Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kvæði af Gunnari á Hlíðarenda

Fyrsta ljóðlína:Gunnar hét bóndi á Hlíðarenda
Viðm.ártal:
Flokkur:Sagnadansar
1.
Gunnar hét bóndi á Hlíðarenda.
Þangað vilda eg vísu venda.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

2.
Kona hans hét Hallgerður að nafni.
Þeirra var ekki lund að jafni.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

3.
Gunnar talar við Hallgerði sína:
Heyrðu mig hústrú fína.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

4.
Segðu mér, eg ætla þig að spyrja.
Eg vil so ræðu byrja.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

5.
Hvaðan koma Hallgeði ostar
þeir eru so góðra kosta.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

6.
Víða koma oss konum ostar.
Mér gefast þeir af ljúfum losta.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

7.
Mikið skal til almælis hafa.
Eg er so djarfur að skrafa.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

8.
Ekki skyldu þeir vera ófrjálsir.
Þau koma mér orð úr hálsi.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

9.
Hann sló henni pústur á vanga.
Blóðið varð út að ganga.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

10.
Liðu so fram langar stundir.
Hallgerður þykir í þeli undir.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

11.
Loksins sóktu heim óvinir Gunnar.
Þeir vildu hönum ekki lífs unna.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

12.
Gunnar talar af móðugu hjarta:
Heyrðu mig frúin bjarta.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

13.
Ljáðu mér hár þitt fína
í bogastrengi mína.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

14.
Ljáðu mér hár þitt góða.
Nú stár mitt líf til voða.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

15.
Ljáðu mér hár þitt lauka ná.
Nú liggur mitt lífið á.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

16.
Ég ljæ þér ekki neitt hár að sinni.
Það er í hyggju minni.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

17.
Lítt man eg þá kinnhestinn gamla.
Eg hirði ei þínum dauða að hamla.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

18.
Ekki vildi hún Hallgerður hárið ljá
þar lá Gunnars lífið á.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

19.
Tóku þeir hann Gunnar bónda
og gjörðu hönum flest til vonda.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

20.
So lyktaði þeirra fundum
að Gunnar lá dauður á grundu.
Á þingi.
Betur unni Brynhildur Hringi.

(Íslenzk fornkvæði I, bls. 12–15; AM 147 8vo, bl. 7r–8v)