A 017 - Herra Krist, Guðs föðurs etct. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 017 - Herra Krist, Guðs föðurs etct.

Fyrsta ljóðlína:Jesús, Guðs son, eingetinn
bls.bl.IXr–v
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Ath. stuðlar standa iðulega utan áherslustöðu í sálminum. Þá fellur hvorki fyrsta né þriðja braglína fyrsta erindis að hættinum.
Herra Krist, Guðs föðurs etct.

1.
Jesús, Guðs son, eingetinn,
eilífur Herra hár,
af hans hjarta útgenginn,
eins sem það skrifað stár.
Sú morgunstjarnan mæta
myrkur allt best kann bæta,
hjá öðrum stjörnum klár.
2.
Hann fæddist oss einn maður
á efstu heimsins tíð.
Hans heilagasta móðir
hélt sínum meydóm blíð.
Djöful hefur hertekið,
himnaríki upp lokið
og fært oss eilífan frið.
3.
Lát oss í ástsemd þinni
og skilning vaxa hér,
að trúin aukast kynni.
Í anda þjónum þér,
svo að þinn sætleik hreina
sál vor mætti vel reyna,
þyrstir til þín verðum vér.
4.
Alls heims skaparinn æðsti
og föðurs tignin há,
eilífur Herrann hæsti,
hver alls vald sjálfur á,
forða oss við syndum,
veit oss að þig ástundum,
svo að þér ei föllum frá.
5.
Þjá oss með þínum góða,
þín náð oss veiti lið
forna Adam að deyða,
svo nýi lifni við
sem hér með huga hreinum
hafa vill í þér einum
orð sín, verk og allan sið.