Rostungurinn fór á frón | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rostungurinn fór á frón

Fyrsta ljóðlína:Rostungurinn fór á frón
Heimild:Lbs 437 8vo.
bls.736–739
Viðm.ártal:≈ 1700–1725
1.
Rostungurinn fór á frón
fram af sjóarhrönnunum,
fáséður við laxalón
með löngum skögultönnunum,
ámátlegust augnasjón
efst í hausapönnunum
hræðslu jók og hugartjón
hjá oss strandamönnunum,
vér bjuggunst út í sverða són
og söfnuðum að oss grönnunum,
bóndinn hvör og þeirra þjón
þessum gengdu önnunum
þó komið væri nætur nón
og nauða kvíði á svönnunum
hjálpaði engin hér til bón,
vér hýddum burt á fönnunum
eins og komnir út úr ón
alsveittir á skjönnunum,
bundu skrímslið Bjarni og Jón
sem bágt var öðrum slönnunum,
sleit hann strengi líkt sem ljón
svo lágu þeir í spönnunum
eins og væri allt af spón
eða gras á hrönnunum.
2.
Hvör einn vopn í hendi bar
Hárs af eisu þundunum,
ljáir bæði og lensurnar
lágu í greipar mundunum,
búnir út í brodda skar,
blóð að tappa úr undunum,
til atfarar lést enginn spar
ofarlega á grundunum,
það átti að stinga hann þar og þar
og þjósir vega í pundunum
því rostungsgreyið gæti ei par,
gjálfurs líkur hundunum,
allir gáfu álíkt svar
af oss stála þundunum
að betra næturverk það var
en vera í fasta blundunum
svo frægðin þessi hér og hvar
heyrast mætti af sprundunum
að broddurinn skyldi blóðugt far
beina hryggjarlundunum.
Það varð ei nema stans og star
hjá storðar hefrings sundunum
og svo fór hann út á mar
ódrepinn af fundunum.