Gísla Oddssyni 1612 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gísla Oddssyni 1612

Fyrsta ljóðlína:Gísli í Guðs varðveislu
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
1.
Gísli í Guðs varðveislu,
góður son Helgu móður,
fæddur *föðurnum Oddi,
fátækan afa sinn ræki,
Einar, er heilsar honum,
hraustur karl, að austan,
minnugur máls af brunni,
með blessanarkveðju.
2.
Ber mér eitt sinn á ári,
ættkvíslar blóm Gísli,
senda þér vísu vanda,
vessasmíð nýtt og blessan,
láta þig víst og vita
vort hús ekki skortir
bæði blessan góða
og bestu lífsheillir flestar.
3.
Það var þó mín gleði
þetta ár mest, mig hitti
nafni þinn með nóg efni
af náð Guðs og styrk báðir
föður þíns mest og móður
meinalaust við fá sveina,
ótal engla sveita
aftur leiða með krafta.
4.
Framar fékk eg í tíma
færi gott, þó seint væri,
að senda greitt til Grundar,
gaf mér svar frómur afi
þinn, sem klárast kunni,
og kjör eg á allt skal vera
tryggðamál, sem hann sagði,
og séra Jón frægð að bera.
5.
Hugleið, Gísli góði,
Guðs verk, svo þau merkir;
eg er víst öllum lægri
aum mannkind í heimi;
dásemd drottins ljósa
daglega sé eg þó fagra
mér, sem hér nú heyrið,
af heitri ást og náð veitast.
6.
Þar af þú mátt læra
það vor sæti faðir
sinn lærdóm vill sanna,
syndugum ei frá hrinda
sinni náð, sem honum unna
og sonar Guðs styrk á vona,
en ekki annarri lukku
eða hreysti sjálfs treysta.
7.
Láttu, sonur, því þetta
þér gleðiligt vera,
mín bæn *þér skal þjóna
og þinni nauðsyn bót vinna;
mér, á meðan eg tóri,
mundu allar lífsstundir
unna og öll að minnast
erindin þau þér senduð.
8.
Fylgir flokkur Helgu,
finnur hún þar mitt sinni,
hennar ætt hef eg unnað,
hennar vakti mig penni,
hennar ráð hjálpar minni
hugarveiki svo dugi;
þó fasta eign barn mitt bresti,
það bæta orð ljúfrar sætu.
9.
Fersk vaxi þér viska,
víðfrægð tryggð og hlýðni
með guðhræðslu góðri
og grandalaus heilags anda
ástgjöf allra besta,
endadag góðan hendi,
best líf búið með Kristi.
Blessan mín orki þessu.