Einn flokkur um fallvalta heimsins auðlegð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn flokkur um fallvalta heimsins auðlegð

Fyrsta ljóðlína:Enn hef eg yngismönnum
bls.11
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Enn hef eg yngismönnum
orð valið rétt í skorðum
ef flokk vill þennan þekkjast
þjóð og launa góðu.
Hvör að minnist þátt þennan
þann fræðir mitt kvæði
að líða, þó litlum auði
á láði hafi að ráða.
2.
Birti eg hvað býr í hjarta
blindleiki slær hugveikan:
Eg efast hvört einvald hæsta
að gæti jarðar strætum
elligar hvörs manns heillir
halli þar sjálft vill falla,
happ eða forlög fleppin
eða forn lifi ósköp norna.
3.
Þá furðandi fyrir mér virði
fagurt hjól kringlu sólar,
heiðarlegt himna smíði,
hæg umskiptin dægra,
endimörk ársins stunda
og kraft sjónum skaptan,
almátt einka drottins
eg finn þetta vinna.
4.
Því jörð mátti enginn skorða
annar en drottinn þanninn,
þar hangir heimsligur þungi
sem hnöttur í miðjum vötnum.
Þá stend eg á grænni grundu
gangandi, sem eg þó hangi,
hlýt eg það jafnan játa,
að jöfur sterkur slíkt verkar.
5.
Aldini frjóvgast foldar,
fagurt blóm, prýtt með sóma
hvört ár. Hvað mun skorta?
Himinregn slíku megnar,
veitt af valdi drottins
vörm sól jarðarbóli.
Græðir fold og sjó sýldan
sannur skapari manna.
6.
En þá eg auðlegð manna
undarlega meir grunda,
að illum hverfa heillir,
hvörskyns nægð og frægðir,
en góðir, sem Guð sinn hræðast,
gild mein líða skyldu.
Því fell eg aftur með öllu
í efa sem játað hefi.
7.
Mér vex sú hin veika hugsun
að verða muni allt á jörðu
sem náttúran sjálf að setti
síðan það fyrst var smíðað
en Guð mun í hæstum hæðum
halda stjórnarvaldi,
gæta þar sinna sveita
en sinna um heimsbyggð minna.
8.
En síðast sem eg þess gáði
að sviptist maðurinn giftu,
leiður í dapran dauða,
dáðlaus hrapar frá náðum,
ómildur hlýtur að halda
helvíti og þar sýta
en góðir til Guðs að leiðast,
glaður fæ eg hugsun aðra.
9.
Því oft sé eg auðlegð skiptast
undarlega mjög stundum,
stoltur af stóli veltist
stórríkur, fárra líki,
en uppsettur einskis máttar
sem áður hann mjög forsmáði.
Að endalykt eg vil stunda
og ætíð best að gæta.
10.
Haman hreppti auma
henging fyrir sitt gengi
en Mardókeus hlaut meiri
og mærin Hester lífs æru.
Sál var settur af stóli,
sár nauð, illur dauði.
Davíð heldur heiðri
og heiðarlega burt leiðist.
11.
Sem eg nú soddan dæmi
set mér fyrir í letri
allur tek eg upp að fyllast
athuga, þó með hatri:
Reiður er eg rangláts auði
og reiðist dramblátra heiðri.
Glaður vil eg fátækt fríða
með fríðum Guðs vinum líða.
12.
Heldur vil eg hvað sem gildir
hrósandi fyrir mig kjósa
með Jóni baptista eina
fyrir einörð deyðing hreina
en Heródes auð með eiði
og ævilok vondrar gæfu.
Víst hef eg krossinn með Kristó
kærra en Pílatí æru.
13.
Lassarí lífskvöl þessa
læt eg mér heldur sæta
en krásaborð, klæðadýrðir
og kjörin slík með hinum ríka.
Englasöng eilífð langa
eg kýs heldur að vísu
en helvítis óp og ýlur
og áragang fyrir vog ranga.
14.
Öll manns efni tolla
á æði veikum þræði.
Glerhál grannt á hjóli
gæfan stendur lífs ævi.
Heill sú er hætt við föllum
hreysti sinni að treysta.
Láttu mig, lifandi drottinn,
lítillætis best gæta.
15.
Þá dygð, sem eg sagði,
sætast lítillæti,
lofar herrann upphefja
hvörn sem líkist börnum.
Þótt vér allar ættir,
enn sem gjörla kennum,
skoðum þær halda heiðri
og hendir góðan lífs enda.
16.
Heilnæmur himnaskóli
hefur kennt slíkar menntir,
að þýðlund þolinmæði
sé þæg og að öllu frægri,
getin í lítillæti,
en leiðinlegt dramb og reiði.
Kenndu mér, Kristur, að stunda,
kær, þá hæstu æru.