Einn flokkur um fall Adams og endurlausn mannkynsins | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn flokkur um fall Adams og endurlausn mannkynsins

Fyrsta ljóðlína:Fyrst vor Guð, herrann hæsti
bls.208–212
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Fyrst vor Guð, herrann hæsti,
hvörn mann skapti þanninn
með viti og vildi láta
veita sér göfgan heita,
því skyldu vér skaparans halda
skær boð og það læra
að þekkja hann og ná nökkrum
neista guðlegrar ástar.
2.
Skrifar Páll að vær ella
ekki kunnum Guð þekkja
utan vér glöggt að gætum
gjörðum hans og það verði
fyrst svo að himininn hæsta
og hjólið, kringlu sólar,
skoðum með skærri prýði
og sköpun heims, foldar geima.
3.
Móyses mun það lýsa,
minnugur, í bók sinni,
að hafi Guð, herrann ljúfi,
himin, jörð og sjó gjörðan,
í upphafi allrar skepnu
englar fyrst kraftinn fengu
og Lúsífer ljóma bæri;
leið synd fékk þó blindað.
4.
Ofdramb inn réð svífa
ört í saurgað hjarta
Lúsífers, hygg að hvörsu
hræðilega Guð reiðist;
honum með selskap sínum
sneyptum þegar að steypti.
Sá áður bar alla prýði
öflugur varð að djöfli.
5.
Skarð það á var orðið,
engla hirð fyr sér virðir
Drottinn Guð og þá þótti
þeygi svo standa mega;
vildi því mann af moldu
máttugur skapa sem átti
að geta börn svo það sæti
sér til dýrðar fullt yrði.
6.
Guð, sem getið er víða,
gjörði því mann af jörðu
og vildi hann mætti halda
himna vist þá er fyrr missti
Lúsífer, orðinn að ári;
ofgreypilig sneypa,
sú brennir hann illa innan,
olli því mannsins falli.
7.
Vind og eld vísdóms andi
verkaði af náð sterkri;
eld og sjá æðst í gildi,
elementa vel hentug;
svo þar af þessum fjórum
þýður Guð skapti síðan
mann til myndar sinnar
þó missti brátt eðli fyrsta.
8.
Hér næst skal það skýra
að skóp svinnur Guð kvinnu
væna af bognu beini,
blíður, úr Adams síðu
honum til yndis eina
og setti boð þetta
fíkjur fróðleiks eikar
til fæðu aldrei að snæða.
9.
Öfundsjúkur fór fjandi
að finna að máli kvinnu;
talar armur úr ormi
að uppréttum búk þetta:
Eva góð, eplið fríða
eta væri þér betra.
Þín speki mun af því aukast
að öllu lík Drottni ríkum.
10.
Svikin burt frá sannleika
svinn brúður lygð trúði
að það eplið sæta
og æði villt hjónin bæði
jafnsnart yfir þau stefnist
æðru grand þar eð ber standa;
gátu séð líkams lýti,
leiðast undir Guðs reiði.
11.
Guðs mynd fyr svik fjanda
fyrstu hjónin svo misstu;
kvíða við döprum dauða,
fyr Drottni brugðust á flótta.
Allt það eðli spilltist,
aum synd dyggðum hindrar;
Satan fékk svo til þrautar
sóma eytt, mannkyns blóma.
12.
Hörmung sár með harmi
hvarf til vor með arfi,
hatur, þrá, hvörs kyns lýti,
hugargrand, þrælkan fjanda,
réttlát reiði Drottins,
rík, með bölvan slíkri,
síðan sótt og dauði,
sálartjón elds í báli.
13.
Réttdæmur réð Drottinn
reiður úrskurðar beiða
systur: Sannleik besta,
og sitt ágætt Réttlæti,
Friðsemi framleiðir,
fjórðu Miskunn til orða;
frétti hvört maðurinn mætti
myndugur bæta syndir.
14.
Dyggð sannleiksins sagði
svívirðing eilífa
dæmdir þú Drottinn reyndar
og dauðans allar nauðir
Adam ef svo kæmi
að eilíft veldi þitt hrelldi,
réttvísi kvaðst kjósa
sem klettur ei halli rétti.
15.
Fréttir enn dýrðar Drottinn
og dæma vill hvört góðnæmar
engla stéttir meir máttar
mættu hann við Guð sætta.
Réttlætið víst vottar
væri þetta óréttast
að andi sá aldrei syndgar,
engill, í dauða gengi.
16.
Sannleikur einn veg innir
að engill hafi ei fengið
almátt að það bætti
aftur sem maðurinn tapti;
þær tvær systur sóru
satt og rétt að Guð mætti
fyr orð sín illra gjörða
efna og á manni hefna.
17.
Friðsemi gegn greiðir
gott svar, tjáir svo Drottni:
Varðar þig mest að virða,
vitur kóngur, það öngva
mótstöðu mátti veita,
moldarker tekið úr foldu,
anda þeim er fyrr sýndi
ofurdáð, þig forsmáði.
18.
Fjórða systur mál mesta,
Miskunn, flytur af visku:
Hvað kann hug þinn mæða
heldur en það kvelst í eldi
skepna þín, skapari, töpnuð
með skratta þeim hana til hvatti
fyr lygina þínu að þrúga
þarfgjörðu boðorði.
19.
Hann hefur enn þá unnið
og eytt líka þitt ríki.
Það er þér engin æra
um aldir þess maðurinn gjaldi
sem getur ei gjört til bóta
grand þó hann kvelji fjandi.
Því verður þú, Drottinn dýrðar,
dýrra ráð fá til náða.
20.
Hjartagæskan brátt birtir
bót vandræða fljóta.
Sonur Guðs, hulinn í hreinu
hjarta föðursins bjarta,
af hæstu spekt segir að systra
slík ráð skuli sér líka
og stilla svo hvörgi hallist
hóf mundangs þá prófast.
21.
Eg vil, segir hinn sæli
sonur Guðs, draga til vonar,
með föðursins réttu ráði
og ráðvanda heilags anda,
mitt orð maður að verði
á mold og klæðist holdi,
líða sjálfur svo dauða
en sýna líkn þræli mínum.
22.
Elskan fræg án fölska
föðurs með lyndi glöðu
og sonarins allt að einu
ann svo töpuðum manni
sem guðdóms gæskan ræddi,
gjörðu statt að svo verði
ráðið að Guðs son góði
gjörðist maður á jörðu.
23.
Sannleikur hans svo kunni,
sætur og strangt réttlæti,
haldast hvað sem gildir
helstríð maður að líði
en friðarins milda móðir,
Miskunn, studdi viska
svo lifandi Guð með lífi
leiði dátt allt til sátta.
24.
Sá dómur á hæsta himni
heimuglega svo geymist
að ei vita engla sveitir
þá álykt eða ráð diktað
þar til að þetta birtir
þrenning blómstri kvenna,
Máríu, máli skýru
með Gabríels kveðju.
25.
Síðan af hæstum hæðum
hátt kallar Guð Drottinn
Adam hvellum hljómi:
Hvað gjörðir þú á jörðu.
Maðurinn mjög þá hræðist,
mælir að kvinnan tæli
sig, sú hann átti að eiga
áður til bestu ráða.
26.
Orðið Guðs að því spurði
og innir: Því braustu kvinna?
Hún sagði sig hafa teygða
svika form, djöfull í ormi.
Hræðileg hjónum báðum
hefning yfir að stefnist;
var þó vægðin meiri
en verðar eru tilgjörðir.
27.
Ormi þeim hinum arma,
er áður gekk fram á láði,
reiður Guð, skipar að skríða
skjótráður undir fótum
manns og hauðrið hreinsa
en hótar fjanda því grandi
að kvíðalaust kvinnu sæði
kjálkarót hans skal brjóta.
28.
Settur skal, sagði Drottinn,
með sæði því og þér bæði
fjandskapur utan enda,
egnir þig sem kannt megna,
móti því munt þú bíta,
þá mæl eg um, víst í hælinn
því ei fær orkað meira
oftrylldur þó að vildir.
29.
Kvinnuna þjáði þanninn
þegar með angurtrega
að hún með eymdum fæði
og undirgefni mann stundi
en bráðgjörð bölvan jarðar
banna skal heillir manni;
með erfiði allt til dauða
afli bæði sér fæðu.
30.
Ólmur auðnu tálmar –
eins og ljón – þeirra hjóna
fyrsta son fyllti lesti
fjandskap bróður að granda
– Satan – svo þau væta
sínar brár þrátt af tárum.
Gleður þó samt um síðir
það sæði kvinnu mun fæðast.
31.
Vélasterkur oft orkar
um aldra heims með þeim galdri
eiturdreki sá svíkja
sæmdarmenn hér nafnkennda,
Lot sem datt með dætrum,
drukkinn víst, í ólukku.
Jessa son, einninn vissum
allir, Davíð, þungt falla.
32.
Salómon, hvörs vér hælum
höfuðspekt umfram jöfra,
blindað gat forni fjandi
og fjötur táls lagt að Pétri;
son Guðs sjálfan reynir
í senn með freistni þrenna;
frægum fékk sá sigri
felldan orm brennt í eldi.
33.
Kristur varðist vel freistni,
vann og Satan þanninn
með orði Guðs eins og sverði
oss huggaði í krossi.
Hvönær sem hér við raunir
um hríð svo þurfum stríða
sigur hans sjálfir eigum
og sverð; ei felldir verðum.
34.
Vér líðum líkamans dauða,
lúnir í jörðu fúnum
fyr synd þá forni fjandi
fann og spillti manni.
Deyði því Guðs son góði
grimmleik heljar stemma;
frægur að fengnum sigri
með forprís upp nam rísa.
35.
Fæðist fölur af dauða
fíkinn ormur, manns líki,
því harmur af heljar ormi
hlaust og snauður dauði;
fúll með ormi illum
ódaunn verður raunar
uns orðið er aftur að jörðu
allt hold skapt af moldu.
36.
En því að Jesús kunni
ótrauður sigra dauða
höggorms höfuðið arma
herjandi sundurmerja.
Maður af mey lét fæðast,
máttugur helstríð átti;
síðan reis sæll af dauða,
sætt líf endurbætti.
37.
Það er nú séð hvað sæði
svinnrar átti kvinnu,
Guð og maðurinn góði,
græðarinn Jesús, bæði,
í orði og svo gjörðum
ærið sterkur lagfæra
allt hvað áður spillti
ormurinn táls í formi.
38.
Á þann veg er það unnið
aftur með guðdóms krafti
af ást sem áður misstum,
allir í dauða fallnir;
sonur Guðs hjartahreini
hefur nú án alls efa,
mildur í manndóms holdi,
mætti og gjörvallt bætti.
39.
Því kveð eg nú kristni góða
af klárum hug með tárum
að halda í hæsta gildi
hvört sinn og vel minnast
fölskalaust á þá elsku
er almáttugur Guð Drottinn
tjáði þá sínum sauðum,
að sönnu bauð, fram til dauða.
40.
Heiður sé herra góðum,
hæst lof föðurnum æðsta
er soninn lét því sinn pína
að sælu hrepptum vér þrælar.
Ást sú hin allra besta
anda Guðs samverkanda
í minni sé öllum mönnum,
mildan Guð elska vildum.