Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Grettisrímur 1

Grettisrímur – Fyrsta ríma

GRETTISRÍMUR
Bálkur:Grettisrímur
Fyrsta ljóðlína:Skil eg nú ei hve Skrímnis seims
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1450
Tímasetning:1450
Flokkur:Rímur
Fyrsta ríma
1.
Skil eg nú ei hve Skrímnis seims
skelfir vili mig biðja
vekja upp Boðnar brosmu heims;
betri er önnur iðja.
2.
Forðum þótti eg fálka krás,
forlög kunnu að vendast.
Síðan fekk eg lygra lás,
lengi mun sá endast.
3.
Horfin gjörist að mestu mærð
meiði Fofnis bryggju.
Sé eg því lítt við ljótri flærð
og langri undirhyggju.
4.
Því mun hamingjan hafna sá
hrævateina brjóti,
grípa alla gleðina frá,
en gefa honum angr í móti.
5.
Hörmulega er heimurinn spilltr,
hygg eg það mun standa.
Margur finnst af vélum villtr
veitir nöðru granda.

6.
Hróðurinn skal þar hefja nú,
honum vill engi sinna.
Ásmund setti á Bjargi bú;
braut hann skjöldu stinna.
7.
Fjölmenni hélt fleina Týr,
fekk hann heiðr og sóma,
lýðum þótti lögmálsskýr
lestir foldar dróma.
8.
Seggjum þótti í sóknum strangr
seimalundr enn þýði;
hann var kenndur hærulangr
og hélt vel sína lýði.
9.
Ásdis hét sú auðarbrík,
Ásmund hafði fengið.
Fyrðum þótti hún frænda rík,
fekk hann af því gengi.
10.
Atli nefndist einnhver rekkr,
arfi þeirra enn þarfi,
báði þótti blíðr og þekkr,
bónda hollr í starfi.
11.
Áttu þau sér annan svein,
yngri var sá hóti.
Grettir jafnan gunnum mein
gjörði að fleina móti.
12.
Beldinn þótti í bernsku hann
beint til orða og verka.
Ásmund hirti ekki um þann
örva þund enn merka.
13.
Löngum var hann í lyndi fár,
lék þó marga pretti;
í uppvexti ekki knár,
elskaði móðir Gretti.
14.
Andlit hans var einkar frítt,
augun væn at líta,
hárið rautt og harðla sítt
á hoskum fleygi ríta.
15.
Dýrar átti dætur tvær
drengr og snótin svinna;
göfgum mönnum gifti hann þær,
gjörir so bókin inna.
16.
Blíður upp að Bjargi vex
brjótur orma valla;
fulla hafði fjóra og sex
fengið nöðru galla.
17.
Ásmund talar við Gretti það:
„Eigi seinn til ferða
um heimgæs mínar“, halurinn kvað,
„hugsa muntu verða.“
18.
Garpurinn svarar af góðri slekt
glöggt með máli snjöllu:
„Lítið verk og löðrmannlegt
líst mér þetta að öllu.“
19.
Vaskur svaraði vópna þollr,
var sá kænn við geira:
„Vertu í þessu verki hollr,
virða skal þig meira.“
20.
Lést hann öngu lofa um það:
„Lítið kann eg vinna.“
Gekk í burt og glotti að
og geymdi fugla sinna.
21.
Fimmtigi voru í flokki þær,
furðu reika víða;
Grettir eftir gengið fær;
gjöra nú stundir líða.
22.
Bágt varð sveini að safna þeim,
sinn veg hver vill leita.
Koma þær sjaldan heilar heim;
heldur stirt kann veita.
23.
Stála Týr, sem stendur greint,
starfinn tók að leiðast.
Kjúklingarnir keifa seint,
kalli er búið að reiðast.
24.
Fór so enn að farandi lýðr
fugla hitti dauða.
Ásmund gerðist eigi þýðr,
orkar slíkt til nauða.
25.
Ásmundi varð undra leitt,
auðinn tók að þverra.
„Hefir þinn glópur gæsnar meitt,
gjörir þú illt og verra.“
26.
Vísu kvað þá vópna Þundr
og vildi þannig greina:
„Hálsinn þeira hristig sundr,
hirði eg lítt um eina.“
27.
„Skaltu ei lengur skerða þær“,
skýfir talaði randa.
„Annað verkið verra fær,
vaskur lundur branda.“
28.
„Hér mun verða að hætta á,
hristir vænna glófa,
þann má segja fleira frá
er fýsir margt að prófa.“
29.
Bóndinn segir, þá komið er kveld
og kvinnur láta rjúka:
„Bófinn skal mitt bak við eld
báðum höndum strjúka.
30.
Heldur gjörast nú verkin vönd,
vópna lundr enn djarfi.“
„Víst er þetta varmt um hönd
og vesalla manna starfi.“
31.
Oftast fekk af eldi mak
álma Týr enn harði.
Fáfnir strýkur föður síns bak
fast og lítið sparði.
32.
Hér kom enn að hausta tekr,
halurinn mun það finna;
kappa næsta kláðinn vekr,
hann kallsar þá við Linna.
33.
„Vomurinn skaltu vöttu slens
víslega af þér leggja.“
Brjótur kvað sig bríma fens
bernskuráð að eggja.
34.
Kall tók heldr að klóra sér,
kominn var eldi næri.
„Aldri er, duggan, dugr í þér,
dvelr þú meir en bæri.“
35.
Ullarkamba Öglir sá
eigi litla standa;
halnum færði herðar á;
horfist nú til vanda.
36.
Eftir bakinu örvameiðr
ofan lét kambinn ganga.
Bóndinn stökk upp býsna reiðr,
bað sinn arfa fanga.
37.
Ásmund greip um stóran staf,
stefndi þegar að Gretti.
Halurinn fekk þar ekki af,
undan frá eg hann setti.
38.
Hústrú kom til fyrða fljótt
og frétti um leikinn þenna.
Fáfnir ansar furðu skjótt:
„Faðir minn vill mig brenna.
39.
Stundum fær af starfa last
stýfir unda skessu;
karli þótti eg klóra fast,
kunni hann illa þessu.“
40.
Brúðrin talar við blíðan svein,
blés þá enn af móði:
„Finnst eigi með þér forsjá nein,
frændi minn enn góði.“
41.
Fátt var heldr um feðga tal,
fleira þurfti að inna.
Garpurinn segir at Grettir skal
geyma hrossa sinna.
42.
„Hross er eitt“, eð hetjan kvað,
hirti sagði varga,
„Kengálu vér köllum það,
kosti hefir hún marga.
43.
Kengála er so um veðrin vís,
hún veit fyri hríðir sterkar.
Hér fyri skulu henni halda prís
hölda kindir merkar.
44.
Hleypur hún snemma heim af jörð,
hörðum veðrum kvíðir.
Bragnar mega þá byrgja hjörð,
bresta eigi hríðir.“
45.
Blíður ansar bauga Týr,
bar sá sverð að undum:
„Brugðist hafa þó, bóndinn skýr,
betri vónir stundum.
46.
Vartu fyrr við vópnahark
og vildir mörgu spilla;
hver sem tekr á merinni mark,
mun það reynast illa.“
47.
Þann veg endist þeira tal,
þegnum líkar varla.
Lýk eg aftur ljóða sal,
læt eg rímu falla.