grand ei halinn –
hér á land[i] ei er eins
álfur branda valinn.
31.
Fyrir blíðu og frægð sem ann
firða prýðin milda
allir lýðir elska hann
eins og býður skylda.
32.
Mér er skylda að miðla höld,
er mætri af snilld fram gengur,
passa er gildir yfir öld
og, ef hann vildi, lengur.
33.
Eins ef beimur auðs með söfn
Ægirs teymir kassann
suður í heim um hvíta dröfn
hann skal geyma passann.
34.
Rúinn kvíða rekkum hjá
reynir skíða ungur
passan þýða ætti á
allra lýða tungur.
35.
Mæðu kylju mun það fljótt
mýkja og hylja trega
sinn ef vilja svinnri drótt
segir skiljanlega.
36.
Íss við láð ef leggur rækt
linna sáða geysir
skal hann ráða hversu hægt
hér í náðum reisir.
37.
Klæða runnar föng með fríð,
flestum kunnir gæðum
í næði unni næstu tíð
náttúrunnar gæðum.
38.
Fjör ef treinist frægum hal
falda í leyni málma,
grös og steina skoða skal
skarpur reynir hjálma.
39.
Æruverður við það starf,
vart er skerðir prýði,
hægar ferðir hafa þarf
hlynur sverða frýði.
40.
Hvar sem dvelst og dregs á sveim
drengur, helst það vitum,
líki telst hans hér um heim
hvergi í elstu ritum.
41.
Á sumrum fetar Fjölnirs sprund
fyrr sem letur greinir
en um vetur alla stund
íþrótt betur reynir.
42.
Ferða stjá hvar Fróni á
fremur þá um vega
veður má hann vel út sjá
vaxinn spámannlega.
43.
Hvar um land er hjúkrar öld
hefur branda sviptir
fyrir andans öflin völd
óbotnandi skriftir.
44.
Skjala feikn í bagga ber
brjótur Leiknis mála
út því reikna ætlar sér
upp að teikna og mála.
45.
Áls um grundu allmargar
eyjar, sund og hvali
meður undrum útreiknar,
allt í pundatali.
46.
Hann mælt vel fær Héðins snót,
hreinn af vél og táli,
fannir, mela, fjöll og grjót
fínu í pelamáli.
47.
Rekks ef íðilreikningar
réna er víða nutum
tekur fríðar teikningar
af téðum síðan hlutum.
48.
Fossum, hverum, elfum ám,
eyjum, skerjum, dröngum,
fiskiverum, gljúfrum, gjám,
gryfjum, kerum, töngum,
49 jöklum, hyljum, jarðföllum,
éljum, byljum, svipum,
skógum, giljum, grafningum,
grund og þiljuskipum,
50.
eyðisöndum, öræfum,
Ægirsströndum, björgum,
vogum, gröndum, vatnsföllum,
víti og fjöndum mörgum,
51 stöðum, fjörðum, firnindum,
fjöllum, skörðum, bölum,
byggðum, jörðum, búsgögnum,
búum, görðum sölum,
52 afturgöngum, útburðum,
ormum, stöngum, músum,
bjargatöngum, brattfuglum,
baulu, söng, vanhúsum,
53 Patagónum, geldingum,
geitum, sjónum, hindum,
herrum, dónum, herkóngum,
hvirfilgrjóna kindum,
54 höfnum, stöðum höndlunar,
hlaupum, vöðum, fenjum,
forarsvöðum Fjörgynar,
fáka töðum, benjum.
55.
Tíðir allar teiknar og
Týrinn snjalli geira,
skemmur, hjalla, skápa, trog,
skrínur, dalla og fleira.
56.
Fiska, bifurs-fénað-lands
og fugla þrifinn skara
upp að skrifa er áform hans
ef hann lifir bara!
57.
Af teikning undra tírs á mey
tíru-Þundar-rasta
nefna mundi eg þó ei
einn part hundraðasta.
58.
Lætur málverk mönnum falt
mætur álfur geira
en kostar sjálfur upp á allt
og annað hálfu meira.
59.
Mín rótgrónust ósk því er
til allra og bón ófölva
allt um frónið Ísa hér
allir þjóni Sölva.
60.
Einninn þó menn hafi hér
heldur sljóan forða
elda sjóar glæstum grér
gefi nóg að borða.
61.
Gefi og láni gull óspart
geirs hvur máni óragur
þá mun dánu- af manns art
yðar skána hagur.
62.
Hvar helst sönn hans hátíð er
heims úr rönnum velja
silfrið mönnum sjálfsagt er
Sölva í hrönnum telja.
63.
Eins þó fari úr landi á land
lóna skara Yggur
menn ei spari Svofnirs sand
Sölvi ef bara þiggur.
64.
Víða fer hans frægðin spurð,
firðum ber og saman:
Passinn ver hans vitnisburð
víða hér að framan.
65.
Hálfu betri en Hárs á mey,
hér í letur færi,
passinn metinn enn þó ei
um það getið væri.
66.
Gjarnan vildi eg greina frá
geðs í fylldum ranni
hann eins gildir himnum á
handa snilldarmanni.
67.
Ef hættir ganga um heims strindi
hels og fangar dægur
en ætti þangað erindi!
Ullur spanga frægur.
68.
Hvurja ranna heimi í
hetjan kannar gilda
tafsa annan þarf ei því
þessi kann að gilda.
69.
Listahalur fangar frí
ferðaskjalið svinna
fyrsta alið ágústí
innan sala minna.
70.
Tuttugu alls ár tvenn og þrjú
Týrar fals það vita,
átján tals með öldum nú
F. Ch Valsöe ritar.