Brávallarímur – tíunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 10

Brávallarímur – tíunda ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Fegrings Óma fagurt gal
bls.75–81
Bragarháttur:Ferskeytt – fléttubönd minni (víxlhent – frumtályklað)
Bragarháttur:Ferskeytt – fléttubönd aukin*
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur

Skýringar

Tíunda ríma, fléttubönd. Síðasta vísan er undir dýrari hættinum.
1.
Fegrings Óma fagurt gal
fyrst ei veitist heyra,
gjöri eg róma gagurt hjal
góins neytir leira.
2.
Hét mér Bragi hreina mund
hljóðs og vigur eggja
um vordaginn eina stund
yfir mig að leggja.
3.
Kundur Vakurs kenndi sá
kvæða hætti breyta,
batt þar spakur enda á,
ef so mætti heita.
4.
Óska eg mér mín óðar fá
orð í svinnra munni
sem Hómeri hróðrar skrá
hrósið finna kunni.
5.
Mjög um varðar, mýkir pín,
mestu gæðin reynum,
linna jarðar líki mín
lundi kvæðin einum.
6.
Hagþorn tíðum vann eg vess
vanda ægirs ljóra,
eðla fríðum ann eg þess
á meðan fæ eg tóra.
7.
Skrifa braginn skal þennan
skerðir drafnar rúna
að öllu lagi almennan
án viðhafnar núna.
8.
Ritast ljóðin réttu hönd,
reikna ei vinir galla,
fær nú þjóðin fléttubönd,
frumhent hinir kalla.
9.
Ljóð einasta lærðum tjá
listir bögu háttar,
mín seinasta mærðar skrá
myndast sögu þáttar.
10.
Þundar skála þrýtur sjó
þessu borði ljóða,
Nílar bála nýti þó
njótur orða gróða.
* * *
11.
Rímu spjöllum, brjótar brands
báru hjálma rofna,
á Brávöllum ótal manns
eggjuðu málma dofna.
12.
Gramur hringur Sigurður sá
siklings kerru auða,
vissi slyngur vigurs þá
Valgauts snerru dauða.
13.
Buðlung sveita býður fljótt
bestu snilli mætur
hornin þeyta, hlýðir drótt,
herinn stillast lætur.
14.
Varir Danir verða þá,
visku styggir hauður,
aldinn Grani sverða sá,
sikling, liggi dauður.
15.
Boðin þáðu Baugsins grið,
Bifurs slepptu skímu,
opnast náðu haugsins hlið
hrotta eftir ímu.
16.
Vals ófrýna veitu get,
viði hrana ljóra
Hringur sína leita lét
að líki Dana stjóra.
17.
Lágu um hjallinn líkin þar
lofða drjúgum stóru
ótal fallin, ýki ei par,
í stórhrúgum vóru.
18.
Sviðris grá var sundruð flík
í sóknar byri stríða,
enginn sá þar undur slík
ýta fyr né síðar.
19.
Líkið Jálkar lóna frí
ljóss um bróðir Auðar
hildings fálka frónið í
færðu blóði rauða.
20.
Dreyra roðið, traustur tést,
tiggja líkið kalda
herinn þvoði hraustur best
hlés við díkið talda.
21.
Vel um búa vísirs ná,
í vagni áttum framur
fyrða trúa fýsir á
frægðar háttum gramur.
22.
Orpinn haugur álma var
Ulli djarfa randa,
margur draugur málma þar
mátti í starfi standa.
23.
Eigin kerra, auð sem var
öll rauðlit í valnum,
Dana herra dauðan þar
að drauga flytur salnum.
24.
Sjóli lætur söðla hrafn
sinn á víðu láði
rausnar mætur, röðla safn
ránar prýða náði.
25.
Dauðum fylgdi ýrs málms ýr,
orðið spjallar blíða,
fáknum skyldi Týrs báls Týr
til Valhallar ríða.
26.
Hringur stofna veislu vann,
vín ei rauða sparar
eða dofnar eyðslu hann
eftir dauðan hara.
27.
Gleðjast hýrar bragna brár,
blóminn rennur kera,
seðjast fíra sagna krár,
sóminn spennir herra.
28.
Beiddi gramur maktar menn
meður bauginn spanga
orkuramur akta senn
alla að haugi ganga.
29.
Gramur svinna segja fer
so við spanga vera:
„Miðgarð linna megi þér
mikinn þangað bera.
30.
Góða hjálma, gnoðirnar
gilda Sifjar arfa,
væna málma, voðirnar
Viðris rifja þarfar.“
31.
Sínum hlýða hara þá,
hvörgi bauginn syrgja,
þaðan síðan fara frá,
fengu hauginn byrgja.
32.
Hjalls mæringur hreppti snar
hreina bráins sanda,
er *svo Hringur eftir þar
arfi dáins landa.
33.
Flest vill hagna starfi, stans
styrjar gleður lengi,
upp vóx Ragnar, arfi hans,
öðlings meður mengi.
34.
Fríðleiks mestu frægum hjá,
fólkið unni jarðar,
listum flestu nægum ná
njótur kunni barða.
35.
Yfirlita líkur var
lundur randa móður,
refla fitin ríka bar
rekka að vanda hróður.
36.
Röst um kálfa rættist þar,
rekkar heyri tíðum,
fríðleik Álfa ættin bar
öðrum meiri lýðum.
37.
Sannast endir sögu á
sundljóss Baldri skila,
hér við lendir löguð skrá,
lauk eg gjaldi Fila.
38.
Hagyrks glóða hristist tún
hér með vara flíkin,
flutta eg ljóð á fyrstu rún
fram við þara díkin.
39.
Óðar verkin segjast sein,
sæfðust skriftir ljóða
þegar í merki meyjar skein
mána niftin rjóða.
40.
Værð um stundir vex því meir,
varla glatast næði,
sautján hundruð sextiger
samið gat eg kvæði.
41.
Eðla kærstur óma vín
eignist hrings valdsbóli,
sæmdur hæstum sóma skín,
situr á Ingjaldshóli.
42.
Námsgáfaður nýti tón,
nú sem vona hlýði,
yfirmaður ýta, Jón
Árnason, með prýði.
43.
Allt geðfesta, alla stund
alls hins besta njóti,
allra mesta, allan mund,
yndi hressta hljóti.
44.
Eik lúð drafnar óðar söng
orti og hrafna mæði,
mynni hafnar, móðu löng
meiðast jafnan klæði.
45.
Faðir tjái fríður hét,
fólk ei náir undra,
eins og sá er lýði lét
Laufann bláa sundra.
46.
Bragir falla bagir hér
brunni grunna mála,
Ægirs hallar ægirs mér
unni runnar bála.


Athugagreinar

32.3 ;svo; þannig ritað hér hjá Birni Karel en annars alltaf ritað ;so;.