Rímur af bókinni Júdit – Þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af bókinni Júdit 3

Rímur af bókinni Júdit – Þriðja ríma

RÍMUR AF BÓKINNI JÚDIT
Fyrsta ljóðlína:Í þriðja sinn skal mærðar malt
bls.156
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
1.
Í þriðja sinn skal mærðar malt
meiskra áður en dofnar allt
því hitunar manni ber til böls
að bregðist kveik hins góða öls.
2.
Efnið kvæða er einka frítt
þó óðar smíð sé vandað lítt,
þiggi börnin þetta kát,
þau eru jafnan lítillát.
3.
Því vil eg kenna þetta ráð
sem þörf er að allir fengi gáð:
Yfirbót sönn er Kristí kær,
kæru börn, það stundum vær.
4.
Vor náttúra er vond og spillt,
vélasmiðurinn fær oss villt.
Ekki er hægt við synd að sjá,
sækjum allir lækning þá.
5.
Getnaður vor og fæðing fyrst
fullt er allt með syndalyst.
Endurfæðing, skírnin skær,
þau skaðleg mein í burtu þvær.
6.
Vér skeikum oft af skírnar eið
í skaðleg föll og afbrot leið
eins og sá sem komst á kél
úr kafinu upp en hélt ei vel.
7.
Ef kafar hann upp í annað sinn
átök verður að reyna stinn.
Á einni fjöl komst oft til lands,
það iðran merkir syndugs manns.
8.
Heiti skírnin hjálpar fjöl,
úr háska fyrst oss bjargar vel.
Yfirbót kallast önnur slá
er vér seinna fleytunst á.
9.
Í synda djúp oft sökkvum vær
síðan að skírn oss alla þvær;
iðran hreina herði þá
hvör sem girnist landi ná.
10.
Iðran heitir angur og trú,
umbót lífs í heimi nú;
svo sem að Davíð diktar glöggt,
Drottinn virðir hjartað klökkt.
11.
Guðs fólk þetta gjörði títt
þá gengu að því nauðir strítt;
af heitri iðran, hjartans bæn,
hjálpin veittist fyrir það væn.
12.
Áður fest eg Austrar far
þar Akíor frómi leystur var.
Fyr Ísraels herra heim í borg
hann var leiddur, firrtur sorg.
13.
Þeir frétta brátt hvör byndi hann,
birtir gjörla aðburð þann.
Þá höfðingjarnir heyrðu það
á hné fallandi þegar í stað.
14.
Með öllum lýð þeir hrópa hátt
að himna guð sinn birti mátt
hvörn Akíor leyfði ljóst sem má;
hann leysi nú bæði hann og þá.
15.
Líttu, Drottinn, lýðurinn kvað
á lækkan vora í þessum stað
en fjandmenn þessa fell í strá
er fyr sitt dramb oss herja á.
16.
Þá alla nótt með angri bað
Ísraels fólk í greindum stað
en Ósías hafði Akíor veitt
og æðstu mönnum heimboð eitt.
17.
Hólofernes herðir strax
hermenn sína annars dags.
Til Betúlía borgar heim
býsna múgur fylgir þeim.
18.
Taldi eg áður traustan her,
hann tók að auk í fylgd með sér
hrausta menn af hvörri þjóð;
af hernum þessum ógnin stóð.
19.
Þá Betúlía borgar menn
sjá býsna her þann að þeim renn,
á hné fallandi hræðast meir,
himna Guð á kalla þeir.
20.
Einstíg fjalla verja vel
vaskir menn af Ísrael;
halda vörn sem hafa til þrótt
á hæðum uppi dag sem nótt.
21.
Þá Hólofernes hugði að
hvar hleypt var vatni inn í stað,
renni stokka heggur hann
svo hvörgi síðan vatnið rann.
22.
Lýðinn sótti þorsti þá
þó þeir hefði brunna smá,
þar neyslu vatni náðu á laun,
nóg var þeim að slíku raun.
23.
Ráðgjafar mæltu víking við:
Veistu herra að borgar lið
hvörki hefur nú hug né megn
héðan af oss að vega í gegn.
24.
Á hæðum uppi halda sig,
hér fyrir viljum eggja þig
bívara láta brunna þá,
borgar menn það deyða má.
26.
Hertuga ráð það hagar í vil
svo hundrað manna skikkar til
að bívara sérhvörn brunninn einn,
til bragða slíkra ekki seinn.
27.
Í tuttugu daga þorsti þar
þjáði allt í staðnum var.
Fyr Óseam gekk þá allur lýður
og öldungunum þá kosti býður.
28.
Vér viljum fyrr, að fólkið kvað,
með friði gefa upp þennan stað,
ganga svo á hertogans hönd
heldur en meir vor kveljist önd.
29.
Vér höfum til vitnis himin og jörð
að hefði fyrr sú sáttargjörð
gengið eftir vorri vild
þá væri nú ekki neyðin gild.
30.
Betra er það vér þjónum þeim
þó þar fyrir missum auð og seim
en kveljist vorar konur og börn
fyrst kunnum ekki að veita vörn.
31.
Vér megum halda vorri trú
þó veitum þessum hlýðni nú;
því kjósum heldur krankan deyð
en kvelji oss lengur þvílík neyð.
32.
Sárt var lýðsins sorgarkvein
en sumra bæn var klár og hrein;
játuðu þar með syndir sín
svo mælandi af hugarins pín:
33.
Vér höfum styggt þinn veldismátt
og vorir feður á líkan hátt
en mikil og stór er miskunn þín,
mildi Guð, oss leys frá pín.
34.
Herra, legg þú hirting á
en heiðna lát oss ekki þjá
svo hugsi ei sú heimska þjóð
að hafir þú engin ráðin góð.
35.
Þá Óseas þar til færi fékk
fram fyrir lýð með tárum gekk,
bað þá enn þó böl sé grimmt
bíða til þess liðin er fimmt.
36.
Fáu vér ekki fullting senn
fáum að liðnum dögum enn
þá skal breytt sem biðji þér,
betra ráð þeim Drottinn sér.
37.
Þetta fréttir ekkja ein
þar innan borgar lyndis hrein,
Júdit mild hvör menntir bar
og Meraríe sú dóttir var.
38.
Ísraels komin af ættarlið
er það glöggt að kannast við;
af Símeons kyni svo skal tjá,
sjálf fimmtánda Jakob frá.
39.
Hún hafði átt einn mætan mann,
Manasses var nefndur hann;
andast hafði á akri sá
eftir því sem bækur tjá.
40.
Grafinn var hann í breiðri borg
Betúlía en ekkju sorg
hafði Júdit hjartaklár
haft eð fjórða síðan ár.
41.
Hús það eitt var herlegt smíð
þar hélt sig þessi ekkjan fríð,
klædd í sekk hjá kvinnum sat,
kenndi hvörki öl né mat.
42.
Hvörn dag nema þá heilagt var
hafði Júdit fastað þar.
Sú var bæði fögur og fróm,
frægan hafði manna róm.
43.
Að ótta guðs og auði rík,
ekkja fannst þar varla slík;
einum Guði svo unni fast
að engin tunga gaf henni last.
44.
Júdit sú, sem sagða eg frá,
sendi á fund við herra þá
Kambrí hét og Karmí þeir,
komu til hennar báðir tveir.
45.
Eg hefi spurt, að Júdit kvað,
að Óseas vilji gefa upp stað
þegar sem líða þrír og tveir
þessir dagar en ekki meir.
46.
Held eg þetta heimsku ráð,
hvað mun slíkt orð öðlast náð,
heldur reiði og hefnisamt
himna Guði að setja skammt.
47.
Því er mitt ráð að iðrunst nú
af innstri rót og góðri trú,
ráði snúum á réttan veg
því reiði Guðs er stöðvanleg.
48.
Bræði manns er beisk og hörð,
blygðast ei við mjúkleg orð
en reiði Guðs þá gengur hæst
gjarnan fylgir náðin stærst.
49.
Því leitum Guðs með lifandi trú
að lækkan vora aumka nú,
gefi oss eftir góðvild sín
gleði en svipti hryggð og pín.
50.
Óvina dreiss og drambið ljótt
Drottinn lægi furðu skjótt
því vér erum snúnir villu frá
og vitum hann einn að kalla á.
51.
Foreldrar vorir fengu smán
fyrir þá synd og ævirán;
að öðrum guðum þéntu þeir
þess var von hann reiddist meir.
52.
Með þolinmæði og blíðri bæn
bíðum þess að hjálpin væn
af Drottni kemur og heiðinn her
hinn fær smán en frelsunst vér.
53.
Þér höfðingjar huggið lýð,
þeir hugsi að forðum reyndu stríð
höfuðfeður sem heyrast má
því herrann vildi reyna þá.
54.
Abraham slíka ánauð bar,
Jakobs líka freistað var,
Móyses samt á marga lund;
þeir máttu líða hryggðar stund.
55.
Og því þeir stóðu stöðugir rétt
stríði hefur Guð af þeim létt
en hinir sem Drottni féllu frá
fengu smán sem leturin tjá.
56.
Þolum nú allvel þessa raun,
það eru hægri syndalaun
en vér höfum unnið til,
oss snýst þetta reitt í vil. [Etv. misritun fyrir riett]
57.
Óseas svarar og æðstu menn
orðum hennar strax í senn:
Góða kvinna af Guði er þú,
gjörðu bæn fyrir lýðnum nú.
58.
Júdit svarar í annan stað
eftir því þér skynjið það
að réttvís sé mín ræða og trú
þá reynið hvað eg formá nú.
59.
Biðjið Guð hann gæti mín
og gefi mér styrk af anda sín,
verk það fylli víst til sanns
sem vinna mun eg í trausti hans.
60.
Í nótt skal geyma að varðhald vort
þá vitja eg út um staðarins port
en hnýsa ei um hvað hefst eg að
en hugsi Drottinn best um það.
61.
Biðjið að herrann hjálpi nú
úr háska oss með góðri trú
svo óvina maktin eyðist grimm
áður en líða dagarnir fimm.
62.
Biðjið þess, kvað brúðurin svinn,
að bendi eg yður í annað sinn
af hjarta biðji hvör sem má
himna Guð til mín að sjá.
63.
Óseas biður hún fari með frið
og fleira annað borgar lið;
hefni Guð vor heiðnum á,
hún gekk burt og kvaddi þá.
64.
Undan fellur mikið og margt
mál er þó að hvílast snart.
Þriðju rímu þagni ljóð,
þiggi og læri börnin góð.