Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Auvei! minn drottinn dýri

Fyrsta ljóðlína:Auvei! minn drottinn dýri
Viðm.ártal:≈ 1650–1675
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Iðrunarsálmur þessi er varðveittur í sjö þekktum handritum: Lbs 271 4to, bls. 250–251; Lbs 496 8vo, bl. 58v–59r; Lbs 1119 8vo, bls. 427–428; Lbs 1724 8vo, bls. 125–126; JS 272 4to I, bl. 163r–v; JS 208 8vo, bls. 130–131, og MS Boreal 113, bl. 138v–139r.
(Hér er sálmurinn tekinn orðrétt eftir: Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 3, bls. 7–11. Í þeirri útgáfu er sálmurinn prentaður eftir Andlegir sálmar og kvæði (Hallgrímskveri) á Hólum 1770, bls. 89–90)
Tón: Ó! Jesú eðla blómi, etc.
1.
Auvei! minn drottinn dýri,
dapur eg kem til þín.
Andi þinn æ mér stýri,
angruð er sálin mín.
Græð hana, Guð eini,
geðpína að linist.
Blóð sonar grið greini,
grátin kætist sýn.
2.
Synd mín er sandi fleiri,
særir það hjartans grunn.
Náð þín er miklu meiri,
mér er hún orðin kunn.
So friði síþjáðan
sá góði, æ blíður.
Sú gleði sé gæða
síðu af rauðum brunn.
3.
Mannleg hjálpin mest vill þrjóta
mikil þá nauðsyn er.
Því flý eg *þér til fóta,
þyrmi nú drottinn mér.
Heyr bænir, hýr, mínar,
hér týn ei reyr klénum,
gjör lina mér meinum,
mest eg treysti þér.
4.
Drag mig úr djúpi nauða,
drottinn, eg bið af rót.
Sonar þíns sáran dauða
synd láttu vinna bót.
Sál náði sól friðar,
sæl greiði heilráðin,
kvöl eyðist, kul græði
Christi ástin fljót.
5.
Týndan úr tölu sauða
tak þú mig enn í sátt,
afstýr þú angri nauða,
einninn gjör lyndið kátt.
Greið brautir, Guð mætur,
græð sútir, frið játa,
klið þrauta það þrjóti
þinn so kanni mátt.
6.
Eg fel i ummsioon þijna
einasti minn Jesu
ønd lijf og æru mijna
øllu þvi stioorna þu
lof heidur liuft greidist
lijfgrædir af þioodum.
haf fader hlijf gooda
hier oss fyrir nu.
6.
Eg fel í umsjón þína,
einasti minn Jesú,
önd, líf og æru mína;
öllu því stjórna þú.
Lof, heiður, ljúft greiðist,
lífgræðir af þjóðum.
Haf, faðir, hlíf góða
hér oss fyrir nú.


Athugagreinar

Lesbrigði:
3.3 þér til] < JS 208 4to. til þinna Lbs 1724 8vo, JS 272 4to I, 1770.