Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Morgunvers

Fyrsta ljóðlína:Lof, dýrð og æra þýð sé þér
Bragarháttur:Sextán línur (tvíliður) fer- og þríkvætt ababcdcdeefgfgfg
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Í útgáfunni er versið tekið eftir Lbs 1927 4to (Hymnodiu), bls. 446–467, og er þeim texta einnig fylgt hér nema hvað fyrirsögninni „Morgunsálmur“ er breytt í „Morgunvers“ til samræmis við önnur handrit.
Tón: Mikillri farsæld mætir sá etc.

Lof, dýrð og æra þýð sé þér,
þrenningin guðdóms há
að þínir virtust englarner
oss í nótt vaka hjá
biðjandi framar blessan þín
brot synda fær í lag.
Heillasöm náðarhöndin þín
hjúkri mér nú í dag
so áform mitt og athafner
allt fram komi sem þóknast þér.
Um allar stundir æfinnar
unn þú mér náðar þín.
Blessaðir Jesú blóðstraumar
blæði á sálu mín,
eilífur drottinn allsherjar
oss leiði í dýrð til sín.