Bóthildar kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bóthildar kvæði

Fyrsta ljóðlína:Býr einn bóndinn upp með á
Viðm.ártal:≈ 1500
Flokkur:Sagnadansar
Bóthildar kvæði
1.
Býr einn bóndinn upp með á,
hann á sér þær dætur þrjár.
Lætur hann byrla og blanda.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
2.
Blanda,
boð fyrir kóng að senda.
Boð fyrir kóng og alla hans menn.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
3.
Alla hans menn.
Logi stallari kom þar inn.
„Heyrðu það, Pétur sölli minn.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
4.
Sölli minn.
Giftu mér Bóthildi dóttur þín.“
„Það gjöri eg aldrei á meðan eg lifi.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
5.
Meðan eg lifi
frú Bóthildi að eg þér gefi.“
Logi sínu sverði brá.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
6.
Sverði brá,
minnilega til Péturs hjó.
„Hættu þig, Logi, högg ei mig.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
7.
Högg ei mig,
frú Bóthildi eg þér gef.“
Vaknaði hún Bóthildur upp að hún sá.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
8.
Upp að hún sá.
„Hvör er sá maður að hjálpa má?“
„Ég þori ekki að hjálpa þér.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
9.
Hjálpa þér
því Loga sveinar halda mér.“
Frú Bóthildur hún vó þann mann.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
10.
Vó þann mann.
Logi stallari heitir hann.
Settist hún í helgan stein.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
11.
Helgan stein.
Bætti hún um fyrir öllum mein.
Bóthildur situr og heldur sinni trú.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
12.
Heldur sinni trú.
Hún gefst í klaustur með fimmtán bú.
Vendi eg mínu kvæði í kross.
– Því nú er hann einn staddur í þeim vanda.
(Íslenzk fornkvæði I, bls. 57–59; AM 147 8vo, bl. 27v–28v)