Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Grettisrímur 3

Grettisrímur – Þriðja ríma

GRETTISRÍMUR
Bálkur:Grettisrímur
Fyrsta ljóðlína:Fráríðs skal nú færa af stað
Viðm.ártal:≈ 1450
Flokkur:Rímur
1.
Fráríðs skal nú færa af stað
fundinn rétt sem hetjan bað.
Vanda eg ekki á vísum hátt,
verður þar til orða fátt.
2.
Mun eg því ekki mansöng slá
merkiliga fyri hringa Ná
því að en kæna kögra Hlökk
kunna mun þess litla þökk.
3.
Mæla þetta enu mætu víf,
mekta sitt með elsku líf,
má sá engi mansöng slá,
mest er horfinn æsku frá.
4.
Vakta eg ekki um Venris lát,
vífin kann að frygða kát;
greinum heldur Gretti af,
görpum veitti Iðja skraf.

5.
Vaknar hann og virða sveit,
vildi síðan fara í leit,
hestum sínum hyggja að;
hversu mun þeim veita það.
6.
Garprinn fann sinn gjarða hrein,
gjörast má nú af því mein;
undir kviðnum söðulinn sá;
seggrinn vildi fáknum ná.
7.
Síðan rétti söðulinn þann,
sér nú þegar enn vaski mann
vista malurinn var þá burt;
víða lands var þetta spurt.
*8.
Leita fór hann þegar í stað
linna jarðar langan dag
lítt vill honum nú ganga í hag
halinn sá hann þar hlaupa að.
9.
„Skeggja kalla skatnar mig,
skjala eg ekki margt við þig;
Þorkels bónda þingmann einn,
þykir eg ei til víga seinn.“
10.
Hristir sagði hildar blyss:
„Hefir eg næsta fengið slys;
kall hefir lítitð krása val,
kynliga fekk eg skilist við mal.“
11.
Ófnir kvað það ærubrest:
„Eindæmi má kalla vest;
týndr er einnveg malurinn minn,
má slíkt varast í annað sinn.
12.
Leggjum saman og leitum tveir.“
Lofðar fóru víða þeir.
Skynjar um það skjalda viðr,
Skeggi laut í mónum niðr.
13.
„Fanntu nokkuð félaginn góðr.“
Fleina svaraði þannig rjóðr:
„Flýta skal eg og *fara hest,
fundið er mitt leiðarnest.“
14.
„Legg þú niðr og lát mig sjá,
lítum síðan báðir á“,
mætur sagði meiðir gerða,
„margt kann öðru líkt að verða.“
15.
Brjótur sagði báru ess
bragna eigi þurfa þess,
„ætla eg rétt fyri allt þitt skraf,
ekki skaltu fá hér af.“
16.
Grettir þangað gengur að,
gaf sér ekki Skeggi um það.
Hér kom enn þeir héldust á,
hvórgi vildi öðrum fá.
17.
Skjalda gýgi Skeggi þrífr,
skötnum þótti hann eigi svífr;
höndum báðum hjó til Linna,
honum mun þetta lítið vinna.
18.
Á öxarskaftið Öglir greip,
er sá kænn við Högna sveip;
oftast var honum aflið traust,
en varð Skeggi að láta laust.
19.
Síðan höggur seima viðr,
seggnum trúeg að minnkist friðr,
Öxin klýfur heila hauðr,
hinn lá þegar á jördu dauðr.
20.
Skilst hann þar við heimskan hal,
hestinn tók og vistamal;
reið hann þá og fyrða fann;
fréttu þeir að Skeggja hann.
21.
„Hljóp að Skeggja hamartroll eitt,
harðara *þurti eigi neitt,
garpsins sneið það heila helli,
hann lá þegar dauðr á velli.“
22.
„Undarleg varð atferð slík,“
ansar þannveg þjóðin rik,
„trautt er þetta trollaplag
að taka so menn um ljósan dag.“
23.
„Önnur munu hér efni í“,
ansar Þorkell bóndi því,
„Grettir löngum girnist illt,
garpsins hefir hann lífi spillt.“
24.
Svinnur greindi seima Þór
seggjum allt hve með þeim fór.
Þorkell varð nú þeygi styggr,
þanneg talaði menja Yggr.
25.
„Bæta skal eg fyri laufa lund
og leggja á það alla stund“,
sveigir mælti sófnis láða,
„sekt þinni má eg ekki ráða.“
26.
Rausnarmaðrinn reið á þing,
raun mjög var honum dáðin kring;
bætti víg fyri bauga meið,
bóndinn ríki aftur reið.
27.
Fófnir skyldi fús í þraut
fara sekr af landi braut
varla miðr en vet[u]rna þrjá;
vill so dómrinn falla á.
28.
Hér skal fyri herma það
en höfðingjarnir skildust að,
gildan hóf þá Grettir stein;
geysimikið var foldar bein.
29.
Ýtar lofuðu afreksmann,
öllum fannst þá mikið um hann.
Vendu síðan virðar heim,
verður þanninn skilt með þeim.
30.
Hafliði nefnist hjörva Týr,
heldur sýndist bóndi skýr.
Að Reyðarfelli rekkurinn bjó,
randir oft með skjóma hjó.
31.
Í Hvítárósi Hafliði á
hlunnadýr og varning hjá;
stýrisbjörn um strengjum flaut;
stýrimaðr vill halda í braut.
32.
Ásmund kom þar Ögli í skip,
ekki var hann með blíðusvip.
Kappa fekk hann kost um haf,
komst þar eigi með *meira af.
33.
Grettir nú frá Bjargi býst,
bauga Týr til ferðar snýst.
Öglir bað sér Ásmund fá
eitthvert vópn að halda á.
34.
Hinn kvað önga þörf á því,
þegninn sagði hér fyri *ní.
Fáliga kvaddi hann fleina meið,
fór þá Grettir sína leið.
35.
Ásdís fylgir arfa sín,
ókát var þá bauga Hlín.
„Fátæklig er ferðin þín,
fær þú ekki af auði mín.
36.
Gefa vil eg þér Gillings eld,
glæstan sníður Högna feld,
hvergi gefr í höggi stað,
ef hraustir kappar reiða það.
37.
Fyrri bar það fleina viðr,
fyrða lagði að jörðu niðr,
Jökull enn frækni, frændi þinn;
fær eigi betra hjalta linn.“
38.
Grettir tók þá glaðr við hjör,
ganga kvað hann sér næsta í kjör:
„Betra er þetta en báru glæðr“;
blíðliga þakkar sinni mæðr.
39.
Svaninn skilst við sveininn hrygg;
seima þöllin, fögr og dygg,
vitjar heim en vópna ruðr
vendi þaðan á heiðar suðr.
40.
Hafliði fagnar hringa meið,
höfðu þeir sig út á skeið.
Lofðar, þegar að lægi gaf,
lögðu skipinu út á haf.
41.
Undir báti bauga viðr
býst hann um og lagðist niðr.
Þegninn vill eigi þjóna neitt,
það var mönnum undra leitt.
42.
Bárður hét þar búsu sveinn,
bestur var sá skipmann einn;
væna átti veiga Gná,
var þá engi fegri en sjá.
43.
Ýtar héldu út um fles
og so suðr fyri Reykjanes.
Gylfrið vex en góðligt flaustr
gekk þá snart um landið austr.
44.
Æ því vex en Ægis hreinn
eigi þótti í ferðum seinn.
Kjölrinn sníður kólgu blá,
kappar hvergi landið sjá.
45.
Hér næst fá þeir harðan rétt,
höldum vannst nú eigi slétt.
Öldin flest í austri stendr,
ýtar verða að reyna hendr.
46.
Skipið er lekt en veðrið vótt,
varð því fólkið harðla mótt;
*gónsuðr ekki gjörðist hægr,
gengur þetta nokkur dægr.
47.
Fyrðar töluðu Fófni við,
flestir báðu hann sýna lið.
„Kempan þykkist þú furðu fróm,
frem þú nú þinn skipmannsdóm.“
48.
Grettir svarar og glotti að:
„Geysi vel má kalla það
þó að krypplingum kneppist fingr.“
Kviðlingunum hann að þeim stingr.
49.
Austmenn verða illa við:
„Er þér betra að klappa um kvið
kvinnu Bárðar, kögra meiðr,
og kyssa hana með lítinn heiðr.“
50.
Hafliði talar við Gretti glaðr:
„Gakk til austrar listarmaðr
fyrr en sökkvi sjóvar naðr.“
Seggrinn var til þessa hraðr.
51.
Virða spyr hvað vinna skal,
varð þá ekki margt um tal.
„Dýf þú byttum darra viðr.“
Drengrinn fór í austurinn niðr.
52.
Rekkar fá til röskan mann,
reyna skyldi sig við hann.
Þessi enn gildi geira rjóðr
gekk frá austri og var þá móðr.
53.
Því næst fara til þegnar tveir,
þreyttir frá eg að væri þeir.
Fóru þá til fjórir senn,
flestir vóru kaskir menn.
54.
Ýtar falla austri frá,
einn veg skildist hann vid þá.
Alma spillir eys vid *sey,
upp var ausið þeira fley.
55.
Hér næst kemur blíður byrr,
búsan stóð þá varla kyrr;
sigldu glaðir um síldar heim,
samþykkið var gótt med þeim.
56.
Drengir lofuðu Drákón mest,
dugði hann í þrautum best.
Að Sunnmæri seggi bar,
sá þeir ey fyri stafni þar.
57.
Ýtar fengu æðiveðr,
ylmast tók þá styrjar beðr,
skodda myrk en skerjótt var,
skeiðin varð að brotna þar.
58.
Eigi var þá öldin kát,
allir fengu komist í bát,
fluttust brátt af fiska láð,
fengu síðan landi náð.
59.
Seggir héldu suðr í land,
Selju var þar eftir band;
Gunnlaðar taki þeir góma lá,
ganga ætla eg þannveg frá.


Athugagreinar

8.
vísa er greinilega brengluð eins og sést á rími og stuðlasetningu.
32.4 meira] Ef til vill misritun fyrir ‘minna’ (JS)
54.3 sey] Ætti ef til vill að rita ‘sjey’ = ‘sjö’ sbr. ‘seytján’ (FJ)