Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Annar lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Nýtt sveinbarn eitt oss fæddist nú
Heimild:Sálmabók Guðbrands (1589) bls.XVr–v
Bragarháttur:Þrjár línur og stef
Viðm.ártal:≈ 1500
Flokkur:Sálmar
Fyrirvari:Textinn hefur ekki verið lesinn saman við handrit
1.
Nýtt sveinbarn eitt oss fæddist nú,
>fæddist nú,
af Máría hreinni jómfrú.
>Halelúja.
2.
Hans nafn heitir Emanúel,
>Emanúel,
hvað áður sagði Gabríel.
>Halelúja.
3.
Það útleggst so: Með oss er Guð,
>oss er Guð,
að leysa oss af allri nauð.
>Halelúja.
4.
Væri ei veittur oss sá sveinn,
>oss sá sveinn
allt tapaðist mannligt kyn.
>Halelúja.
5.
Af því gleðst öll englahirð,
>englahirð
á himnum syngja Guði dýrð.
>Allelúja.
6.
Fjárhirðum báru fréttir þær,
>fréttir þær,
að fæddur væri Jesús kær.
>Allelúja.
7.
Að hugga og leysa hvern einn mann,
>hvern einn mann,
sem honum af hjarta treysta kann.
>Allelúja.
8.
Á veraldar enda vísir þá,
>vísir þá,
vegliga stjörnu um það sjá.
>Allelúja.
9.
Í heim sé borinn helgur sveinn,
>helgur sveinn,
heims og jarðar kóngur einn.
>Allelúja.
10.
Komu brátt til Betlehem,
>Betlehem,
barni færðu gáfur heim.
>Allelúja.
11.
Gull, reykelsi, mirru með,
>mirru með,
mann játandi og sannan Guð.
>Allelúja.
12.
Eins skal kristnin öll á jörð,
>öll á jörð
offra lofi og þakkargjörð.
>Allelúja.
13.
Föður og syni og anda sé,
>anda sé,
æðst lof og dýrð að eilífu.
>Allelúja.