Guðspjallavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallavísur

Fyrsta ljóðlína:Stofna eg óðar efni
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar
Upphaf Guðspjallavísna
1.
Stofna eg óðar efni,
allvant má það kalla,
mest af meira kosti
en mildi kvæðasnilldar.
Hér því að hygg eg færa
hróður af barni góðu.
Jesús oss vann leysa,
það inni eg skylt að minnast.
2.
Frábær hér má heyrast
hugprýði Guðs til lýða
og nægð elsku dygðar
að hann leit fallnar sveitir.
Sinn, er hann sætast unni,
son kæran lét særa.
Fyrir oss því mun þessi
þýða föðurinn síðan.
3.
Jesús varð að vísu
viljugur, það má skilja,
föðurs að fylgja ráði,
fór í útlegð stóra.
Ljúfur lét sér hæfa
að líða alla stríðu,
háð og harðan dauða;
hans blóð græddi þjóðir.
4.
Oss gaf ljúfur í lífi
lærdóm Jesús fróman.
Syndugum sjálfur kenndi,
svinnur, og bauð að minnast.
Hans orð hjálpar stirðum,
hreina gjörir frá meinum,
gleður þann hvörn er hlýðir,
heilnæm er þessi dæmi.
5.
Bið eg að barnið góða,
blessaður Jesús þessi,
sendi sætan anda
sinn í hjartans inni,
þann er klárast kenni
kristnum lýð að hlýða
guðspjalls greinum öllum
og gæta að ræðu sætri.
6.
Mest tekur mig nú lysta
að minnast, Jesú, þinna
orða enn þó verði
öngvu nær því sem bæri.
Gæti eg guðspjalls látið
grein í vísu eina
þeirra er á hátíð hvörri
hljóða í kristni góðri.
7.
Afskil eg Eddu leyfi
og kenningar hennar.
Jesús einn skal vísu
eftir náð sinni ráða.
Lýtin best mun bæta
blíður og öll missmíði.
Við hans nafn hjörtun lifna,
hann er brunnur viskunnar.
Guðspjallavísurnar sjálfar – ortar út af efni guðspjallanna
Þann fyrsta sunnudag jólaföstu
Evangelium skrifar S. Mattheus XXI. Cap.
8.
Ríður að höldnum heiðri
hógvær, þó að tígn bæri,
lausnarinn ljótri ösnu,
lítilátur með gráti,
allt til *Jerúsalem
en lýðir veg prýða
með laufi og litklæðum
lof syngjandi vanda.
Annan sunnudag í jólaföstu
Guðspjallið. Luce XXj
9.
Jesús undirvísar
öll teikn þau eð vér köllum
hræðileg hinum eð kvíða
heimsenda því kenndi
oss að þekkja þessi,
þar með vildi gleðja.
Úti eru allar þrautir
og endurlausn fyrir hendi.
Þriðja sunnudag jólaföstu
Guðspjallið skrifar Matth. XI. Cap.
10.
Lærðir ljúfan spurðu
lærisveinar Jóns kæra:
*Jesús ertu að vísu
oss sendur Guðs af hendi?
Hann svarar með krafti klárum,
kennir Jóhannes þennan:
Spilltur grær, ganga haltir,
gleðst snauður, lifna dauðir.
Fjórða sunnudag jólaföstu
Guðspjallið Joh. I. Cap.
11.
Júðum andsvar greiðir,
Jóhannes vottar þanninn:
Ekki er eg þó að skíri
að listum jafn Kristi.
Ei vildi hér haldast
hann í tölu spámanna,
reiða kvaðst hvellu hljóði
hreinan veg drottni einum.
Á jólanóttina
[Ekkert guðspjall]
[Engin vísa]
Á sjálfan jóladaginn
*Guðspjallið Lucæ. II. Cap.
12.
Fæðist af mey, *móður
*Máríu, barnið klára,
Jesús, lýði að leysa,
lagður í stall að bragði.
Herra sinn hugsnauð kenna
hagadýr óskafagran.
Naut og asni njóta
nærvistar hér Kristí.
13.
Margt gleður mig svo hljóðan,
margt kætir nú hjarta.
Angur flýr, ógn og þungi,
angursbót hef eg fangað.
Græðarinn gaf mér fríða
græðing þá hann kom hingað.
Meinlaust barn af mínu
meini gjörði alhreinan.
Uppá S. Stephans dag [þ.e. annan dag jóla]
Evangelium *Matth. XXIII. Cap.
14.
Fyrir sagði hér hryggðir
af harúð sjálfra Júða
Jesús og svo glósar
angur það hans munu fanga
vinir og sendisveinar,
seldir í nauð og dauða,
hinum er helga pína
hótar hann eymd svo ljótri.
15.
Samlíking mjög mjúka
máttu læra hér, kæri:
Eins sem hreinlynd hæna,
hún tínir þrátt sína
ungana undir vængi
og bjargar frá vargi.
Veit eg að Guð svo gætir
góður kristinna þjóða.
S. Johannis postula dag [þ.e. þriðja dag jóla]
Guðspjallið Johann. XXI. Cap.
16.
Pétur lysti sér leita
léttari náðar stéttar.
Fréttir hann að hvað ætti
Jón postuli að þjóna.
Jesús úr nam leysa:
Ekki láttu þig blekkja,
fylg þú mér fyrst, enn kæri,
og fóðra þú lömb mín góðu.
Fyrsta sunnudag í jólum
Guðspjallið Luce. II. Cap.
17.
Feðgin undrast fróðu
fregn af Jesús megni.
Símeon sorgir aumar
sárt kvað Máríu hjarta
skera sem sverð í sári,
særir lífið skæra.
Kennir og ekkjan Anna
endurlausn heimi senda.
Á nýársdag
Guðspjallið Luce II. Cap.
18.
Á hinum átta degi
umskáru barnið klára.
Nú hefur nafnið ljúfa,
náðugur, af Guðs ráði,
sem engill áður nam kalla
Jesús líknarfúsan
fyrr en í kviðinum kæra
kenndi móðir svein góðan.
Sunnudaginn milli áttadags og þrettánda
Guðspjallið Matth. II. Cap.
19.
Ungsveina, allstrangur,
aflífandi, ei hlífir.
Krist myrða vill verstur
víkingur og hans líka.
Heródes hefnd þó bráða
hlaut og verstu þrautir.
Síst þig set mót hæstum
*sjelliga lítt það fellur.
Á þrettánda dag jóla
Guðspjallið Matth. II. Cap.
20.
Þrettánda dag til drottins
af dygð úr austurbyggðum
þrír með þrennar fóru
þjóðkóngar vel fróðir
gjafir sem góðum hæfa:
gull meður virðing fullri,
reykelsi enn að auki
og báru myrru klára.
21.
Færu vær fórnir dýrar
fyrst þeim herra Kristo:
Gull, það er hjartans hylli,
hreina, á lífsins greinir.
Reykelsi merkir mjúkar,
af mjög vænum hug, bænir.
Myrran meiðslin þerrar,
mótlætið þol bætir.
Á þrettánda. Þriðja vísan.
22.
Jesús lætur lýsa
ljósið það vér kjósum,
klárt með blóma björtum,
bjart í góðu hjarta.
Orðið drottins dýrðar
dýrast ljós eg skýri.
Það skýrir lífsbraut, leiðir,
leiðarstjarnan, og greiðir.
Fyrsta sunnudag eftir þrettánda
Guðspjallið Lucæ. II. Cap.
23.
Tólf vetra þó þreytir,
þelgóður, spurnir fróðar,
Jesús, við hina vísu,
vildi tjá sína skyldu.
Síðan svarar hann móður
að sér bæri föðursins æru
leita, en ljúfri játar,
lyndisþýður, samt hlýða.
Annan sunnudag eftir þrettánda
Guðspjallið Joh. II. Cap.
24.
Í Kana veislu væna
vottar að þiggi drottinn
og blíð Jesús móðir
ölkætina vill bæta.
Þrýtur vín, sagði sæta,
sæl við Jesúm mælir.
Hann lætur nær sem neiti.
Náðina þar með tjáði.
25.
Heimboðið hér nam prýða,
hjónunum vildi þjóna
Jesús og svo lýsir
almátt guðdóms háttar.
Veitir hann vínið sæta
en vatnið lætur batna,
sýnir að hjúskap hreinan
hann elski nú þanninn.
Þriðja sunnudag eftir þrettánda
Guðspjallið Matth. VIII. Cap.
26.
Oss léttir angri, drottinn,
ef þú vilt, kvað hinn spillti.
Eg vil, Jesús mælir.
Jafnskjótt grær hann sóttar.
Traust og trúna besta
tjáði sá hirð kvaðst ráða.
Allt, þegar eitt orð mælti,
innir hann Krist mega vinna.
Fjórða sunnudag eftir þrettánda
Guðspjallið Matth. VIII. Cap.
27.
Sefur lausnarinn ljúfi
laust í skipinu traustu
á meðan aldan stríða
og vindar bát hrinda.
Linuðust lærisveinar,
læknarann báðu vakna.
Jesús upp nam rísa
og magnveðrið þagnar.
Fimmta sunnudag eftir þrettánda
Guðspjallið Matth. XIII. Cap.
28.
Einn maður allgott sæði
í akurland sitt réð vanda
en óvinur að leynist,
illgresi sáir þar milli.
Veit það, visku gætir,
og vill ei góðu spilla,
lætur að hausti hveiti
hirða en agnir brenna.
Á Máríu messu – hreinsunardag
Guðspjallið Luce II. Cap.
29.
Í musterið móðir Kristí,
mildust, færa vildi
fórn fyrir blíðu barni
sem býður Móysis lýðum.
Símeon gleðst, hinn gamli,
góðmennið, þá hann spennir
græðarann faðmi fríðum,
feginn vill þaðan af deyja.
Sunnudaginn fyrstan í níu vikna föstu
Guðspjallið Matth. XX. Cap.
30.
Hér kveður herrann góði
himnaríkið samlíkjast
húsbóndanum sem sýndi
sína góðvild og mildi.
Verkmönnum að hann innir
í víngarði sínum,
síðasta sem hinum fyrsta,
sjónskýr, jafa hýru.
Annan dag í níu vikna föstu
Guðspjallið Luce VIII. Cap.
31.
Fóttroðið fyrsta sæði
fuglarnir átu gjarnan.
Annað fellur á flúrum,
fullskjótt visna þótti.
Þriðja þyrnar meiða,
þarflaust klungur fordjarfar.
Góða jörð fann hið fjórða
og færir ávöxtu skæra.
Á sunnudaginn í föstuinngang
Guðspjallið Matth. III. Cap.
32.
Í Jórdan Jesúm hreinan
Jóhannes æðstur manna
skírði og af himni heyrði
hljóð föðursins góða.
Í dúfumynd drottins andi
dýrð guðdómsins skírði,
lífsbrunn þar með þennan
þrenningin heiðra kennir.
33.
Græðarinn gæsku prúði
greinir lærisveinum
allt hvað átti að líða,
ánauð, písl og dauða.
Á veginum harmi hægir
hann þeim blinda manni,
fögur og alskyggn augu
endurbætir með kæti.
Þann fyrsta sunnudag í föstu
Guðspjallið Matth. IIII. Cap.
34.
Freistarinn kemur að Kristí
kaldráður og svo tjáði:
Sértu víst sonur hins hæsta
sýn hér dásemd þína,
gjörðu brauð grjótið harða,
girnstu frægð ríkdóms nægða,
eyðir Guð illskuráðum
og Ritning til vitnar.
35.
Herskrúð höfum til reiðu
hvörn tíð þurfum stríða.
Höldum hlífðarskildi
hraustir í góðu trausti.
Bænin af hjarta hreinu
heitir hið besta skeyti.
Guðs orð góðu sverði
get eg hvörju sé betra.
Annan sunnudag í föstu
Guðspjallið Matth. XV. Cap.
36.
Konan með hjarta hreinu,
heiðin, Jesúm beiðir:
Drottinn Davíðs ættar,
dóttir mín að pínist,
kær, af illum ári,
en þú líkna henni.
Þagði og þrisvar tregðar,
þýður, en hjálpar síðan.
Þriðja sunnudag í föstu
Guðspjallið Luce. XI. Cap.
37.
Út rekur Jesús púka
af mállausri sálu,
sýnir með sönnum greinum
sinn almátt það vinna
því fjandinn fái ei hrundið,
fláráður, sínum ári.
Hann telur þá síðan sæla
er sinna orða minnast.
Miðföstu sunnudag
Guðspjallið Joh. VI. Cap.
38.
Fæðir fjölda lýða,
fimm þúsundir á grundu,
með fimm byggmjölsbrauðum
blessaður Jesús þessi
og tveimur fiskum fróma
fyllir og líka illa.
Afgang ærinn fengu,
ei vill neitt að spillist.
Sunnudaginn eftir miðföstu
sem vér köllum Passionem Domini.
Guðspjallið Johann. VIII. Cap.
39.
Júðum Jesús tjáði,
jafnlyndur, það syndir
yrðu aldrei færðar
eða lygð sér til blygðar.
Sín börn, segir hann, girnast
sæðið guðdóms ræðu.
Kváðu hann allir óðan
og vildu grýta mildan.
Á boðunardag Marie 25. mars
sem er getnaðardagur Jesú Kristí vors einka lausnara.
Guðspjallið Luce. I. Cap.
40.
Gabríel mjúku máli
Máríu heilsar, klára
kvað hana Guðsson góðan,
græðarann, mundi fæða.
Hún varð af engils orðum
uppfylld guðdóms mildi.
Auðmjúk allvel trúði.
Enn er hún frægust kvenna.
Á pálmasunnudag
Guðspjallið Matth. XXI. Cap.
41.
Þó hafir þú alla ævi
öngva mennt né rentu,
auð eða önnur gæði
og engin vilkjör fengið
þá áttu asni drottins
allra minnsti að kallast
og bera svo Krist þinn kæra
og kross þann verður á herðum.
Á skírdag
Guðspjallið Luce. XXII. Cap.
42.
Kominn er kvöldmáls tími,
Krist af elsku lysti
að eta með sínum sveitum
sætt brauð fyrir sinn dauða.
Gaf þá góður í lífi,
græðarinn, oss til fæðu
blóð og hold sitt bæði
brauð og vín þó sýnist.
Á frjádaginn langa
*[Guðspjall Johannis XIX Cap.]
43.
Friðar með faðmi rauðum
flóði allur í blóði.
Kóngur vor kvaldist lengi,
Krist í pínu þyrsti
föðurs því fornam reiði
og fár af dauðasári.
Jesús andlát prísum,
fyrir oss var hann deyddur á krossi.
44.
Mitt, hinn mildi drottinn,
megn allt sé eg í gegnum.
Málið, hugur og heili,
höndin, líf og öndin,
ónýtt, einskis máttar
utan náð þín mér ráði.
Stýr þú stuðlar orði
svo stofnað verk ei dofni.
Á páskadaginn
Guðspjallið Marci. XVI. Cap.
45.
Meistarans minntust ástar,
Máríur smyrslin báru
til grafar og líkama hins ljúfa,
leituðu smyrsl að veita.
Engill óttafullum
innir fögnuð kvinnum:
Leiti þér lífs að gæti
lýsi eg hann upp nam rísa.
Annan dag páska
Guðspjallið Luce. XXIIII. Cap.
46.
Ókenndan svo sýndi
um sig ræðandi bræðrum
Jesús og bívísar
orð það hann mælti forðum,
þýðir þessa ræðu
þeim á veginum tveimur,
brauðið brýtur síðan
svo báðir senn hann kenna.
Þriðja dag páska
Guðspjallið *Luce. XXIII. Cap.
47.
Kemur nú frelsarinn frómi
með friðinn og stendur í miðið
á meðan um hann ræða
ásthreinir lærisveinar.
Óttast þeir við þetta,
þykjast draug sjá fyrir augum.
Hann biður þá kasta kvíða
og kenna líkama þennan.
Hinn fyrsta sunnudag eftir páska
Guðspjallið Johann. XX. Cap.
48.
Friðar með kveðju kærri
Kristur af guðdóms listum
hægt að hurðu luktri
hér kemur inn til sinna.
Blés á bræður vísa
bæði og þann veg ræðir:
Hreinlyndir helgum anda
haldið og lyklavaldi.
49.
Enn kom í öðru sinni
inn til bræðra sinna
Jesús elsku og lýsir
og við Tómas rómar:
Trúðu nú, Tómas bróðir,
taktu á síðu naktri.
Tel eg þá trúaða sæla
er tákn engin sjá fengu.
Annan sunnudag eftir páska
Guðspjallið Joh. X. Cap.
50.
Góður er eg gætir sauða,
get eg hirðir líf setji,
góður, fyrir sína sauði
en svikadrengur flýr lengra.
Frá þó villist víða
og vargar sauðunum fargi
setta eg, sagði drottinn,
fyrir sauðina lífið í dauða.
Þriðja sunnudag eftir páska
Guðspjallið Johann. XVI. Cap.
51.
Kristur af örleik ástar
enn ræðir fyrir bræðrum:
Eg mun frá yðar augum
innan skamms numinn að sinni
og þá yður svo hægja,
innan skamms sjá og finna.
Huld orð hinir ei skyldu,
hann ljósara þau glósar.
52.
Jóðsjúk móðir mæðist,
minnist þó ekki sinnar
neyðar ef fóstrið fæðir,
fagnaðinn ástin magnar.
Yður mun eg sjá síðar,
svo snart gleðja hjartað
að reyndar yður því yndi
enginn ræni lengur.
Fjórða sunnudag eftir páska
Guðspjallið Johann. XVI. Cap.
53.
Fer eg til föðursins kæra,
frétt er engin um þetta
því að eg þann veg ræði:
Þér dyggvir menn hryggist.
Sendi eg yður þann anda
er ugg í brjósti huggar.
Hart mun hann heimi birta
hálfblindum sínar syndir.
Fimmta sunnudag eftir páska
Guðspjallið Joh. XVI. Cap.
54.
Jesús eiði ljósum
oss heitir það veita
hvað vér herrann biðjum
í hans nafni þó jafnan.
Innir að öngvir þanninn
áður að forðum báðu.
Svo fögnuð fáum vér megnan
friðar skulum jafnan biðja.
Á uppstigningardag
Guðspjallið Marci. XVI. Cap.
55.
Síðast birtist bræðrum
við borð með snörpum orðum
Kristur og vantrú versta
vítar en harðúð lýtir.
Þar næst þjóð bauð skíra
þeim í öllum heimi.
Steig með sætum sigri
síðan í loftið fríða.
Sjötta sunnudag eftir páska
Guðspjallið Joh. XV. og XVI. Cap.
56.
Þá andinn sá eg sendi,
sannur huggarinn manna,
kemur af hæsta himni,
hann mun tala hið sanna
rétt og veröldu votta
verði þér loks á jörðu
hraktir af hvörju slekti
fyrir hreinar sannleiks greinir.
Á hvítasunnu
Guðspjallið Johann. XIIII. Cap.
57.
Hvör sem hefur mig kæran
af hjartans dygð og tryggðum
mín orð mun sá verða,
mjög sæt, jafnan gæta.
Faðir minn þá mun þennan
þýður elska síðan.
Við skulum vitja báðir
á vist með hönum og gista.
Annan dag hvítasunnu
Guðspjallið Joh. III. Cap.
58.
Aumum illsku heimi
unni Guð sem kunni
og gaf fyrir gæskudaufan,
gott barn hjálpar gjarna,
svo að hvör sem hönum tryði,
sviftur pín, lifi með giftu.
Sendi Guð soninn því reyndar
að sæma oss heldur en dæma.
Annan dag hvítasunnu. Önnur vísan.
59.
Hvað má eg herra góðum
fyrir heita elsku veita.
Þó tungur eg fróðar fengi
fleiri en sandur í leiri
með orðum ei má verða
útskýrð náðin dýrðar.
Hann selur fyrir sektir þræla
sitt einbernið hreina.
Þriðji dagur í hvítadögum
Guðspjallið Johann. X. Cap.
60.
Hvað mega húsdyr sauða
heita nema drottinn veiti
sér það nafn og nefnist
náðugur hirðir *gáði.
Fóður og fullar náðir
fengi sá þær dyr gengi.
Hinn fer óveg annan,
illmennið sem spillir.
Heilagrar þrenningar dag [þ.e. trinitatis]
Guðspjallið Joh. III. Cap.
61.
Tornæmur Nikodemus
um nótt kemur á fund drottins,
fréttir með hvörjum hætti
hljóti mann lífs að njóta.
Því kennir nú Kristur þanninn,
kær, að enginn færi,
nema áður að endurfæðist,
inn í ríkið himna.
Fyrsta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luce. XVI. Cap.
62.
Ríkur ei rækti sjúkan
raunar fékk að launum
í helvíti heitu,
harðráður, öngvar náðir.
Lasarus lifði í þessu
lífi með eymdar kífi,
síðan í drottni deyði
frá dómi hafinn í sóma.
63.
Miðlum auð ef öðlunst,
við auð skilur margan dauði.
Hvað hefur auðs af auði
þá auðugan kallar dauði
nema dúk þann dugir um líki
dauður og kistu snauða?
Ráða þá ýmsir auði,
auður gefur sorg og nauðir.
64.
Ríkdómur hér í heimi,
hindurvitni, mann blindar
því að vér unnum auði
en órækjum fátæka.
Ei þurfum vær arfa,
auður flýr, vís er dauði.
Auðs af illum gróða
ei þriðji gleðst niðji.
Annan sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luce. XIIII. Cap.
65.
Maður einn máltíð góða,
mildur, reiða vildi.
Lýðum lætur bjóða,
lítt skynugir menn synja.
Kváðust annað iðja,
afneitandi hafna.
Húsbóndinn sá sendi
að sækja loks fátæka.
Þriðja sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luc. XV. Cap.
66.
Maður sá, af mörgum sauðum
missir einn, þá hann vissi
alla á eyðifjöllum,
eftir leitar, þeim sleppti.
Fundinn hefur með höndum
heim og gleðst fyrir þeima.
Líka mun englum aukast
yndi við bættar syndir.
*Á Jóns messu baptista
Evangelium Luce. I. Cap.
67.
Köld á áttræðs aldri
Elísabet má teljast.
Fæðir hún frumburð góðan,
fyrr var kennd óbyrja.
Með henni glöddust grannar,
það greinir af þessum sveini
að annar af öngri kvinnu
æðri mundi fæðast.
Fjórða sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luce. VI. Cap.
68.
Mildir miskunn haldið,
minnist guðligt sinni.
Dæmið ekki aðra
svo ei hljótið dóm fljótan.
Vel skuluð mönnum mæla
svo mælir hreppið sælan.
Drag þér ögn af auga,
eftir það lækna aðra.
*Á vitjunardag Maríe [þ.e. á Þingmaríumessu, 2. júlí]
Evangelium Luce. I. Cap.
69.
Máría frá eg færi
til fjallbyggða með dygðum.
Elísabet sæla
sagði hana rétt að bragði:
Hvaðan kemur mér það, móðir
míns drottins, kom hingað?
Fann eg að fagna kunni
fóstur fyrir mínu brjósti.
Fimmta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luc. V. Cap.
70.
Kenndi Kristur á ströndu,
kær, það fólk vill læra.
Býður pastor prúðum
Pétri að varpa netjum.
Hann kveðst á hafa unnið
áður fátt nema þjáðist.
Að heyrðu herrans orði
hér er greið nóglig veiði.
Sjötta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. V. Cap.
71.
Hati þér hræsni ljóta.
Hér vottar svo drottinn
að sú hin illa reiði
og sterk hennar merki
leiði í dóm og dauða
frá dygð og himna byggðum.
Áður en offrið bjóðum
ættum glaðir að sættast.
Sjöunda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Marci VIII. Cap.
72.
Enn frá eg öðru sinni
ærinn lýður að væri
með Kristo, hann kenndi í brjósti,
klár, um hungrið sára.
Seður af sjö þá brauðum
sundurtaldar þúshundir
fjórar en fá þó meira
fæði en þarf að snæða.
Áttunda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium *Marci VII. Cap.
73.
Varist þér villu presta,
vitsnauða í ham sauða.
Að sönnu eru fyrir innan
allkargir þó vargar.
Eik hvör aldin líka
eftir gæðum sín fæðir.
Ei komast upp til himna
allir þeir drottinn kalla.
Níunda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luce. XVI. Cap.
74.
Rægður ráðsmann sagði,
ráðugur, sér til náða:
Skuldamenn skulu nú gjalda,
skarpsinnaðir, víst minna
svo hjá þeim hafi eg um tíma
hæli þá velt úr sælu.
Ráði svo ríkur auði
að ríkum drottni líki.
Tíunda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luce. XIX. Cap.
75.
Kristur af kærleik ástar
kemur til Jerúsalem,
grét yfir glæpalýtum
og greinir það hann meinar:
Þér kom hjálpar tími,
harðráð þú forsmáðir.
Því fær þú hefndir harðar
og hræðiligt kvalaræði.
Ellefta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luc. XVIII. Cap.
76.
Tveir menn trú eg að færi
til kirkju sem vilja
Guð sinn biðja báðir.
Bersyndugur þó fyndi
fyrir sút með syndagráti
sæta náð og dáðir.
Vel þó að hræsni hæli
hinn fær lofstír minna.
Tólfta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Marci VII. Cap.
77.
Blindur og mállaus mundi
maður sá leiddu aðrir
fyrir Krist af eðli ástar
áður læknis báðu.
Hann færir fyrst að eyrum
fingur til lækningar.
Tekur á tungu líka.
Talar hann rétt við þetta.
Þrettánda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luc. X. Cap.
78.
Hér telur herrann sæla
hreina lærisveina
fyrir orð og eðla gjörðir
er þeir sjá og heyra.
Lærður í lögunum spurði
að lífsráðum með háði.
En Kristur boðorði besta
býður hönum að hlýða.
Fjórtánda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luce. XVII. Cap.
79.
Tveir og tvennir fjórir
tóku allir senn kalla,
spilltir menn, og mæltu:
Mjúkur, oss lækna sjúka.
Jesús orði ljósu
í einu gjörir þá hreina.
Ekki af öllum þakkar
nema einn með lofgjörð hreinni.
Fimmtánda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Marci VI. Cap.
80.
Tveimur á einum tíma
tjónlaust enginn þjónar,
Guði og aumum auði,
ólík eru þau ríki.
Hugsjúkur hvað má auka
við hæð sér víst er fæði.
Leiti þér lífs að brautum,
lætur Guð allt hitt bætast.
Sextánda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luce. VII. Cap.
81.
Sárt tók signað hjarta
sorgin Naims borgar.
Jesús elsku lýsir
og ekkju grátinn hnekkir.
Hér kveður hann af dauða
hennar einkason þennan,
gefur með glöðu lífi
góðan aftur móður.
*Á Mikaelis messu dag
Evangelium Matth. XVIII.
82.
Börn þau er brjóstin girnast
best fallin hér kallast.
Því heitir herrann mæti
himnaríki slíkum.
Enginn skyldi angra
auman lýð sem trýði
því ítrar engla sveitir
ætíð þeirra gæta.
83.
Heyr þú himna stýrir
sem hefur engil mér fengið
þann er mín og minna,
mætur, jafnan gætir.
Þér vil eg þakkir færa
þýður og biðja síðan.
Veittu að varðhald þetta
verji oss glæpa *fossi.
Seytjánda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Luce. XIIII. Cap.
84.
Drottinn drambsmenn frétti:
Dæmi þér hvört það sæmir
sviða og sóttir græða
síður á helgum tíðum,
en grip, ef í díkið djúpa
dettur, upp að rétta?
Hræsnarar hér við versna,
hann læknar þó manninn.
Átjánda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. XXII. Cap.
85.
Frétti eg freistar drottins
foringi lögspekinga.
Mesta boðorð ens æðsta
og nær hvört þá væri.
Jesús ansar vísum:
Elskan hrein, eg greini,
á Guði er öllum æðri
og annað slíkt til manna.
Nítjánda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. IX. Cap.
86.
Báru bragnar fjórir
búkinn limafallssjúkan
fyrir Krist með tryggvu trausti.
Talar hann þá við manninn:
Vertu hraustur í hjarta,
hrein er sálin meina.
Farðu, hinn fótastirði,
fús til þinna húsa.
Tuttugasta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. XXII. Cap.
87.
Syninum brullaups blóma
býr sá ríkjum stýrir,
þénara sendi sína,
svinnur, gesti að finna.
Boðsmenn hrakta hæða
hirðmenn kóngs og myrða.
Rétt varð reiður drottinn
ríkur og hefnir á slíkum.
Tuttugasta og fyrsta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Joh. IIII. Cap.
88.
Krist biður klökkvu brjósti
kóngur með harðúð öngri
banvænu barni sínu
bót vinna; hann innir:
Lifir þinn sonurinn ljúfi,
lina hryggð, gá til byggðar.
Faðirinn fór og trúði
og fann það orðið sanna.
Annan og tuttugasta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. XVIII. Cap.
89.
Réttan reikning átti
ríkur við þjóna slíka
er skuldir gátu ei goldið,
gefur náð þeim hann báðu.
Kvittur þræll kúgan veitti
kaupunaut hjartablautum.
Hér við herrann reiðist,
hefnir þrjót illskufljótum.
90.
Frómur faðirinn himna
friðar oss þá vér biðjum.
Vill hann að vær allir
inniliga það minnunst:
Þó bræður af bernsku reiðist
og brjóti oss á móti
lætur ei náðar njóta
nema vær höfum þá kæra.
Á Allra heilagra messu
Evangelium Matth. V. Cap.
91.
Jesús orðum ljósum
oft mælir þá sæla
er aumir hafa í heimi
hryggð en lifa með dygðum
kært með hreinu hjarta
og heitu friðarins leita.
Merkin þvílík marka
menn þá er drottinn kenna.
92.
Nemur sá dýrleg dæmi
um dygð og hreinar tryggðir,
hinn er að helgra manna
hyggur lífi dyggvu.
Biðjum vær Guðsson góðan,
græðarann, oss að fræða
svo rétta virðing veittum
vottunum öllum drottins.
Tuttugasta og þriðja sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. XXII. Cap.
93.
Með flærð og fögrum orðum
fréttu Júðar léttir
Krist hvört kenna treystir
keisara skatt að leysa.
Hugði að hræsnisbrögðum
hann og svaraði þanninn:
Guði skuluð, gæskutrauðir,
gjalda rétt og valdi.
Tuttugasta og fjórða sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. IX. Cap.
94.
Jesús jarðteikn lýsir
á Jairus barni skýru,
dofna af dauðans svefni
dóttur kæra að næri.
Konan í kvennameinum
klæðin snertur og græðist.
Kristur og kraftinn besta
kennir út af sér renna.
Fimmta og tuttugasta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. XXIIII. Cap.
95.
Koma vill Kristur að dæma,
kennir oss huganum renna
um teikn þau er ljúfur læknir,
ljós, hefur áður glósað.
Hætt er að heimur styttist,
hvör veit stund þess fundar?
Athugið vel það, vitrir,
og vakið með hyggju spakri.
Tuttugasta og sjötta sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. XXV. Cap.
96.
Geymi að græðarans dómi
góðir menn og renni
huga með hvörju dægri
til hans frá leik og dansi.
Hann vill héðan af kalla
heim frá auð og seimi.
Satt er að sígur að nóttu,
sælir eru búnir þrælar.
Tuttugasta og sjöunda sunnudag eftir trinitatis
Evangelium Matth. XVII. Cap.
97.
Fer sá friðinum stýrir
á fjall það Tabor kallast.
Pétur var enn með ítrum
og aðrir tveir sem heyra
föður af himni hljóða,
hér með spámenn kenna.
Skært af skilning birtir,
skein í líkama hreinum.
*Endir sjálfra Guðspjallavísnanna
98.
Heim vil eg heimskan telja,
heimur sefur og dreymir.
Heimurinn hafnar sóma,
heimurinn dáist að seimi.
Heim því held eg auman,
heimurinn dygðum gleymir.
Heimur á hörðum dómi
við hrakning náir að vakna.
99.
Góðir Guð sinn hræðast,
gjarnan lýtum varna.
Illir óttast varla
annað en hefndir manna.
Við kvölum kvíða þrælar,
kenna ei dygð né tryggðir
en börn af elsku einni
eyða föðursins reiði.
100.
Komið er kvöld í heimi,
Kristur hjá oss gisti.
Læknir lát ei slokkna
ljós það börnin kjósa
svo myrkrin öngvu orki,
eyðist hræsnin leiða.
Skíni nú skilningsgreinir
skærar þér til æru.
101.
Út hef eg efnað heiti
um árið kring og hingað
af skyldugu helgihaldi
hreina vísu eina
ljóðað litlu kvæði,
lof skýrð kóngi dýrðar.
Jesús efnin vísu
og orð hefur sjálfur skorðað.
102.
Kóngar fyrri fengu
forprís oft í vísum.
Mildir af menntan skálda
meistaradómi treystu.
Ætta eg engla drottni
allsvaldandi að gjalda
heiður í hvörju kvæði,
hans nafn lofað sé jafnan.
103.
Krist bið eg, kónginn hæsta,
Krist af hjarta tvistu,
Krist þann kristni leysti,
Kristur að með mér vistist.
Jesús jafnan lýsi,
Jesús, þessu húsi.
Jesús eignist vísu
á enda eg ljóðin sendi.