Nikulásdrápa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nikulásdrápa

Fyrsta ljóðlína:Í nafni Guðs vil eg upphaf efna
bls.413-433
Bragarháttur:Hrynhent
Viðm.ártal:≈ 1525
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Sjá einnig Kvæðasafn frá miðöld, bls. 385–405.
1.
Í nafni guðs vil eg upphaf efna
að veitandi helgum anda,
orðin vilda eg öll til dýrðar
einum guði með sannleik greina;
hann er í sínum helgum mönnum
hár og sterkr af dýrðar verkum,
engi skilr það ófróð tunga,
undarligt sem vinnr hann stundum.
2.
Hvern dag vinnr hann hér með mönnum
hærra krapt en þá er hann skapti
allan heim með himna höllu
og hans umgöng af efni öngu;
Augustinus innir næsta
ósljáliga í sínu máli
meira það, er hann manninn gjörir
máta góðan af ranglátum.
3.
Stýri máls ef hygg eg að hræra,
herrann sætr, um þitt ágæti,
stirðnar, mæðist hugirnn, harðnar
hjartað kalt án vizku salti,
er þvílíkt sem ungbörn læra
orða brjál með stamanda máli;
eðlis lög eru engi í stuðlum
orða, nema úr spektar skorðum.
4.
Veit eg mig eigi vanta lítið,
veslan þræl, um drottin mæla,
vizku og siðemd, vísliga gæzku,
vilja góðan rétt að skilja,
málsnild, aktan skýrra skálda,
skil *vegligrar Eddu reglu
hræðunst eg því hróðr að smíða,
nema himna sveit mér fullting veiti.
5.
Almáttigan bið eg himna hilmi
að hreinsa brjóst frá synda þjósti,
svó að eg mega í sætri ræðu
um sælan Nichulás nokkuð mæla;
mun eg þar næst á móður Christi
málreitandi taka að heita,
að fylgjandi öllum helgum
einu ráði, að vísan greinist.
6.
Fyrr á dögum hins fræga herra
fagrt þjónuðu Eraclionis
ágæt hjón með elsku hreina
einum guði, sem bókin greinir;
Epiphanius átti væna
auðar Bil, sem hér má skilja,
systurdóttur, æðstrar ættar,
erkibyskups, prýði klerka.
7.
Pateraborg með stoðum og strætum
stóð þann tíð með blóma víðum
erkistóll sá um má yrkja,
allvænn staðr, er Mirrea kallast.
Lifðu nú, sem lögunum hæfði,
listug hjón og þágu af Kristi
getnað þann, sem guð ber vitni,
göfugligan með lífi fögru.
8.
Sem kviðug var af kviknuðu jóði,
kemr það undr á nokkri stundu
yfir staðinn og fólk með stórligum vóða,
stendur borgin döpr af sorgum;
inn í staðinn skjótt nam skríða
skæðr höggormr með bölvað æði,
hugði sér að hafa þar byggðir
er hæð var mest, svó liti hann flesta.
9.
Náttúru hans og nafn skal vótta,
að nefnd meðferð hans kunnig verði:
basilischus, hölda háski,
heitir hann og er fullr af eitri;
brennur lopt af blæsti linna,
bráð líftjón eru fyr hans sjónum,
engi kind má ormsins vanda
eyða, nema mustela deyði.
10.
Hver megi tjá eða hver megi heyra,
hve mörg hundruð deyja mundu
manna, áðr en meistarinn svinni,
mildur drottinn, lækna vildi.
Sem tíðindi sagðra undra
sannliga tjást af hverjum manni
réttlátri frú, er nú átti
Epiphanius, at lýðrinn drepist.
11.
Sampínist hún síðan raunar
sínum lýð, og tók að skrýðast
fólkvópnum, sem frægðar kappi
fús í stríð með búning fríðan;
fyldist upp af ástar eldi,
út gangandi í háska strangan,
ætlar sér í einum möttli
inniliga til móts við linna.
12.
Eigi máttu ormsins augu
eitrlig henni skaða veita,
síðan neytir svinnust sæta
siðvandað ráð heilags anda;
kvíðinn sýnir hún naktan naðri,
nauða limrinn hreppti dauða,
birtust nú fyr bragna hjörtum
blíðust tákn, þau er reyndust síðar.
13.
Nú sem framr er frúinnar tími,
fæddi hún svein með giptu hreina,
tíminn þegar með tákna blómi
tekr nú strax með lýðum vaxa;
réttur stóð þá mörg í miðri
munlaug sjálfr um stund vel hálfa,
meðan að þvóttar þjónkan veitti
þjóð nýfæddum syni af móður.
14.
Sú fagnaðar grein mun firðum sýnast
fyllast enn um guðs vin þenna,
að burðartíð hafi allík orðið
einni list og Jóns baptista;
faðir og móðir fyllast gleði,
fúsir eru til þeirra húsa
frumgetinn son fara að líta
fagnandi sem konur og bragnar.
15.
Á brjósti móður byrjar föstu
brúðar kundr í reifum undinn,
frjádag hvern og hinn fjórða einninn
finnr ei meir en einu sinni
móður sinnar mjólk og fæðu
mildur, svó að hann drekka vildi,
allan dag var eyðir villu
án fæðu, þó að brjóstið mæðist.
16.
Sé nýjan son Zacharie,
sé brennanda lampa þenna,
sé hér frúinnar fríðan annan
frumgetinn son Elizabethar;
hinn fyrri var svó fyldr af æru,
friði helgaðr í móðurkviði,
með fingri sín og fróðri tungu
fyrirrennari guðs nafn kennir.
17.
Hinn síðari vann sonr í kviði
sinnar móður huggan þjóðum,
því ber saman um sæmd og sóma
sannliga þessara dýrðar manna;
prúðan Nichulás pedizechum
á palli Johannis vel má kalla
fram gangandi í fótspor tungu,
hans förunautr í veraldar þrautum.
18.
Tíminn líðr, svó hann tekr upp næmi,
trúr og hlýðinn meistara þýðum,
lærði bók, en leika forðast,
lausung varast, en festi klausur;
einn tíð gjörir fyrir ástúð bræðra
orlofs niðr af skóla að biðja,
meir fyrir ást en leika lysti,
lærdóms bækr hann mest tók rækja.
19.
Sveinar vóru á sandi vænum,
í svelgs atfalli Nichulás hallast
út frá bók, þó aðrir leiki,
óvarliga, því svefninn sljófar;
æginn gengur öllu megin
upp á láð, en hvergi náði
hár né klæði í háska miðjum
hertuga guðs eðr bók að snerta.
20.
Heila vann hann halta kvinnu
honum mætandi á borgar stræti,
frægðar verk um borg og byggðir
blíðs ungmennis tók að renna;
að dæmum Jakobs hélt sig heima
í húsi föður hinn gæzku fúsi,
hallast burt frá heims ósnilli
hjartaþýðr og feðginum hlýðinn.
21.
Guðs son býður greindum hjónum
gisting til Paradísar vistar,
eptir þau tók auð og giptu,
ærið fé með gulli skæru;
hugsar nú um, hve megi vaxa
helgust náð með guðspjalls ráði,
hvern veg hann skal stýra og stjórna
slíkum auð, svó að drottni líki.
22.
Í glugga nokkurn gjörði að leggja
gull á laun og gjörði raunar
meyjar þrjár frá munaðar fræi,
maðr kynstór var þeirra faðir;
þriðja sinn var þetta kunnigt
þýðum bónda og gjarna hlýðir
góðmannliga guðs vinar ráðum,
gipti dætr og fénu skipti.
23.
Sem frægur staðr, sá er fyrr af segir,
er formannslaus í veraldar stormi,
í Mirrea komu þá margir herrar
merkiligir til samans og klerkar.
Vinir guðs, er vóru á bænum,
vöktu opt og heyrðu í lopti
rödd kallandi rétt með öllu
yfir ranni guðs og talaði þanninn:
24.
„Sá er makligr meiðum hökla
og merkiligr til hirðis klerka,
er fyrstur kemr hér frægr að listum
firður sorg til kirkju á morgin;
neytir vizku Nichulás heitir.„
Nú skilja þeir drottins vilja,
vakir því einn með vizku klóka,
að veiðr *sjá skal ei hjá þeim sneiða.
25.
Hógliga leynist hirðir bagla
hljótt og finnur þenna í óttu:
„Grein þitt nafn með góðu efni“.
Glæpa brjótur svarar á móti
með lútu höfði og lítilæti,
ljúfur meður einfalleik dúfu:
„Nichulás em eg með verðleik veykan,
vesall og aumr í glæpastraumi.
26.
Heimugliga tók hönd með sóma
heiðursmanns og í kirkju leiðir,
bráðla hrósar blíðr og lýsir,
byskups efnið gjörir að nefna;
af lítilæti mælti á móti,
menn allir hans gæzku kenna,
sækja, grípa lærðir og leikir
lifandi fórn til vegs og stjórnar.
27.
Stofna vil eg af stórum efnum
stefja part og drápu hjarta,
að verða megi til vegs og dýrðar
vandað Nichulao stef til handa.
Hver hefir gjört í heimi fyrri
*hjarteignir svó stórar og bjartar,
himna guð hefir hverskyns gæðum
hann prýddan, áðr ljósi skrýddist.
28.
Meðan virðulig vígsla gjörðist
var ein kvinna í staðnum inni
að lauga barn í heitri hvernu,
heldur móðir pönnu að eldi;
heyrir hún sem hátíð væri,
hvellar klukkur í staðnum gella,
sannan fögnuð sögðu henni
svinnir menn, er komu til hennar.
29.
Gleymir því er hon gjörði að fremja,
glaðliga rennr við fögnuð þenna
forkunnliga og fram til kirkju,
fastliga bíðr út allar tíðir;
henni kemr nú mögr til minnis,
mjög skundaði til barnsins fundar,
pannan stóð í eldi innan
einkar fast með vellu kasti.
30.
Hlýri lék við heitar bárur,
heill og kátr í allan máta,
pönnu þrífur prúðust kvinna
pínulaus með farmi sínum,
flytur hana svó fram á stræti;
firðar eigna slíkar dýrðir
mildi guðs og verðleiks valdi
ens virðuligasta klerka hirðis.
31.
Postulinn telr upp ljósar listir,
lýðum tólf, er byskup prýða:
frægr, einkvæntur, ágjarn eigi,
óþrætinn með friðar ágæti,
gestrisinn með hófsemd hæstri,
hreinn og vitr og kunni að rita,
siðsemd vanr og sætr húsbóndi;
slíkur maðr skal byskup ríkja.
32.
Sæll Nichulás var sannliga öllum
samdur meir og hálfu fleirum
kröptum þeim, sem skaparinn skiptir
og skínandi gaf ástvin sínum.
Svó þykksettar dygðir drottinn
dásamligum gaf Nichulási,
sem mundangs hófið heilags anda
hafi smíðað sér gimstein fríðan.
33.
Frægðarmaðr var fágari dygða
fyrir vegliga postulans reglu,
líf og klerkdóm, hlýðni háva
hélt hann fast með eyðing lasta;
honum unni því hver sem annar
hugástum, án neins mótblástrar;
leysti öngvan lýð að ganga
með ljótum verkum honum á móti.
34.
Nichulás prýða nýtir siðir
í næstu grein sem postulinn meinar,
hreinlífur var alla æfi,
án þeim flekk, er marga blekkir;
vizku fullr og valdr að gæzku
í veraldar stétt og dómum réttum,
skrifari góðr með forsjá fríðri,
fljótr og skýr til sálubótar.
35.
Gestrisinn með gefnum kosti,
glaðr og blíðr við alla síðan,
eigi síður andar fæðu
unnti hann þeim er hann gistu heima;
predicator glöggr og gætinn,
grundvöll hafði hann klerkdóms fundið,
hitnuð ást í helgu brjósti
honum kennandi framburð þenna.
36.
Friðsamur var um aldr og æfi,
öngvan gjörði pynda eðr þröngva,
saman tempraði með djúpum dæmum
dygð réttlætis og myskunn sæta;
um þrætur var honum löngum lítið,
lastlig orð hann vildi forðast,
ágirndar rót illra skeyta
eiturligri fastliga neitir.
37.
Vaskur húsbóndi og virðum kenndi
virkta ráð, en löstu hirti,
embætti með ýmsum stéttum
erkibyskup veitti klerkum.
Svó þykksettar dygðir drottinn
dásamligum gaf Nichulási,
sem mundangs hófið heilags anda
hafi smíðað sér gimstein fríðan.
38.
Sem byskups tígn hefir bjarta eignast
búinn í stríð með hófsemd
liga hélt hann dýra reglu
í drykk vist með beztu listum;
ölmusu gjarn með söngum sálma,
sætr og mildr með lítilæti,
gjörði þar með glæpi að forðast,
guði unnandi af hjarta og munni.
39.
Hátt dýrkaði hann heilaga kirkju
og hennar rétt, er Sýon kennist,
mæta fylgd hann með sér valdi
enna merkiligustu lærdóms klerka;
saddi hann þá með sætum kryddum
svó vorðinna spektar orða,
eilíflega sem einni sálu
unnast þeir af hjarta og munni.
40.
Gjörla eyddi hann gyðju villu
gamalli, er þeir Dianam kalla,
og gallsúru djöfulsins dári
drekkti hann niðr, því er ýta blekkti;
villumeistarans flærðarfulla
fekk hann sigrað klóka hvekki,
blíðu heims og blekking flúði,
bölvuð ráð hans öll forsmáði.
41.
Geymdi hann sín, þó hann gæzku framdi,
geðfastliga við ofran lasta
æ því meir sem hann var hærri
í heilagleik, því að varla reiknast,
nær finnist af nokkurum manni
náliga tjáð, að svó hafi ráðið
öllum hjálp, þegar á hans kalla
ágætt nafn í fjarska jafnan.
42.
Hraustir menn í hríð og frosti
hétu enn á guðs vin þenna,
enn helgi mann í hafsins bylgjum
hjálpaði þeim og var þó heima.
Svó þykksettar dygðir drottinn
dásamligum gaf Nichulási,
sem mundangs hófið heilags anda
hafi smíðað sér gimstein fríðan.
43.
Þrifligan mann og þeim ókunnan
þegnar litu í hafsins megni
upp á skip og kvaddi kappa:
„kallað hafi þér til mín allir,
nú em eg hér í nauðsyn stóra„.
Nægir ráð, en bylgjur lægir,
bæði styrkir bönd og reiða
blíðr um stund, en hverfur .
44.
Skipverjum tók skjótt að byrja,
skunda þps fundar,
frjálsara sinn þeir fullvel kenna,
falla á kné og þakka honum allir;
síðan talar hinn sæli faðir
með sætri raust og lítilæti:
„fyrir hreina trú og helgar bænir
hafa yður ráðist slíkar náðir„.
45.
Þrjá saklausa menn af myklum
morðarans dómi frelsa þorði,
ávítaði með ógnar hótum
illan dóm og lögmáls villu;
kunnigt var það keisarans mönnum,
kallast megu það vitrir jallar,
heyrðu og sáu herrans gjörðir
hugleiðandi slíkan vanda.
46.
Féllu þessir frægir jallar
fríðir enn á nokkurum tíðum,
af vóndra manna rógi reyndar,
í reiði keisarans, og svó leiðast
til myrkvastofu, svó máttu hvórki
mætum lögum né vörnum sæta,
að morni skyldu mæta einninn
mikilli nauð og sárum dauða.
47.
Mál er komið í mærðar skóla
að minnast til, svó stef megi finnast,
engi fær það jarðnesk tunga
innt því nær sem verðugt væri.
Sæti guðs var í sálu hvítri
sæls Nichulai, sem ritning mælir,
hæstra spekinnar himnaríki,
hlaðinn og skyggðr í spáleiks dyggðum.
48.
Sem dauða úrskurð diktaðan heyrðu
dýrligir menn er fjötrar spenna
reyta hár með rammligum gráti,
rifu sín klæði og dauða hræðast;
rennur þá til rekka minnis
rétt í stað, hve heilagr faðir
forðum hafði frelsta gjörða
firða þrjá af dauða bráðum.
49.
Á guð›s játara‹ gj›örðu að‹ heita
grátandi með aumligum látum:
„nálægr vertu, Nichulás sæli,
nauðum vórum í háska dauðans„.
Á ›sö‹mu náttí svefni þóttist
sjálfur keisarinn pipra og skjálfa
fyrir þau hót og harða vitan,
er heyrði hann af dýrðar manni.
50.
Hann vaknar sjótt og virða reiknar
verða sæmd, þá er rangliga dæmdust,
leysa bauð og sendi síðan
sætum föður með kveðju mætri;
greindir menn þegar guðs vin fundu,
gjörla sögðu af tilburð öllum,
háleit ást í helgu brjósti
hitnar enn fyrir þvílíkt vitni.
51.
Í Licía skeði litlu síðar
líkams hungr með árferð þungri,
keisarans skip í hafnir hlaupa,
hveiti og kost þeir öllum veita;
heilögum Nicholao hundrað mæla
af hverju skipi þeir gjörðu að verja,
en fullan reikning fá þó allir,
fagna og hrósa táknum ljósum.
52.
Önnur jarteign eigi minni:
upp veitandi fyrr sagt hveiti
allir tóku fögnuð fullan
fæðu og þar með ávöxt sæðis.
Sæti guðs var í sálu hvítri
sæls Nichulai, sem ritning mælir,
hæstrar spekinnar himnaríki,
hlaðinn og skyggðr í spáleiks dyggðum.
53.
Bóndi nokkur bráðr í lyndi
byrgði í saltgróf þrjá menn myrða,
dáligr þuss í djúpum fossi
drekkti niður þeirra iðrum;
guðs vin kemr að greipum straumi,
grjót og iðr fara upp á móti,
leggr hann iðr í líkami dauða,
þeir lifna viðr, en bóndi iðrast.
54.
Í lundi stórum illgjarn andi
átti byggð og lýðinn styggði,
fyrir bænarstað gaf blezan sína
blíður faðir og höggur síðan
sjau sinnum og seggjum kennir
að safnast til í drottins nafni
að fella tréð, en fjandi kallar,
fer sem stefndr og býst til hefndar.
55.
Eikin ríðr og eignar dauða
allri þjóð, þar er flestir stóðu,
herra Nichulás höldum nærri
hleypur enn við atburð þenna
undir tréð og hratt við höndum,
háleit verk eru slík stórmerki,
cipresso nam sterkliga steypa
stundar langt frá menja lundum.
56.
Undan stökk enn óhreinn andi,
út skríðandi úr brunni fríðum,
talar þá lágt, svó trautt má skilja,
með tanna gníst og þungri blístran:
„optast verð eg í okkrum skiptum
undan láta á hverri stundu,
þunga hefi eg af þessu fengið,
því að ofjall má Nichulás kallast„.
57.
Viknar fyrr en verk hans *reiknist
vitið og mál í hyggju skála,
greindur bragr mun grípa enda,
en gæzku Nichulás aldri fætka.
Sæti guðs er í sálu hvítri
sæls Nichulai, sem ritning mælir,
hæstrar spekinnar himnaríki,
hlaðinn og skyggðr í spáleiks dyggðum.
58.
Faðir vór sæll í fríðri elli
fekk sjúkdóm og leggst í rekkju,
Eugenía ágæt kona
af sjúkum tók heilsu mjúka;
sút og trega með sárum gráti
sauðir fengu í hirðis dauða,
sermonem með huggan harma
hunangfljótandi gaf hann á móti.
59.
Síðan skipar hann sínu ráði
og sér veitast með ástúð heitri
farnest sætt og fríða smurning,
friðar koss gefr með tára fossi;
söng hann bænir og sálma lengi
síðast vers sem lausnarinn blíði;
sálin var til himna heilög
háleit borin af engla sveitum.
60.
Um legstað hans mun eg lítið ræða,
laginn var hann í steinþró fagra
í kirkju hvólfi og Sýon sjálfri
settur niðr hjá altari miðju;
veitir drottinn vatn af fótum,
en viðsmjör skært til heiðrs og æru
af höfði rétt til heilsubótar,
hreinust gefst þar lækning meina.
61.
Lifir hann enn og er liðinn frá mönnum
í læknisdóm, sem veröldin hljómar,
hellir út um heiminn allan
heilsu vín af líkama sínum;
til beggja handa byskup sendir
beimum, sem þá hann lifði í heimi,
langt og vítt sem firðar frétta
fara leitandi að helgum sveita.
62.
Blindir, haltir, brotnir, skeindir,
brunnir, hljóðir, kaldir, óðir,
líkþráir, veikir, limafallssjúkir,
lamdir, daufir, bjúgir, kramdir;
fátækir menn, flokkar ríkir,
fjarlægir, nánir, konur sem karlar,
kreptir, móðir, kjúpa og skríða
kveinandi að líkama hreinum.
63.
Maður einn ríkr til Mirream sækir
með of fjár á hverju ári,
ungan son lét eyðir spanga
enn í ferð með höldum verða;
blíðan sigldu byr og góðan
biðr hann svein í gullkeri hreinu
með góðri lukku gefa að drekka,
gekk þá sveinn að kistu hreinni.
64.
Tekr upp kerið og sýnist saurugt,
seilist út að fiska hlútu,
bylgjan rís og bæði svelgir
bjartan svein og gullið hreina;
seggir fóru síðan hryggir
sútafullir í hafinu úti,
álítandi skilnað skjótan,
skilja eigi Nichulás vilja.
65.
Hinn ríki maðr til Sýon sækir,
síðan offrar thesaur fríðan,
gimsteina með gulli vænu
greifi sagðr á altarið lagði;
fljótt var þessu fleygt á burtu
fram á gólf en burgeis skammast,
heitrof sitt með harmi játar,
hryggðist nú, því hann guðs vin styggði.
66.
Semr nú heit, að sveininn láti
sendast aptr með guðdóms krapti,
að gefa til Sýon gnóg auðæfi,
gull og silfr með iðran fullri;
ungan mann sjá ýtar ganga
inn í kirkju í þessu sinni
berandi ker í hægri hendi,
heilsar feðr með sætri kveðju.
67.
Eptir spyrja sorgum sviptir
sveininn, hvað honum barg í meinum:
„kurteis maðr í kafinu niðri
kom til mín í mötli fínum,
um langan veg mig leiddi hingað,
ljúfr og blíðr en hvarf mér síðan„.
Fyllast nú með fögnuð allir
færandi lof guðs vin skærum.
68.
Gekk einn maðr að Gyðingi nokkrum,
gull með smán hann tók að láni,
sór hann eið að selja Júða,
ef safnast fé, í Nichulás nafni;
gullið vex, en Gyðingur hugsar
gott til fjár á þessum árum,
heimtir féð í skornum skammti,
skilr að hinn muni fresta vilja.
69.
Kaupmaðr heldur, kvezt hafa goldið,
kappi og fæð, en Gyðingur hræðist;
fellur dómur firða á milli
að fá honum gjald, nema eiða haldi;
í holaðan staf með vóndum vælum
vegr hann gull með djörfung fullri,
prettvís maðr að GYðingi glotti,
gjald og staf hann biðr hann halda.
70.
Vinnr hann eið á vóndskap þenna,
víkr á leið og so beiðist,
af megni hlaupa margir vagnar
manninn sundr á sléttri grundu.
Brotnar stafr og ber honum vitni
um brögðótt ráð þau er öllum tjáðust,
Júði bað nú lífs hinum liðna,
lausnarans náð með Nichulás ráði.
71.
Herra Nichulás heyrir fyrri,
enn heiðni maðr til kristni leiðist,
lifnar maðr, en Ebreus efnir
öll sín heit og villu *neitir;
báðir tóku beiska iðran
burt kastandi heiptar jastri,
lofuðu guð og lifðu síðan
langtum betr en fyrr sé getið.
72.
Einn dauðason var djarfr og heiðinn
dáliga kvæntr, er Mirream rænti,
reyfaði fé og ríkar háfur,
ruplaði menn og fjötrum spenntir;
harri tók í herför þeirri
hallar mann, þann Cedron kallast,
kóngrinn lætur sveininn sitja
í sinni höll og bera sér minni.
73.
Hátíðisdag herrans sæta
harmi spenntur Cedron þénti,
kóngrinn spyrr, því hann kvelst af angri,
kveðr ei Nichulás hann mega gleðja;
kóngrinn tekr, en kostr er engi,
kerinu á mót, að hann Cedrons njóti;
sama punkt er hann skjöldung skenkti,
skjótliga hvarf frá byrlara starfi.
74.
Á sömu tíð í Sýon heima
syngst prócessía framan til messu,
kennimenn að kirkju sunnan
komandi sjá þar Cedron standa.
Berandi ker í hægri hendi
tt og kurteisliga sem mátti
fullt enn af því hvergi helltist,
heiðra klerkar slík stórmerki.
75.
›Í‹ reiði kóngs og ráðinn dauða
rataði einn tíð fyr dóttur ›b‹líða
meistari fróðr í lærdóms listum
lífs og náða allir báðu.
Kóngrinn gefr ei lífsgrið lengri
en liðna nótt nema hann sýni í óttu
nýtt históría um Nichulás vóttað
hinn næsta dag með lofsöng fagran.
76.
Meistarinn skilr nú mannsins listir
móti náttúru þvílíks háttar,
á guðs játara hann gjörir að heita
í greindri nauð að hann forðist dauða.
Fyrir íblástur guðligs gneista
glósar hann söng með langri prósa,
nær fór það á næsta ári
fyrir Nichulás dyggð um heimsins byggðir.
77.
Hjarteignir hefi eg brögnum birtar
um blóma lífs og Nichulás sóma,
hinar eru þó myklu meiri
en mátuligt er að greina í háttum;
heimr er fullur hvólfa á milli
af hans stórmerkjum góðra verka,
kvistur einn má kallast næsta
í kvæði sett af víntrés gæðum.
78.
Grikklands ertu geisli og birti,
göfugligt ljós og sætleiks rósa,
lilja hvít með lífi sætu,
lýða sigr í nafni þýðu;
ólíva-tré með heiðri hávum
heitir þú fyrir ilm og feiti,
kertisstika fyrir kenning bjarta
kristins dóms með heiðri og sóma.
79.
Vel má að þessum vegliga pálma
víkja í tveimur dæmum slíkum,
hæfir leggrinn hörðu lífi,
en himna vist hans blóma kvistum;
signaður þessi cedrus eignast
sannliga hæð með öllum gæðum,
ærufullur aldri spillist,
ilm og feiti jafnan sveitist.
80.
Á viðinum eru svó veglig gæði
í vænu laufi og eplum grænum,
grasanna frægð með dýrum dygðum
dróttir græða af alls kyns sóttum;
þúsundfalda meiri mildi
mjúka veitir Nichulás sveitum,
hundrað sinnum hefir hann reyndar
hálfu fleiri dyggðir sjálfar.
81.
Fyrir engla líf er hann efri tungli
í skínandi kröptum sínum,
leiðarstjarna lífs og náða,
lýða sól og krapta skóli;
föðurlausum faðir að vísu,
fekk hann ráð til verndar ekkjum,
öllum þeim, sem á hann kalla,
eyrað hneigir gjarna að heyra.
82.
Gullker ertu guðs, það er allir
gimsteinar prýða innan hreinir,
oleum skenkir sjúkum sálum
og sæta mjólk, þá er heilsu bætir;
musteri guðs í múri föstum,
mætur turn, er veggja gætir,
altari guðs er öndin stolta
inni standandi í tjaldbúð þinni.
83.
Hani syngjandi helga vængi
hógliga skekr og gjörir að vekja
vænan lýð til víngarðs iðju,
í veraldar nótt þú kenndir dróttum;
gjörðir þú sem góður hirðir
að græða hjörð af vargi skæðum;
hærri en fjall í heiðri öllum,
hrein skuggsjó að sjá við meinum.
84.
Hávan stiga til himins að klífa
hefir þú rétt með pöllum settan,
traustan veg meðal tveggja ásta,
tólf ágætum lítilætis;
páfugls hefir þú prýði og dúfu
pelícánus að veraldar láni,
turtur hrein með bænum björtum,
bær vandaðr hins helga anda.
85.
Vóna eg meir á mildi þína
en makliga hefnd, þó eg óvænt stefndi
dularfullur drápu að mæla
um dýrðar verkin þín hinu sterku;
fyrir ljóðin þori eg launa að biðja,
legg eg málið í þínar skálir,
sjálfur muntu sjá, hvað hentar,
og svinna vernd í máli finna.
86.
Biðja skulum vér biskup sælan,
að blíðr og hreinn með ddu einni
veiti oss þau veraldar mæti
í vóra þörf, að nytsemd störfum;
eptir lífið andliga gæfu
einna bezt þá varðar mestu;
andir séu til sælu sendar,
svó blífi þær að eilífu. Amen.


Athugagreinar

4.6 vegligrar Eddu, hdr. „vegligra eddlu“24.8 sjá, hdr. „sa“27.6 hjarteignir, hdr. „hjartt jarteigner“57.1 reiknist, hdr. „reynizt“71.4 neitir, hdr. „neytir“