Magnús Einarsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Magnús Einarsson

Fyrsta ljóðlína:Nú grætur mikinn mög
bls.174
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:1794

Skýringar

Magnús Einarsson var prestur á Tjörn í Svarfaðardal. Hann var með þekktari skáldum 18. aldar. Hann dó í nóvember 1794. Þetta erindi Jóns Þorlákssonar var fyrst prentað í Eptirmælum átjándu aldar á bls. 77 og þar sagt tekið eftir tveim handritum.
Nú grætur mikinn mög
Mínerva táragjörn.
Nú kætist Mória mjög
mörg sem á dárabörn.
Nú er skarð fyrir skildi,
nú er svanurinn nár á tjörn.


Athugagreinar

* Mínerva er vísdómsgyðja með Rómverjum en Mória gyðja heimskunnar.