Guðspjallsvísur af skipinu Kristí Guðspjallasálmar Einars í Eydölum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallsvísur af skipinu Kristí Guðspjallasálmar Einars í Eydölum

Fyrsta ljóðlína:Stirðnað hefur mér stýri máls um stundir lengi
bls.26
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar

Matth. viij.
Siglt hef eg oft og séð hef eg ei til landa.
Herrann Jesús hefur mig leyst úr vanda.
1.
Stirðnað hefur mér stýri máls um stundir lengi;
ef heilags anda hjálp eg fengi,
hann kann að mýkja ljóða strengi.
2.
Ekki færi eg eldri mönnum óðinn þenna;
börnunum þyki mér best að kenna
sem böguna hvörja læra nenna.
3.
Þó greini eg hér til guðsspjallsorð og gjör eg af kvæði,
þá stöðvaði Jesús storm og bræði;
stundum hef eg það reynt á flæði.
4.
Lausnarinn sté á lítið skip með lærisveinum
í blíða logni að himni hreinum;
hættum kvíða ekki neinum.
5.
Sjálfur Jesús sest í skut og sofna fer;
í öðru bragði, innt er mér,
að öldusjórinn hreyfði sér.
6.
Yfir þá drífa áföll stór svo urðu hræddir;
ræða svo af róðri mæddir:
Rétt erum vér í nauðum staddir.
7.
Síðan vekja þeir sjálfan Krist og sögðu af móði:
Hjálpa þú oss, herrann góði,
úr hættri neyð af sjávarflóði.
8.
Verið óhræddir, veikir menn, því vilji þér kvíða?
Herrann talar með hyggju blíða,
hastar á vind og öldu stríða.
9.
Lygndi vind og lægði sjó svo lýðir fagna.
Herrans orð svo miklu magna.
Máttarstormurinn hlaut að þagna.
10.
Skipsferð þessa þýðum nú á þann veg alla
svo mætti oss síður úr minni falla
mildin Guðs við konur og karla.
11.
Sjórinn merkir hættan *heim því hafið er vítt,
líka sem oft er lognið blítt,
litlu síðar brimfall strítt.
12.
Öldur sjóar mótgang manns að merkir hér;
þá minnst að varir margan sker
megna þraut, það skynjum vér.
13.
Stormurinn æsir öldusjó þann áður er hægur;
er það djöfullinn illskuslægur,
eykur mannsins raunadægur.
14.
Stýrimaður í stafni situr studdur list;
eg vil nefna hann Jesúm Krist;
af mér stýrði boðanum fyrst.
15.
Stýrið hans er Guðsorð gott, það gleður í þraut;
öldusjórinn það enginn braut,
í allri neyð þess kristnin naut.
16.
Mastrið fest í miðjan bát, það merkir rétt,
fyrirheit Guðs það framar er sett;
þar festa skal við trúna slétt.
17.
Seglið kalla eg sanna trú í sorg og neyð,
lyftir upp með afli skeið,
aldan kröpp því verður greið.
18.
Atkersstreng í ógnaveðri út mun rennt;
þolinmæði í þrautum hent
þýðir rétt, svo var mér kennt.
19.
Hjálpargrunnið held eg Krist, þann hellustein,
sem atker vort fyrir utan mein
annast best, hvað vonin er hrein.
20.
Verjur þarf á vænum bát fyrir vondri þjóð;
veljum þar til vopnin góð;
vargur er margur á þeirri slóð.
21.
Guðsorð er það góða sverð sem gildir mest
með hreinni trú í huganum fest;
hjartans bæn er skeytið best.
22.
Þau hættusker í hafinu því eru hneykslagöll,
skemmdarverk og skaðleg föll,
þá skipbrot líður kristnin öll.
23.
Þó reki skipið á rúmum sjó með röskva drengi,
það skaðar ei þar sem sker eru engin
þó skúr og bylgjur yfir þá gengi.
24.
Guðsbörnum svo gengur hér, þeim grandar fátt
ef þeir falla ekki hátt
í afbrot nein eða syndga þrátt.
25.
Góssið allt hér innan borðs eru andleg gæði,
syndabót og sálarfæði,
segi eg til reiðu öllum stæði.
26.
Kaupunum ráða kennimenn þeir kalla *svo:
Gefins skulu þér góssið fá
ef girnast vill þar nökkur á.
27.
Í hafnarnaust vér höldum loks með hægan byr
mitt í gegnum dauðans dyr
í drottins faðm sem Adam fyr.
28.
Sá unaðarstaður er Abrahams skaut að öðru nafni;
þangað viljum stýra stafni;
vors stýrimanns er enginn jafni.
29.
Skal sá tími skipfólks heita skuldarstefna
sem efsta dóm að allir nefna;
útvaldir fá sælu gefna.
30.
Þá er nú vel til þrautar siglt ef þar skal lenda;
þann sem girnir það mun henda.
Þýðing skips er komin á enda!
31.
Vekjum vær þig með vorri bæn þinn veiki lýður.
Aldan, sjór og stormurinn stríður
stríðir á oss en dagurinn líður.
32.
Flyttu oss heim í föðurland aftur á ferju þinni,
Jesús minn, þá lífinu linni.
Ljóðin skulu hér úti að sinni!
[Siglt hef eg oft og séð hef eg ei til landa.]
Herrann Jesús hefur mér stýrt úr vanda.