Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Grettisrímur 4

Grettisrímur – Fjórða ríma

GRETTISRÍMUR
Bálkur:Grettisrímur
Fyrsta ljóðlína:Blíðri má eg eigi bauga norn
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1450
Flokkur:Rímur
1.
Blíðri má eg eigi bauga norn
bellings eikju færa;
mitt er horfið hróðrar korn,
hvað gjörir slíkt að kæra.
2.
Fekk eg nokkurn fræðapart
fyrr í æsku minni;
þann hefir grimmust gýgjar art
gripið með illsku sinni.
3.
Horfinn gjörust eg heimi úr,
hryggðin að mér kallar,
því hinu stærstu stoltar frúr
styggjast við mig allar.
4.
Venus gaf það efnið eitt
eyði frænings hlunna;
þeim fá brúðir betra veitt,
blíðu heimsins kunna.
5.
Ei þur[f]ti að undra slíkt
eyðir sauðungs spjalla,
þó heiðurs menn og hoffólk ríkt
hatist við gamla kalla.
6.
En þó lýðrinn leiti sviðr
laufalund að pretta,
engi skyldi örva viðr
angra sig fyri þetta.
7.
Hugsa má það hoskr ok framr
hristir ægis bríka,
að sá en hæsti hlýrna gramr
hann gjörir alla líka.
8.
Þar skal Dáins eð fríða fley
færa á mærðar stéttir.
Þá var kominn í Áramarsey
afreksmaðrinn Grettir.
9.
Þorfinnr átti Þundar frú,
þýða hélt hann drengi,
rekkrinn hafði rausnarbú,
réð sá eynni lengi.
10.
Gildur býður Gretti heim
greiðir fetla linna;
var þá fátt með virðum þeim;
vildi hann lítið vinna.
11.
Fyri bjó þar faðir hans Kár,
fyrða lagði undir;
Grettir var við gunna fár;
gjöra nú líða stundir.
12.
Eyðir gjörði Ónars mey
elda brims að kanna;
Grettir jafnan gekk um ey,
gjarn til smæri ranna.
13.
Bóndi nokkur bjó þar nær,
bragnar Auðun kalla,
á Vindheimum var vondur bær,
var hann þar dagana alla.
14.
Geta skal þess er gunnum þeim
gjörði kært í orðum;
seggrinn kom þar *silla heim,
sátu menn yfir borðum.
15.
Eitthvert kveld sem Ófnir síð
ætlaði heim að renna,
leit hann eld hjá laxa hlíð
lágt á nesinu brenna.
16.
Grettir spurði Auðun að
elris miklum váða:
„Gef þér ekki garpr um það,
gakk þú heim til náða.“
17.
Öglir kveðst það ætla heldr –
„undir rótar grandi
mundi finnast Fenju meldr
fagr á vóru landi.“
18.
„Stendr á nesinu haugrinn hár,
hvergi fjar[r]i miðju,
get eg hann byggi enn gamli Kár,
er galdra kunni iðju.“
19.
Auðun segir að engi mun
ýta þangað leita,
en þó höldar hafi á grun
hirði hann b[au]ga sveita.
20.
„Átti Kár, sem inn[t]i eg fyr,
einum garði að ráða,
hans hefir grimmur galdra styr
görpum komið í váða.
21.
Gekk sá aftr og gunna drap
galdrakall hinn leiði,
ýtar fengu aurat[ap]
fyri illum bauga meiði.
22.
Ríkari er nú seggjum sjón“,
kvað sveigir brynju flagða,
„alla hefir hann Óðins kvón
undir son sinn lagða.
23.
Enn þó *silla seti um land
seggir Þorfinns snjallir,
engum vinnur aulinn grand;
eru í náðum allir.“
24.
„Eg skal hitta enn harða draug,
er heldur greipar svelli;
báðir skulu við bófans haug
brjóta niðr að velli.“
25.
Auðun biðr eigi fara því fram
fleygi eisu brunna:
„Þorfinnr mun þegnum skamm
fyri þetta verkið kunna.“
26.
Grettir kveðst þar gefa um fátt,
gjarn á fagrar [d]áðir.
„Finnust þegar að farin er nátt
og förum til haugsins báðir.“
27.
Mættust þeir að mor[g]ni dags
og minntust orða sinna.
Grettir fekk þá grundar sax
og gjörir nú hauginn vinna.
28.
Grefr hann lengi græna fold,
grjót var undir víða,
trúliga ruddi hann torfi og mold;
tekr nú dagr að líða.
29.
Vasklega fekk að viðunum sótt
veltir harðra spanga;
kappinn vill þó komin sé nótt
kaskr í hauginn ganga.
30.
Auðun biðr eigi fara því fram
fleygi gr[afnings] hlíða:
„Gakk þú ekki í galdrarann,
gjörum til morguns bíða.“
31.
„Seggurinn skaltu svinnr og knár
sitja og geyma festi;
fús er eg að finna Kár,
fullvel plagar hann gesti.“
32.
Í galdraskólann girntist hann,
gjarn að leita að baugi;
dólg á stóli digran fann,
daun[n] var illr í haugi.
33.
Fiplar hann um fólann þá,
er flesta kunni hvekki;
so var myr[k]t að mátti sjá
meiðir ríta ekki.
34.
Hetjan víða um hauginn fór
hjá hjörva leiðum Ulli;
hitti síðan hestbein stór
og hrúgu mikla af gulli.
35.
Bar til festar bauga raftr
bjartan Draupnis sveita;
dregr sig þegar að draugnum aftr,
djarfliga fór að leita.
36.
Kempan stóran kistil fann,
Kár stóð undir fótum.
Grettir réð að grípa hann,
grimmr að fleina mótum.
37.
Ætlar þegar að bera í braut
brjótur harðra randa;
fyrr mun kappinn koma í þraut
og kenna styrkra handa.
38.
Þá var gripinn með grimmdarhót
Grettir fast af draugi,
rekkrinn varð að ráða í mót;
rimman óx í haugi.
39.
Grep[p]lega var sú glíman hörð,
gjörir nú sókn so langa;
öflin vóru eigi spörð;
upp varð flest að ganga.
40.
Klyppti hann víða kappans hold,
kann það heldr að blána;
lókrinn s[t]ígur langt í mold,
leikrinn tók að grána.
41.
Hefir þann Grettir hyggjustein,
hræðast kunni valla;
þá varð Kár um klársins bein
kynja leiðr að falla.
42.
Hark var mikið að heyra þá,
haugbúinn fallið átti.
Auðun hleypur festi frá,
fór sem harðast mátti.
43.
Garprinn liggur gaurnum á,
gjarn var sá til víga,
lindakerti Linni brá
og lét á hálsinn hníga.
44.
Sómi hátt í svíra gall,
sverðið þjónar flagði;
ennis tók þá af honum stall
og aftr að þjónum lagði.
45.
Bar til festar frænings hauðr
fálu sót[u] lestir,
fann þá skjótt að bóndinn blauðr
í burtu var frá festi.
46.
Halrinn kom so haugnum úr,
halar upp strenginn harða.
Flutti með sér Fáfnis múr
frækinn lundur barða.
47.
Þegninn kom til Þorfinns heim,
þá sat hann yfir borðum;
beint var ekki blítt með þeim,
bóndi er styggr í orðum.
48.
Eyðir lætur [Iðja] tal
upp á borðið falla
irpu sót[u]; aura val
ei má lítið kalla.
49.
Bliðkast hinn að bríma hlé
á borði lítur standa:
„Hver á þetta hið fagra fé,
þú færir oss til handa?“
50.
Svaraði hinn eð sýndist blár,
sá var harðr í pínum:
„Það hefir fjandinn, faðir þinn Kár,
*falt í haugi sínum.“
51.
Síðast tók hann saxið eitt,
seggr hinn náði af flagði,
borið var ekki betra neitt,
á borð fyri Þorfinn lagði.
52.
Vísu kvað og veik so að
veitir gyldra spanga:
„Aldri skyldi ef ætti eg það,
oss firr hendi ganga.“
53.
„Eigi fær þú ættgrip minn“,
ansar bóndi þessu,
„fyrr en reyni eg röskleik þinn
rekkr að oddamessu.“
54.
„Þeygi veit hver þurfa m[á]
þegar en stundir líða.“
Bóndi geymdi bauga þá
bæði og saxið fríða.
55.
Gekk til sætis garprinn stirðr
og gjörði lítið drekka,
af mönnum var hann þá meira virðr,
og mælti fátt við rekka.
56.
Hitt er skylt að herma nú,
ef halnum væri ei bannað,
í Eilífsfirði burðugt bú
bóndinn átti annað.
57.
Þar vill drengrinn drekka jól,
dýra hélt hann sveina,
seggrinn lét á síldar[b]ól
setja ferju eina.
58.
Þrjátigi menn að bóndi býr,
boðsmenn vóru sóttir;
hans var kvinna heima skýr
og hennar fríða dóttir.
59.
Grettir var med gullhlaðs Gná
og gjörði fátt til þarfa.
Fljóðið hafði fimm og þrjá
frækna menn til starfa.
60.
Bóndi hélt í burtu glaðr,
brátt mun aukast vandi.
Seggir létu sunda naðr
svífa inn að landi.
61.
Halrinn veitti horna flóð
hölda sveit med prýði.
Veglig fyri þeim veislan stóð,
var hann því glaðr við lýði.
62.
Þorfinnur gaf þýðr og örr
þegnum Ægis bríma.
Líkar mér þó Lyngva knörr
losni í sundr um tíma.


Athugagreinar

14.3 og 23.1 silla] = ‘síðla’
50.4 falt] < ‘fylt’ (FJ)