Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Guð gefi oss öllum góða nótt

Fyrsta ljóðlína:Guð gefi oss öllum góða nótt
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Í útgáfunni er versið prentað eftir ÍBR 158 8vo, bl. 95r–v og er hér farið eftir henni.
Kvöldvers
Tón: Jesús Kristus að Jórdan.

Guð gefi oss öllum góða nótt,
góða nótt húsi og mönnum.
Guð láti oss verða vært og rótt,
Guð hægi vorum önnum.
Guðs son, Jesús, oss gefi sinn frið
geymandi á allar lundir.
Heilagur andi leggi oss lið,
líkn hans svo hvílumst undir
í nótt og allar stundir.

Amen.