Pontus rímur – þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Pontus rímur 3

Pontus rímur – þriðja ríma

PONTUS RÍMUR
Bálkur:Pontus rímur
Fyrsta ljóðlína:Enginn brunnur er svo smár
bls.29–39
Bragarháttur:Gagaraljóð – óbreytt
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Rímur

Þriðja ríma
Gagaraljóð

1.
Enginn brunnur er svo smár,
að ekki fljóti nokkuð af;
upp er kominn óður klár,
sá áður fyrri sökk í kaf.
2.
Ef byrði einn hann bindur sér,
bera hlýtur herðum á;
ei fer þetta ólíkt mér,
ef að því vildi nokkur gá.
3.
Upphaf flestir allir vær
erum fúsir að byrja það,
en hvörn miðil eður endir fær,
ekki verður gætt svo að.
4.
Mig hefur þess so margur beitt
að mæla Ponto nokkuð frá;
vill ei þetta veita greitt,
því verð að stunda annað á.
5.
Því skal strax hinn þriðja þátt
þeim afhenda fyrst til sanns;
og enn þó nú sé ára fátt,
einhvörn tíma kemst til lands.
6.
Áður en byrjað efnið er,
annað fyrri birta vil,
það sem helzt að hugsast mér,
hvörninn gengur í landi til.
7.
Allra gagn það undir gár;
ósamþykkið veldur því;
enginn hirðir, hvörninn stár
hagur þessu landi í.
8.
Þegar kemur af sundi sér,
sjálfur þykist heppinn sá,
hugsar ekki hvörninn fer
hans landsmönnum eftir á.
9.
Ólög þar fyrir aukast mörg
og illur vani landi á;
enginn vinnur bót né björg;
bana játar hvör sem má.
10.
Undir kóng og kirkju er
komið vort góss, en stirðna hót,
út af landi flýgur og fer;
fátækt gén þar tekst á mót.
11.
Mega það allir augum sjá,
sem eru að vísu hyggnir menn,
vort mun land ei lengi stá;
liðinn þess eg blóma kenn.
12.
Eg hefi nú tólf og tuttugu ár
og trúi að gjöra á sönnu skil
og efast, hvört að Ísland stár,
ef önnur gár sem þessi til.
13.
Því skal hugsa hvör einn til,
að hann af guði skapaður er,
föður síns landi víst í vil
að vera til gagns, það þörf til sér.
14.
Ekki stunda á eigið gagn,
annars nauðsyn líta á,
sem hann hefur til mátt og magn;
mætti landið uppreisn fá.
15.
Hlífi guð sá hjálpa kann
og hjartaprýði þar til ber;
líf og góss að leggi út hann,
so laga og réttar njótum vér.
16.
Enginn veit, hvað miklu má
maðurinn orka, ef viljinn er,
hörmung landi hjálpa frá;
að höndum eftirdæmið fer.
17.
Víkjum til þar reyndar rétt
riddarinn skildi börnin við;
honum veitti að vísu létt
að veita þeim hið bezta lið.
18.
Gekk fyrir kóng og kvaddi hann
kurtisliga að morgni dags:
„Náðugi herra, heyr fyrir sann,
eg hefndi yðar á börnum strax.
19.
Vildu ei trúa á Machúmet;
maður að hefna eg skyldur var;
dálig þar fyrir deyða lét;
dró oss um þau ekki par.“
20.
„Hvörninn gekk það hjá þér til?
Herm oss, Patríces, þar af;
var oss þetta víst í vil,
þeim væri drekkt í sjóvar haf.“
21.
„Náðugi herra, hlýðið mér,
heyra munuð og aldri sjá;
þessi börn, sem birtum vér,
bráðliga voru drekkt oss frá.
22.
Eg lét hrinda út á haf
á einu skipi brotnu þeim;
þar veit eg með öllu af,
að þau dauðinn sótti heim.“
23.
„Mig hefur dreymt einn draum í nátt,
dapra ber eg þar fyrir rödd;
eg þóttist vera á þennan hátt
og þessi börn í skógi stödd.
24.
Og sá vænsti ungi sveinn;
allmargt ræddi hann við mig,
líkur að sjá sem ljóni einn,
læti hafði ofurlig.
25.
Kreisti hann mig í klónum fast
og kippti mér so undir sig;
að þessum leik mér þeygi gazt,
mér þótti hann deyða sjálfan mig.
26.
Er eg því hryggur og furðufár,
að frekt muni ganga þanninn til;
gjörir mér uggur spurn sem spár,
á spektar grun so fangi skil.“
27.
Riddarinn svarar kóngi kær:
„Kvíðið ekki slíku þér;
í draumi margur maður er ær;
melancolia þetta er.“
28.
„Eg vildi gjarnan væri það,“
að vísu kóngur mælti þá.
Riddarinn veik svo orðum að
í annað sinn, sem heyra má:
29.
„Náðugi herra, hafið að gáð,
hvörninn landi vart að er?
Eg er skyldur yðar náð
á öllu skil að kynna hér.
30.
Þér hafið að vísu hið vænsta land
með vopnum yðar unnið nú
og viljið deyða harðri hand
hvörn sem ekki skiptir trú.
31.
Landið er þá allt ónýtt,
og engin gæði færir það;
ekki er þá allvel býtt;
upptekt sú hefur lítinn stað.
32.
Öllum eru þau orðtök gjörn
eins sé landið manna fátt,
sem ofn án hita eður sú kvörn
aldri snýst á nokkurn hátt.
33.
Látið heldur landi á
lifa hvörn sem sýnist mann,
yður skatta og skyldur fá;
og skulu svo hlýða á minn sann.
34.
Það mun auka megn og mátt;
megið so hreppa þar af not;
yður mun aldri afla fátt
alla að vinna staði og slot.“
35.
Kóngurinn sór við Machúmet:
„Meistaraligt þér kennið ráð;
yður eg þar til einan set
allt að ríða um þetta láð.
36.
Færið oss alla fanga þá,
sem fríða vora girnast trú;
hvör skal hreppa heiður sá;
hermið þeim hið sanna nú.“
37.
Gaf honum bréf og bífalning,
sem byrja þykir tignum enn,
lét hann ríða land um kring
að leggja skatt á alla menn.
38.
Riddarinn hugsar ráðið nú,
reyndar lífið kristnum gaf,
so þeir þá fyrir sína trú
sjálfir biðu ei dauðann af.
39.
Síðan ríður um lönd og láð
lýðinn þýðan skatta þá,
kvíðann stríðan kætti náð,
krafði, hafði peninga frá.
40.
Greifa af Estor fríðan fann,
fallna kóngsins bróðir var;
sá var gamall mæti mann,
mestan sigur í æsku bar.
41.
Leiddi hann í húsið eitt,
hagar so sínum orðum þá:
„Eg veit, herra, heldur greitt,
hvörri ætt þér eruð frá.
42.
Þér munuð stunda að styrkja menn
og stoða yðru landi nú,
hvörju heiðnir halda enn
í harðri nauð fyrir kristna trú,
43.
þar til guð vill þeirra pín
með þýðri miskunn líta á
og hjálpa þeim með hendi sín
hörmung allri burtu frá.
44.
Eg vil segja yður í trú
og ekki dylja lengur það,
með yðar ráði eg vil nú
öllu koma í góðan stað.“
45.
Þá greifinn heyrði herrann Krist
hæstan vera nefndan þar,
af harmi gladdist hjartað tvist;
honum gaf aftur þetta svar:
46.
„Eg veit ei, herra, hvört að þér
hugsið nú að freista mín;
ef yður þetta alvara er,
eg væri firrtur hryggð og pín.
47.
Ef hjartað munni hljóðar líkt,
sem hafi þér nú fyrir skemmstu tjáð,
þá mun eg guði þakka slíkt,
þessa og aðra sína náð.“
48.
Honum allt, hve háttað er
um hagi sína, greindi þá
og so það hann ætlar sér
öllum hjálpa dauða frá.
49.
Þar næst, hvörsu börnin blíð
bót að fengu dauða af,
seinast að þau sigldu fríð
saman á skipi út á haf.
50.
Og svo hvörsu kóngurinn kvað
kristna skyldi fanga menn,
einninn hvörninn angrar það
illa stadda landið enn.
51.
Riddarans varð á ræðu hlé;
raunar greifinn fékk að gáð;
þýður fellur þegar á hné
og þakkar Kristi sína náð.
52.
Riddarinn greifann reisti upp þá;
réð hvör annan faðma blítt,
gjörðu kalla guðs nafn á
og grétu landsins nauðir títt.
53.
Riddarinn veik so orðum að:
„Eg veit herrann drottinn mun
líkna þessu landi í stað;
ljósan hef eg þar á grun.
54.
Við megum ei lengi mælast við,
minnast heldur landsins gagn,
veitum því hið vænsta lið,
sem vér höfum til styrk og magn.
55.
Þér skuluð yður sýna svo
sem þér hafið heiðinn sið,
að okkur skilji ekki tvo
athöfn þeirra og klæða snið.
56.
Það mun kóngi þóknast bezt;
þetta honum eg segja vil;
því skulum orðu á öngan frest
efna landi að hjálpa til.
57.
Svo vorar sálir fangi frið,
fríðrar biðjum náðar hans;
þess mun flestöll þurfa við
þjóðin kristna innan lands.
58.
Svo vill hjartað segja mér
sem landið muni uppreisn fá
fyrir þau börn, sem birtum vér
og burtu sigldu landi frá.“
59.
Kynnti hann greifa kóngsins draum,
kvað hann mundi rætast lítt:
„Þóttist hann þeim þrengdur glaum,
þráliga troðinn fótum strítt.“
60.
Greifinn kvað þá vissa von
vekja gleði hjarta sín:
„Beint er það minn bróðurson;
blíður guð hann svipti pín.
61.
Annar minn son er þar hjá;
eg bið drottin hjálpa þeim,
vernda öllu vondu frá
að vísu, hvar þeir fara um heim.“
62.
Síðan gjörðu sverja eitt
sín á milli herrar tveir,
hvör með öðrum ljúft og leitt
líða skyldu báðir þeir.
63.
Síðan skildu svinnir að;
sagt er ljóst um atburð þann;
hitti kóng í stórum stað,
strangur riddari kvaddi hann:
64.
„Þér eruð skyldir Machúmet
mildum þakka sína náð;
eðla herra hæsta lét
hefjast yðar vald og ráð.
65.
Eg hefi leitt á yðar trú
einn mann kóngsins bróðir var,
greifa af Estor nýtan nú,
er nóga tign í æsku bar.
66.
Við skulum auka yðar sið,
alla skatta landi á;
hann veitir mér að vísu lið
vanda öllum burtu frá.
67.
Ríða skulum um borg og bý,
boða yðar vilja þeim,
síðan skatta þræl sem þý,
þrjózka færa bundna heim.“
68.
Kóngur gleðst og kættist fast;
kvíði datt af brjósti þel;
sorg og pín í sundur brast;
sínum Machúmet þakkar vel.
69.
Þrjátigi býr til þúsund manns,
þá var unnið mesta spil,
ætlar ríða innan lands
alla neyða hlýðni til.
70.
Þá lá eymd og alls kyns kvöld
ótal lýðnum kristna á,
áttu á góðu ekki völ;
allt hann gjörði fólk að þjá.
71.
Ofsögum að enginn má
af þeirra kristnu segja nauð;
árin tólf það á þeim lá;
öldin mátti reiknast dauð.
72.
Ef það sker, sem uggir mig,
á oss slíkt guð leggi band,
hugsi jafnan hvör um sig
að hafa gott þel um þetta land.
73.
Ætla eg flest sé orðin mædd
öld að gefa rímu hljóð,
orðum fám er glæstum gædd;
gagara kalla eg þessi ljóð.
74.
Þrýtur nú, en brýtur brú,
bragurinn, hér lag fyrir mér;
hlýtur þú með flýti, frú,
fagran bera hag með þér.