Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Passíusálmar 33

Um Kristí krossfesting

PASSÍUSÁLMAR
Fyrsta ljóðlína:Kom loks með krossins byrði
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt AbAbbCCb
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Með lag: Konung Davíð sem kenndi
1.
Kom loks með krossins byrði
Kristur í Hausastað.
Örþjáður trú; eg hann yrði.
Edik galli blandað
honum þeir héldu að.
Drottinn vor dýrðarmildi
drekka þó ekki vildi
þá hann smakkaði það.

2.
Fals undir fögru máli
fordildar hræsnin ber,
vinátta tempruð táli,
trúarlaus iðrun hér
edik gallblandað er.
Soddan súrdreggjarvíni,
þó sjáist glyslega skíni,
herrann hrindir frá sér.

3.
Það tek eg víst til þakka,
þá þú vilt, drottinn kær,
súrt með þér sjálfum smakka.
Sé þín miskunnin skær
í hvörri neyð mér nær.
Gallbeiskju bölvaninnar
og bikarinn heiftar þinnar
burt settu frá mér fjær.

4.
Nakinn Jesúm á jörðu
Júðar krossfestu þar
með heiftar sinni hörðu,
hendur og fæturnar
teygt allt og togað var;
gekk so járngaddur nistur
gegnum lófa og ristur,
skinn og bein sundur skar.

5.
Tveggja morðingja á milli
miskunnar herrann hékk,
spádóminn frá eg að fylli
sem fyrr meir um það gekk.
Ræðir svo ritning þekk:
Þjón minn, sá einn útvalinn,
er með spillvirkjum talinn,
forsmán mjög þunga fékk.

6.
Nú eg minnist á næsta
nakinn þá Adam stóð
við tréð með hörmung hæsta,
hjartasorg, böl og móð,
því verk hans voru ei góð;
innvortis angrið kvaldi,
undir trjánum sig faldi.
Þess galt öll heimsins þjóð.

7.
Nú aftur Jesús nakinn
negldur á trénu stóð,
píndur, húðstrýktur, hrakinn,
hjartans bar sáran móð.
Þó voru verk hans góð.
Einn fyrir öngvum faldist,
opinberlega kvaldist.
Þess naut öll heimsins þjóð.

8.
Horfi eg á hendur þínar,
herra minn, Jesú kær.
Fyrir misgjörðir mínar
meinin slík liðu þær.
Blóðdreyrinn dundi skær;
saurgun sálar og handa,
sem mér oft kom í vanda,
af hreint með öllu þvær.

9.
Fús var eg fram að halda
feril glæpanna hér.
Þess fætur þínir gjalda;
það varð til líknar mér.
Drottinn, eg þakka þér.
Fram á friðarins leiðir
fótspor mín jafnan greiðir
héðan af hvar eg fer.

10.
Guð gæfi að mitt hold mætti
með þér krossfestast nú
frá öllum illskuhætti;
ósk mín er dagleg sú.
Minn herra, það veist þú.
Upp á það önd mín kynni
óhindruð gæsku þinni
þjóna með þýðri trú.

11.
Einn með illræðismönnum
allir þig héldu þá
sem í heilagleik sönnum
sjálfur komst himnum frá.
Nú eg þess njóta má,
af því eg er útvalinn,
einn með guðs börnum talinn,
þar treysti eg eflaust á.

12.
Ég mun, meðan eg hjari,
minnast á krossinn þinn,
heimsins ljúfi lausnari;
lífgar það huga minn,
hvört eg geng út eða inn,
af innstum ástar grunni
ætíð með huga og munni
segjandi hvert eitt sinn:

13.
Jesú Kristí kvöl eina,
á krossinum fyr mig sken,
sé mín sáttargjörð hreina
og syndakvittunen,
af sjálfum Guði sén.
Upp á það önd mín vonar
í nafni föðurs og sonar
og heilags anda.


Athugagreinar

Amen.

(Sjá Passíusálmar 1996, bls. 144–149)