Rímur af bókinni Júdit – Fimmta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af bókinni Júdit 5

Rímur af bókinni Júdit – Fimmta ríma

RÍMUR AF BÓKINNI JÚDIT
Fyrsta ljóðlína:Leiða verður Frosta far
bls.160–163
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
1.
Leiða verður Frosta far
fimmta fram á orðamar
heldur en iðkja ekki par [Ath. 2. útg.]
um Júdit þá hún í tjaldi var.
2.
Heilagur andi hafði lént
henni snilld og orðamennt,
þar með ráð til þessa kennt
fyr þýða bæn og trúna sent.
3.
Dæmin slík um Drottins náð,
dugnað hans og hjálparráð,
hjarta góðu er heilnæmt sáð
í hæstu neyð ef þess er gáð.
4.
Ef reynir hug með hjartans trú
til himna Guðs og skynjar þú
fyr eins manns bæn kom aðstoð sú,
er hann svo vís að hjálpa nú.
5.
Davíðs trú var helg og hrein,
hafði lítinn slöngvu stein,
Golíats hæfði hausar_ bein
svo hann fékk af því dauða mein.
6.
Móyses trú var sterk og stór,
hann stjórnar lýð og undan fór,
ei til bænar orkusljór,
opnast varð hinn rauði sjór.
7.
Jósúi bað þá efldist styr
einn til Guðs sem ritað var fyr;
fyr almátt guðs og ástar byr
eina nótt stóð sólin kyrr.
8.
Gideon vann svo góðan sigur,
gekk hann fram með bestan vigur,_
óvina lægðist ofsinn digur,
andi Guðs er dásamligur.
9.
Enginn fær það innt né tjáð
allt sem stendur ritað og skráð
hvað Drottins veitti dýrleg náð
fyr dugandi manna bænarsáð.
10.
Í hæstu neyð að hjálpa kann,
hefur Guð jafnan plagsið þann
að veita lið fyrir veikan mann;
veröldin öll að prísi hann.
11.
Svo veitti Guð að Júdit ein
fyr orða snilld og prýði grein
Hóloferni gat hringa rein_
hættlegt unnið dauðamein.
12.
Fyrst lét Guð honum sýnast svá,
satt það mælti auðar ná_
og hennar frýðleik hugnast þá
svo hertugans öllu sinni brá.
13.
Orðum þeim réð ansa nú,
sem áður fyrri mælti frú:
Himna Guð sá heiðrar þú
skal herra minn ef reynist trú.
14.
Höfðingjar og helstu menn
hertuga svöruðu allir senn:
Í veröldu hvar sú ræða renn
ristill_ mun sá frægstur enn.
15.
Hólofernes, kvað herra minn,
þann hæsta kóng á jörðu finn,
Nabógosor, sætan svinn
sómann best mun hefja þinn.
16.
Þinn Guð virðing veitti mér,
vísa gjörði hann hingað þér
áður en landið eyddum vér
og ólmast tók minn grimmi her.
17.
Hann biður að leiðist lauka rein
í landtjald sitt með prýði grein
þar guðvefs perlin_ geymast hrein
og gullleg skrín með fílabein.
18.
Fæðu þá skal falda skorð_
fá sem gefst á hertugans borð
og vera með æru virðing gjörð;
vífið talaði þvílík orð:
19.
Yðar fæðu og veglegt vín
eg voga ei fyrst að taka til mín,
því hræðunst eg, kvað hringa lín,_
þess hefni Guð með reiði sín.
20.
Það vín og brauð, kvað veiga grund,
vel mun endast nökkra stund
sem hefur mín þerna hýr í lund
hingað borið á yðar fund.
21.
En hvar skal þá, að hertuginn tér,
henta_ kost ef þetta þver.
Júdit við hans æru sver
að einn Guð best fyr þessu sér.
22.
Svaraði víf, af sorgum kvitt,
svo vel endist nestið mitt
að fyllir Drottinn fyrirheit sitt
en framkvæmt verður erindið þitt.
23.
Þénarar vildu að þorna ná_
þessum herra svæfi hjá
en hún fékk orðlof út að gá
fyr elsku Guðs um dagana þrjá.
24.
Kvöld og morgna út og inn
ávallt gekk sú brúðurin svinn;
í nökkurn dal bað Drottin sinn
að duga sér brátt með tár á kinn.
25.
Gagnvart staðnum gjörði bæn,
gekk þá síðar brúðirin_ kæn
heim í tjald svo hrein og væn
þar hanga í kringum perlin græn.
26.
Þann fjórða dag vill fylkir fá
fríða að spenna_ menja ná._
Við Bagóa talar með blíðu þá
þann bestur sveinn var honum í hjá.
27.
Teldu um fyrir tvinna hrund
hún tefji ei lengur yndis stund
því oss er skömm ef auðar grund
óspillt kemst af vorum fund.
28.
Sveinninn talar við seima ná:
Sofa vill herrann yður hjá.
Vífið sagði við því já,
vald hefur hann þar gjarnan á.
29.
Allt hvað herrann óska kann
eg læt veitt með fullan sann
því honum eg víst um ævi ann
og allmjög gleðst við boðskap þann.
30.
Sig þá prýðir sætan rjóð,
síðan fram fyrir hertuga stóð.
Hans hjarta brann svo heitt sem glóð
og hýrlega talar við listar fljóð:
31.
Sittu hjá mér silki lín,_
síðan þiggðu kost og vín.
Fegurðar mynd og fremdin þín
fullvel geðjast huganum mín.
32.
Júdit svarar og er því glöð:
Aldrei fékk eg svo þvílíkt boð.
Hún át og drakk með öngvan móð
það Abra veitti, þernan góð.
33.
Þá drakk herrann þennan dag
og þótti flest allt ganga í hag,
áfengt vín með æru plag,
aldri hafði hann þvílíkt lag.
34.
Að kveldi gengu hirðmenn hans,
harla drukknir, burt til sanns
og Bagóa, líki listar manns,
lukti dyrnar hvílu ranns.
35.
Hertuginn sjálfur sofnar þá,
sat þar Júdit honum í hjá.
Þernuna biður hún þess að gá
að þar sé enginn úti hjá.
36.
Júdit gekk að hvílu hraust,
herrann bað með lágri raust:
Áform mitt er efunar laust,
auk mér bæði styrk og traust.
37.
Veittu mér að vinna það
verk sem ég þig áður bað
að frelsa þinn enn fræga stað,
fyrirheit þitt þar víkur að.
38.
Sverð hans beitt úr slíðrum dró,
sjálfan Guð bað hjálpar þó,
tók í hár og tvisvar hjó,
við tignar manninn þanninn bjó.
39.
Höfuðið skar hún herðum frá,
hratt svo bolnum gólfið á
og burtu gekk með blæju þá
sem breidd var yfir þar eð hann lá.
40.
Hólofernis höfuðið fékk
hinni kvinnu að bera í sekk;
síðan út með siðsemd gekk,
sú var Guði og mönnum þekk.
41.
Í þann dal sem áður veik
oft til bæna falda eik
og þaðan í stað frá þessum leik
þvert til borgar snótin keik.
42.
Varðmenn kallar Júdit á,
upp skuli porti staðarins slá
en þeir strax sem sætu sjá
segja borgar herrum frá.
41.
Höfðingjar, sem hróðurinn kvað,
hitta Júdit þegar í stað
því örvænt þótti áður um það
hvört aftur kæmi hún þangað að
42.
Þeir gengu í kringum kléna drós
og kveiktu um nótt í myrkri ljós.
Gefið mér hljóð, kvað gullas hnoss,
meðan greini eg hvað Guð veitti oss.
43.
Þökkum Drottni því að hann kann
þeim að duga er treysta á hann,
fyrir mig auma fella vann
furðu grimman óvin þann.
44.
Hún sýndi hans höfuð og sængartjald
svo mælandi, búin með fald:
Ein kvenmanns hönd fyr herrans hald
helsló Sýrlands maktar vald.
45.
Hún sver við Guð að syndargráð
sitt hefði ekki flekkað ráð
heldur Drottins hæsta náð
hreina styrkt að vinna dáð.
46.
Þeir lofuðu Guð og sögðu svá:
Sé honum dýrð og vegsemd há
sem einn hefur skapað alla þá
er oss hafa viljað herja á.
47.
Óseas herra henni tér:
Heilög ertu, dyggða ker,
það skaðamaður vor skemmdur er
skapara heims það þökkum vér.
48.
Hann hefur gjört þér hæstu frægð;
þú hirtir ei um lífsins vægð;
Guðs fólks meir þú girntist hægð;
þín gengur um heiminn sóma nægð.
49.
Hefur þú lof sem heimur er víður,
himna Guðs er sigurinn fríður.
Amen sagði allur lýður,
Akíor leiða fyrir sig býður.
50.
Segir til hans hin svinna frú:
Sá Guð einn, sem lofaðir þú,
höfuðlaust gjörði herlið nú
Hólofernis fyr mína trú.
51.
Svo vitir þú það víst til sanns
að valdi er eytt þess grimma manns
sjá þú hér er nú höfuðið hans
sem hæddi skaparann sjós og lands.
52.
Hótaði þér, í hefndum stríður,
helju þá vor félli lýður.
Akíor datt í óvit niður
þá yfirmanns leit hann höfði viður.
53.
Hann fékk sitt megn og féll á hné,
fljóðið biður að blessað sé;
dýrðin Guðs ei dragist í hlé,
þín dreifist frægð á jörðunni.
54.
Í veröldu hér mun heitið þitt
héðan af bæði frægt og frítt;
fyr dásemd þá skal skal Drottins títt
dýrkast nafn um heiminn vítt.
55.
Vér lofum þann Guð sem leysti þjóð,
það læri að vanda börnin góð;
svo fell eg niður enn fimmta óð,
mér förlast mennt en stirðna hljóð.