Hlákan blikar hæg mjúk | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hlákan blikar hæg mjúk

Fyrsta ljóðlína:Hlákan blikar hæg mjúk
bls.39–48
Viðm.ártal:≈ 1650–1675

Skýringar

Í útgáfunni er JS 587 4to, bls. 474–476, valið sem aðalhandrit og aðeins vikið frá því á fjórum stöðum. Í 3.5, 4.4, 5.4 og 6.6. Hér er aðeins vikið frá því í 5.4 og 6.6.
Hallgrímur víkur víða frá hneppingunni sem einkennir háttinn en hún er þó til staðar í langflestum þeim línum sem bragmyndin sýnir hana í.
1.
Hlákan blikar hæg mjúk,
hlýnar vindur sól skín,
bræðir burtu snjó.
Alla leysir upp mjöll,
æði svellinn minnka skæð,
verður foldin frjó.
2.
Tárin skýjum títt úr
tærast líka – og grær;
gustur gleður sjó.
Þorri fönnum [þakti ókyrr
þéttan hafði bruna blett];†
klóru mörgum kló.
3.
Fyrsta góivikan verst
vægðar litla sýndi hægð;
fjúk úr lofti fló.
Baulur sultu bæði og fyl,
bót fannst ekki því mót;
urðu þrotin þjó.
4.
Sauðir liðu sára neyð,
seggir hjarðar við hregg
keyrðu féð í kró.
vori með komu víst hýr
vindur, hvörja kætti kind;
grynnti greitt á mó.
5.
Gripir fengu goð snöp,
gnægð og líka sinnis hægð;
nú er nauða fró.
Bændur *græðis búa hind,
blíða eftir svita tíð;
sitja senn í ró.
6.
Brúði sína og brekul jóð
blunda láta um stund
og kveða dillildó.
Þrjóta vistir þjóð nýt
þörfnun líða og börn
*butri skreiðir skó.
7.
Húskinn ekki hefur fisk
handa á milli né grand;
smátt í smjörið hjó.
Þrælar segja þungt böl
þanninn gangi sjóbann
og þykir máltíð mjó.
8.
Griðkur mörgum gjöra traðk,
geisa ei með slógmeis
og halda hofró.
Kvarta ég um kvein stirt
kvefið þvingar mjög nef;
mun það maklegt þó.
9.
Húsabærinn Heynes,
hann er haldinn hjálpar rann;
heyrði enginn eg hló.
Áður vissa öld prúð
að eg sat og sætt kvað
einn við ösku stó.
10.
Hor[f]ða eg á Hallvarð,
heldur kátur sat við eld
og sinn í baukinn bjó.
Eina gaf mér ei baun,
ekki hæli eg þeim rekk
sem pontu í pokann [dró].
11.
Litið mig þar ljúfur gat
laxmaður minn strax
og botn úr byðnu sl[ó].
Fyllti nös enn firrti sult
fría náði geðs bý.
Fahlhaleló.


Athugagreinar

Lesbrigði:
5.4 græðis búa] < 231, 130, 936, GV (Gestur Vestfirðingur), 781, 4402, Sálmar og kvæði (útg. Gríms Thomsen), 1761, 267. græder bú af 587, 421.
6.6 butri] < 231, 709, bls. 59–62. ‘otud’ 587, 421.