Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kvöldvers

Fyrsta ljóðlína:Í náðarnafni þínu / nú vil eg sofna, Jesú
Viðm.ártal:≈ 1650

Skýringar

Með sama tón [Guð er minn hirðir].
Í útgáfunni er versið tekið eftir Lbs 1927 4to (Hymnodiu), bls. 465–466.
Hér, eins og í Ljóðmælum 4, er aðalhandriti þessa vers, Lbs 1927 4to, fylgt námkvæmlega nema hvað það er hér nefnt „Kvöldvers“ en ekki „Kvöldsálmur“ eins og þar er gert og er það í samræmi við fyrirsagnir allra annarra handrita.
Í náðarnafni þínu
nú vil eg sofna, Jesú.
Bið eg í brjósti mínu
blessaður hvíli Jesús.
Sveipi oss svo í klæðum
síns réttlætis Jesús
að á himna hæðum
hjá þér lendum, Jesú.
Mér í mótgangsmæðum
miskunna, góði Jesú.
Dreyra úr dýrstum æðum
dreifðu á mig, Jesú.