Rímur af bókinni Júdit – Sjötta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af bókinni Júdit 6

Rímur af bókinni Júdit – Sjötta ríma

RÍMUR AF BÓKINNI JÚDIT
Fyrsta ljóðlína:Skyldi eg færa skothent vín
bls.163–166
Bragarháttur:Úrkast – frumstýft – skothent (frumhent) léttilag
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
1.
Skyldi eg færa skothent vín
að skemmta þjóðum
ef stund sú væri stæði á prím
með straumi góðum.
2.
Eg verð að breyta bragarins snilld
og börnum færa;
alls við leita ef þau vildu
eitthvað læra.
3.
Það hef eg meint um þessar nætur,
þú munt frétta
raunaseint mun reist á fætur
ríman sjötta.
4.
Hvarf eg frá þar Hólofernes
höfuðið missti,
dauður lá og Júdit firnin
á sig lýsti.
5.
Herrar nú og Akíor einninn
yfir því fagna
af lifandi trú og litlu seinna
lofsöng magna.
6.
Júdit bauð þá árla dags
á efsta múr
höfuðið hins dauða hengja strax
með hjörna skúr.*
7.
Með horna blæstri herðið allir
hræðslu gný
svo hundrað rastir heyrist kall
um hauður og bý.
8.
Svo sveinum þeirra bregði í brún
og blöskri þá
ef dauðan herrann, hugsar hún,
þeir hrópa á.
9.
Þá þeir líta búk í blóði,
bólginn ná,
hæst mun bíta af hugarins móði
hræðslan þá.
10.
Keyrið fast á flótta þá
ef fældir verða
með járnið hvasst sem orka má
til eftirferða.
11.
Eg segi þar af, kvað seima hrund,
með sorgarbætur,
að Drottinn gaf þá alla undir
yðar fætur.
12.
Þá Akíor vissi gjörning Guðs
hann gleðst þar viður.
Heiðni þess hins leiða lýðs
hann lagði niður.
13.
Umskurn tók og ætíð bjó
með Ísrael,
dyggðir jók með dýrri trú
og deyði vel.
14.
Þegar sem lýsti þeytast horn
og þá var fest
höfuðið fyrst á hæsta turn
með hrópið mest.
15.
Þá varðmenn heyra vopna þrá
þeir vekja fóru
þann í dreyra dauður lá
með dumbi stóru.
16.
En ekki þorðu framar að freista
fyr hans valdi
heldur en gjörðu harkið mest
hjá herrans tjaldi.
17.
Þeir hernum ráða hvílusveina
hér til eggja
í soddan voða svefn að meina
sjálfum tiggja.
18.
Með gabb og hræðslu Gyðingar hóta
grimmum pínum;
hér eru mýslur hlaupnar út
úr holum sínum.
19.
Bagóa uggði að Júdit mundi
hann örmum vefja.
Þettahugði hertugans blund
í hvílu tefja.
20.
Við svefnherbergið slær hann lófum
saman með æði.
Bærast hvurgi hvað sem prófast
hertugans klæði.
21.
Hann lætur sparlak lyftast frá
og líkið sér.
Sveinninn varla mæla má
sem mögulegt er.
22.
Reif sín klæði kappinn sá
og kvinnu leitar.
Hlaup með æði hefur hann þá
til hilmirs sveitar.
23.
Þessi kvinna ebresk ein
hefur Assúrs veldi
kunnað að vinna mesta mein
og magt hans felldi.
24.
Nabógosors göfuga magt
svo gjörði að háði.
Höfuðlaus liggur hertuginn lágt
á hörðu láði.
25.
Höfðingjar, sem heyrðu það,
þeir hryggðust bæði
í raunum þar þá rétt í stað
og rifu sín klæði.
26.
Ráðalaust var riddaralið
af römmum ótta.
Brást þeim traust og brugðu við
svo brátt á flótta.
27.
Ísraels börn þá óvina sinna
ótta líta
þau herða vörn og höggva ei minna
en hrottar bíta.
28.
Óvina flokkur fór á dreif
og féll í strá.
Margra hrökkur hausakleif
í höggvum þá.
29.
Óseas bauð að óþjóð sú
sé elt úr landi
eða liggi dauð svo leysist nú
sá lýða vandi.
30.
Um allar borgir yfirmanns boð
það útgekk þá
að herða sorgir á heiðnum lýð
og höggva í strá.
31.
Borgarmenn af Bethúíla
þar búðir kanna
sem herinn þenna hröktu frá
með hreysti sanna.
32.
Heim í borg þá herfang bar
með hvörs kyns mæti.
Misstu sorgar, múgurinn var
með mesta kæti.
33.
Allra handa herfangs plógur,
sem hvör má virða,
varð í landi lengi nógur
lýð til byrða.
34.
Af flótta rekstri fóru heim
með frægð og auði,
nýta hesta, nógan seim,
með naut og sauði.
45.
Jóakim biskup Júdit fann
og allir prestar.
Fljóðsins visku heiðrar hann
og heillir bestar.
46.
Ertu, segir hann, Ísraels lýði
æðsta skart
sem djásnið meyja, dýrleg prýði
af dyggða art.
47.
Fyrir þig veittist frelsi nú
til fullra náða.
Af blíðum Drottni blessist þú
til bestu ráða.
48.
Í fullan mánuð feng er mest
með fólki skipt.
Af herfangs ráni hlaut eð besta
hringa nift.
49.
Gjörsemi hrein og gullið skært
með góðum klæðum,
eðla steinum er henni tært
og öðrum gæðum.
50.
Guð vor blíði gefi þér náð
þá gleðjunst vær.
Allur lýður amen kvað
við óskir þær.
51.
Nú fagna allir eins á láð
en ungir dansa.
Gamlir karlar Guðs af náð
til gleðinnar ansa.
52.
Júdit söng af ást og trú
þann ymnann góða.
Fögur og löng var lofgjörð sú
sem letrin hljóða.
53.
Þeir lofuðu Guð með fríðri fórn
og fylla heiti,
bæta ráð og brestinn hvörn
svo blessan veitist.
54.
Hólofernis hervopn öll
með hlíf og sverði
í musterið festi falda þöll
svo fordæmd verði.
55.
Mánuði þrjá var Júdit alls
í Jórsalaborg
lýðnum hjá til helgihalds
en horfin sorg.
56.
Í helgidómi var hátíð sett
á hvörju ári,
fyr sigurinn fróma sungin rétt
sá sálmurinn klári.
57.
Gefið var leyfi lýðnum þeim
sem líkar þá.
Til Betulía borgar heim
fór bauga ná.
58.
Fæ eg ei mælt um fegurðar blóm
né fremdir vífs.
Ætíð hélt hún ekkjudóm
til enda lífs.
59.
Um Ísraels landið að æðsta lofið
af öllum bar.
Ekki mundi mjög við of,
það maklegt var.
60.
Í manns síns húsi hélt sig vel
hið hýra sprund,
dyggða fús að dapri hel
og dauða stund.
60.
Hundrað vetur og heila fimm
að hér nam þreyja.
Svo hermir letur hringþöll svinn
þá hlaut að deyja.
61.
Áður gefur hún ambátt sinni,
Abra, frí.
Nú hefur hún lof þó lífi linni
lengi af því.
62.
Hjá sínum manni, Manasi, var
hún mild í grundu.
Ljúfur svanni lofstýr bar
á lífsins stundu.
63.
Frændum síns hins fróma manns
hún fénu býtir.
Hildi líns því lýðurinn lands
svo lengi sýtir.
64.
Í hennar tíð þá hafði enginn
herför rétta
á Ísraels lýð og ekki lengi
eftir þetta.
65.
Sá mikli sigur mun þar enn
í minni standa,
heiðarlegur, svo halda menn
og hátíð vanda.
66.
Einum Drottni æru og dýrð
skulu allir vanda.
Bragurinn þrotni því skal mærðin
þanninn standa.