Guðrún Einarsdóttir Lynge | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðrún Einarsdóttir Lynge

Fyrsta ljóðlína:Hér geymir hauður / hlutdeild sína
bls.192–194
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Hér geymir hauður
hlutdeild sína,
hin fór til himins
sem af himni var.
Hér var heiðursverð
höfðingskvinna,
göfug og góðfræg
Guðrún Lynge,
ausin moldu,
Einarsdóttir.
2.
Það er vottur viss
að víf fæddist,
(enginn er sá alinn
sem ekki deyr)
skeði þá á ljósa
*Lárus-messu
fjórum vetrum fyrr
en fyllt væri
ennar átjándu
aldar helft.
3.
Fimm var fimm sinnum
fátt í dögum
að teldi ár sín
tólf sinnum þrjú
er var mæta mær
manni gefin,
rausnar-ríkum
Rasmus Lynge.
4.
Honum sjö síðan
af seytján ára,
ól hún ávöxtu,
egtabandi.
Fjórir þrutu þeir
en þrír á lífi
tvinna trega sinn
við tár föður.
5.
Ár var aldar
sem eg áður gat,
nú hið níunda
og nítugasta;
Þá nam dýra drós
Drottinn kalla
ellefu nóttum
fyrir afmælið.
6.
Hún var dyggðauðug
og dó hólpin.
Hún var mæðumett
meðan lifði.
En nú seður sál
sælu manna
og drykkja djúpir
dýrðarstraumar.
7.
Vel sé þér víf
er svo vel stríddir.
Sæl segist þú nú
sorga þinna.
En lær þú, lifandi,
sem les þetta!
að deyja og telja.


Athugagreinar

*2.6 Laurentius messa er 10. ágúst.