Rímur af bókinni Júdit – Fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af bókinni Júdit 1

Rímur af bókinni Júdit – Fyrsta ríma

RÍMUR AF BÓKINNI JÚDIT
Fyrsta ljóðlína:Skáldin hafa það skrifað í letur
bls.147–150
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
1.
Skáldin hafa það skrifað í letur,
skal því allvel trúa,
að lesnar sögurnar lærist betur
ef í ljóð þeim mætti snúa.
2.
Stundum skáldin mæla margt
menn það kalla ýki.
Gott er að hafa þá gleðinnar art
að góðum mönnum líki.
3.
Fyr ungmennum skal öllum senn
um það tala að vanda
hvar fyrir Guð svo gjörði menn,
hann gaf þeim skilnings anda.
4.
Maðurinn hefur því mál og vit,
mynd Guðs ber svo hreina,
yfir skynlaus dýr, sem skrifast í rit,
hann skuli það kunna að greina.
5.
Fyrst vill Guð vér þekkjum þann
í þrenning einn að vera
skapara vorn og heiðrum hann
sem heiminn kunni að gjöra.
6.
Síðan vill að bænin blíð
beri oss vitnið sanna.
Vér leitum hans um lífsins tíð
sem ljós er skyldan manna.
7.
Og eftir lífið englavist
endalaust að halda,
skapara vorn að lofa með list
og lifa um aldir alda.
8.
Svo að vér skynjum skyldu þá,
skaparans réttan vilja
og orð hans lærum jörðu á
sem oss gaf hreint að skilja.
9.
Því játa eg mér sé meir en skylt
mannvits teikn að sýna
svo vilja Guðs vér fengjum fyllt
að fræða granna mína.
10.
Í trausti Guðs eg gjöri sem fyrr
af góðri Skrift mér kvæði
til þess eins, ef annar spyr
og ungdóm þar með fræði.
11.
Fær því margur kvæðakver
keypt með hægu verði
sem Biblíu ekki ber með sér
svo börnin fróð að gjörði.
12.
Hvað Drottins hjálp er dásamleg,
í diktan vilda eg færa.
Þegar að neyðin þvingar mjög
þetta er gott að læra.
13.
Arpaksat hét stillir sterkur
er stýrði Medía ríki;
í þann tíð virtist vitur og merkur
svo varla fannst hans líki.
14.
Ekbatana hét öðlings borg,
sú efldi stýrir landa: [skýra]
Hennar múra, hús og torg
lét hagleik bestum vanda.
15.
Herlegt port sem hæsta turn
með hvörs kyns list og prýði
svo þann tíð rann ei þaðan af spurn
að þvílíkt fyndist smíði.
16.
Af miklum heiðri metnast sá
Medía kóngurinn sterki;
sóma vill og sæmdir fá
af soddan snilldar verki.
17.
Nabogosor nefna skal,
niflung Sýrlands þjóða,
að Níníve borg, í sínum sal,
sat með hermenn góða.
18.
Þá árin hafði tíu og tvö
tiggi stjórnað landi
styrk af öðrum þjóðum þá
og þreytti stríð með brandi.
19.
Af magt og heiðri metnast kann
og mestu linnasýki.
Arpaksat lét helslá hann
og hélt það gjörvallt ríki.
20.
Um Ciliciam sendi boð
og svo til fleiri landa;
gildlegt bauð þeim geira roð
eða ganga sér til handa.
21.
Um Austurlöndin öll í senn
og inn til Gyðinga þjóða,
kaskur lætur kóngurinn
kostinn þennan bjóða.
22.
Kóngar neita kosti hans
og kváðust ríkin verja,
hvör sitt land með múga manns
þá milding vildi herja.
23.
Þegar sem heyrði þessi svör
þengill Sýrlands drótta
í hjartað fló sú heiftar ör
að hreppti af margur ótta.
24.
Við sína tign og sætið frítt
sór og ríkið besta
hann skuli öllum hefna strítt
sem honum ei eiða festa.
25.
Að liðnu ári leyndartal
lofðung hefur enn mildi
við höfðings menn í háum sal
hefnast því hann vildi.
26.
Ráðgjafar með ræsir það
ráða úr málum vöndum,
með herskildi, sem hilmir bað,
að hefna á öllum löndum.
27.
Heimtir til sín hertugann þann,
Hólofernem sterka,
sem fleina rjóða fullvel kann,
fús til slíkra verka.
28.
Við hertuga þennan hóf svo tal:
Þú hefn á öllum lýði;
legg þú allt það ýtaval
undir mig með prýði.
29.
Þú skalt herja á þessi lönd
er þvert að vestri liggja
svo gjörvöll þjóð mér gangi á hönd
eða grið skal engin þiggja.
30.
Hundrað þúsund hertuginn bjó
herlið vítt á stræti
og tuttugu þúsund þar til þó,
það var allt á fæti.
31.
Tólf þúsundir þess að auk,
þó með heiðri mestum,
við bakkakólf og benja lauk
bogmenn alls á hestum.
32.
Undan sér lét orkuhnár
allt það herlið venda
með úlfalda og ótal fjár,
einninn gullið brennda.
33.
Hólofernes hélt á stað
með hvörs kyns auð og mengi,
korn og gull svo kunni það
klárt að reikna enginn.
34.
Vagnar hans og vaskur her
völlu þakti nærri
svo öngvan flöt þar auðan sér
sem engisprettur væri.
35.
Hann kom fyrst með herinn þann,
þar heita fjöllin Angi,
úr Sýrlands ríki og sigurinn vann
með sókn og ofsa gangi.
36.
Langt er að færa í ljóðavers
lönd og borga heiti
þau sá harður Hólofernes
hjó með brýndum hneiti.
37.
Suður og austur sóknarfrekur
senn að skömmu bragði
Hólofernes herja tekur
og heiminn undir lagði.
38.
Yfir um vatnið Evfrates
allt tók hann að herja;
sem eldur í sinu út sig les
og eyddi þeim sem verja.
39.
Honum í móti ei höfðu traust
heldur en börn og kvendi.
Til Damaskum kom hann um haust
og hveiti gjörvallt brenndi.
40.
Eldinn þann og ógna her
óttast landsins mengi
svo þaðan af hvar sú fregnin fer
frá eg sig verði enginn.
41.
Allir kóngar óska sér
undirgefni að veita
heldur en falla fyr þeim her,
friðar með góðu leita.
42.
Það bauð hvör að þeim sé kært
þaðan af skatt að gjalda
af sínum löndum sé það vært
sjálfum lífi að halda.
43.
Kvikfé, borgir, lýði og lönd
til lífs og góðra náða.
Það felum vér á þíns herra hönd;
hann skal öllu ráða.
44.
Þá nam stöðvast herför hans,
hirðmenn velur sér besta
af þeim fræga múga manns,
mæta gripi og hesta.
45.
Ótta þess, sem af honum stóð,
allar þjóðir kenna
og stilla hvörs kyns strengja hljóð
að stöðva herrann þenna.
46.
Goða hofin þeir höfðu misst
sem hilmir bauð að skerða
en göfgva sig með sæmd og list
svo mun breyta verða.
47.
Hvör sá maður er hertuginn vann
hjátrú skyldi snúa,
ef náðir fékk þá neyðist hann
á Nabogosor trúa.
48.
Eftir þetta eflir styr
enn um löndin fleiri;
undir leggur allt sem fyrr
og eykst því hræðslan meiri.
49.
Get eg ei öll þau grimmdarverk
greint í óðar smíði
sem Hólofernis höndin sterk
hefur þar gjört í stríði.
50.
Flyst hans óðum ferðin bráð
fram og vó með brandi
austanvert á Edóms láð
allt að Gyðinga landi.
51.
Heilan mánuð hélst þar við
og helstar vinnur borgir;
fólki Guðs því felmtrar við
og fékk af margur sorgir.
52.
Gyðingar hræðast hernað þann
og hertogans villu ljóta
að Jerúsalem muni eyða hann
og altari Drottins brjóta.
53.
Einstig láta athuga mest
og allt til varnar búa
en Guð mun lýð sinn geyma best,
gott er honum að trúa.
54.
Þó undan falli í óði flest,
einkum skikkan landa,
borga heiti og héraða mest,
hér skal ríman standa.