Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sá föðurlausi

Fyrsta ljóðlína:Framandi kom eg fyrst hingað
Þýðandi:Jón Þorláksson
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aBaBcc
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur til skýringar:
„Snúið úr dönsku. Eptir tveim handritum, og er annað
með hendi séra Jóns.“
1.
Framandi kom eg fyrst hingað
föðurlaus, sviptur öllum mínum,
eitt hjarta bar, eg átti það,
og iðjum tamar hendur sínum;
Marteinn karl að sér mig þá tók,
mér og hvervetna gæfu jók.
2.
Hann var hygginn með eðal-óð,
(eðla kann líka bóndinn vera)
stolt hans búskapar stétt var góð,
stórmennska: ráðvant þel að bera;
hann enti, guði og hilmi trúr,
hýrt líf rósömum andláts-dúr.
3.
Helgikvöld sat eg honum með
húsfreyjan áður borð upp léti,
spurði þá karl með glaðbært geð:
„Girnist þú, Jón! að fá Margréti?“
Kætin mér tungu keyrði í bönd,
kyssti eg þegjandi föðurhönd.

4.
Þér vil eg, Faðir! þessa gjöf
þakka sem hinar óteljandi
fyrir héðan og handan gröf,
hugur meðan er til og andi;
hans skal í minni þökk til þín,
þín velgjörð er í hans til mín.