Kvæði af herra Pána | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af herra Pána

Fyrsta ljóðlína:Eirekur ríður á hauginn upp
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Eirekur ríður á hauginn upp,
hann talar við sína barma:
„Vær skulum ríða í Breiðadali
vekja upp vora harma.
Ríðum vær so í Breiðadali
í þyrn og í blóma.
2.
Ríðum vær so í Breiðadali,
vekjum þá bræður tvo,
það er hún frúin Lúcía
löngum eftir þreyr.“
Mánudaginn í myrgin einn
í þyrn og í blóma.
3.
Mánudaginn í myrgin einn
hvessa þeir sín spjót,
á þriðjudaginn eftir
ríða þeir bræður út.
Glaðir ríða bræður út
í þyrn og í blóma.
4.
Glaðir ríða bræður út,
þeir temja sinn fola með vendi.
Það er hann herra Páni,
hann talar við stoltarkvendi:
„Mig hefur dreymt þann draum í nátt
í þyrn og í blóma.
5.
Mig hefur dreymt þann draum í nátt,
guð bið eg hann ráði,
að mér þóttu hvítabirnir
leika við mig báðir.
Annar tók mig sér í fang
í þyrn og í blóma.
6.
Annar tók mig sér í fang,
kreisti mig og kramdi.
Þriðji sló mér högg á bak
fast með sínum hrammi.“
Talar so margt við stoltsjómfrú
í þyrn og í blóma.
7.
Talar so margt við stoltsjómfrú:
„Þú kannt drauma að ráða.“
„Stattu upp, herra Páni,
þú stár þig nú til voða.“
„Standa hús í mínum garði“
í þyrn og í blóma.
8.
Standa hús í mínum garði
hlaðin með múr og stein,
eg hræðist ekki hundrað manns
þó eg sé fyrir einn.“
Páni leit sig aftur á bak
í þyrn og í blóma.
9.
Páni leit sig aftur á bak,
hann heyrði hesta dynja.
„Herra guð sé minn skriftafaðir,
nú má drauminn skynja.“
Renndi hann stokk og renndi hann stein
í þyrn og í blóma.
10.
Renndi hann stokk og renndi hann stein,
renndi hann allt það hann mátti.
Páni varð að leysa sig
með öllu því hann átti.
Náði hann aldrei húsum sín
í þyrn og í blóma.
11.
Náði hann aldrei húsum sín,
þanninn gár nú vísan mín.
Þá grétu öll hin dönsku víf
þá herra Páni lét sitt líf
í þyrn og í blóma.

(Íslenzk fornkvæði I, bls. 41–43; AM 147 8vo, bl. 19v–21r)