A 021 - Einn Barnalofsöngur um það blessaða barnið Jesúm og englanna boðskap til fjárhirðaranna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 021 - Einn Barnalofsöngur um það blessaða barnið Jesúm og englanna boðskap til fjárhirðaranna

Fyrsta ljóðlína:Englasveit kom af himnum há
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.Bl. XIv–XIIr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Luc. ij.
D. Mart(hinus) Luth(er)
Einn Barnalofsöngur um það blessaða barnið Jesúm og englanna boðskap til fjárhirðaranna
Lúk. II
D. Mart. Luth.
[Nótur]


1.
Englasveit kom af himnum há.
Hirðar berliga sáu þá.
Sveinbarni fríðu sögðu frá
sem í reifum og stalli lá.
2.
Í borg Davíðs Betlehem hér
borinn, sem Micheas spámann tér,
Kristur, sá hæsti herra er.
Heimslausnara þann vottum vér.
3.
Mest skal því fagna mannlig þjóð,
með yður eitt er orðinn Guð.
Hann fæddist yðar hold og blóð,
hollur bróðir, eign eilíf, góð.
4.
Synd, dauði yður ei saka kann,
sannur Guð yðar er og ann.
Son Guðs er yðar samlags mann,
Satan og víti sigrar hann.
5.
Á hann trúið því aldrei snýst,
yður vill og kann vernda víst.
Margt yður fast ef á móti brýst,
máttlaust aflætur sigrar síst.
6.
Síðar því yðar sök mun bætt
sjálfs Guðs eruð nú orðnir ætt.
Heilagri þrenning þakkið sætt.
Þolið vel, æ sé yðar gætt.