Brávallarímur – sjötta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 6

Brávallarímur – sjötta ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Sigtýrs ranna kerin kann
bls.44–51
Bragarháttur:Stikluvik – sexstiklað – vikframhent (nýstiklað, sexstuðlað)
Bragarháttur:Stikluvik – hringhent - framrímað - táskeytt - misvíxlað - vikframhent
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur

Skýringar

Síðasta vísan er undir dýrari hættinum.
1.
Sigtýrs ranna kerin kann
klóta njóti færa,
þrýtur bann þeim yndið ann,
oft mig fann so kætti hann.
2.
Fagurt kvað á fögrum stað
flóðið óðum kera,
fagurt hvað mér flóði að
fagurt bað mig yrkja það.
3.
Mærðar skrá þó minnist á
mæta kætidaga,
alltíð þá kann ekki fá,
Óðreyrs lá því seinka má.
4.
Stikluþátt eg byrja brátt,
bragar lag hið nýja,
sorga eg fátt um sinnu gátt,
syngur dátt mitt hjartað kátt.
5.
Kætist geð ef kvæðin séð
kunna runni hringa
geðjast téð og gleðja með
góins beð þeim nóg er léð.
6.
Hingað mér hið besta ber
boða goð orrustu,
Jólnirs ker því upp sett er,
íman hér nú með fylger.
7.
Herlúðranna kvæði kann
kveða í veðra höllu,
heitir mann um hjarta rann
Héðins svanna gnýr með sann.
8.
Kraftarner af hæðum hér
og hamingjusamur Bragi
signa geri Kjalars ker,
korða ver so fagni mér.
9.
Formálann so fella kann,
fögur sögu lína
vekur þann er vísum ann
um Viðris svanna ísklæddan.
* * *
10.
Hálft hið þriðja hverfa grið,
hundrað grundast tuga
veturliða ranga um rið,
rómu lið ei hafði bið.
11.
Um Stokksunda ála grund
essin þessi húna
runnu á stund en fleina fund
fífu þunda girnist lund.
12.
Hringur reið með liði leið
lands um granda hið efra,
jórar freyða, ferðin greið
féll án neyðar skjalda meið.
13.
Herinn þá um héra lá
hestum bestu ríður,
gróu brá so glóir á,
góins má þar flóann sjá.
14.
Glens þar drós sem glansi rós
í grennd við rendur skjalda
víst fær hrós, sú lýsti ljós,
laufa kjós bar vafur sjós.
15.
Brávík hjá, sem birtir skrá,
biður lýða stýrir,
herinn þá af humra lá
hauðrið á mun koma fá.
16.
Festa hvar sem fagurt var
á floti gotum húna,
tjalda bar við bláan mar
Brávíkur hjá skógi þar.
17.
Harald má so minnast á,
milding gildan Dana,
lið nam fá með laufa blá
og Löndungs gráar kápur þá.
18.
Dana, Gauta geirs í þraut,
úr garði jarðar Kænu,
Saxa naut með Sviðris skraut,
súð þar flaut á íguls braut.
19.
Á Skáney frá Auðuns mey
allur kallast þakinn
sær með fley, en fenris grey
á flóði þegir, gólar ei.
20.
Hjörleif, þann hinn mikla mann,
milding gildur sendi,
Hring sá fann, er hreysti ann,
hasla kann þeim völl með sann.
21.
Orrustu mið um ylgja rið
áttu brátt að velja,
brjóta grið en farga frið,
fleina klið so búist við.
22.
Viku fer so Haralds her
hraðast að Brávelli,
kominn er nú vopna ver,
vigur ber sem hlífar sker.
23.
Brúni hét, sem gjörla get,
grams þar framur kappi,
fylkja lét við hjörva hret,
hann ei grét um valþings flet.
24.
Skáldin hans, þess mikla manns,
mæring næri standa
saman í krans við klóta dans,
kom ei stans á hlyni brands.
25.
Tyrfing má og Hjalta hjá
Haraldi svarna telja,
gnapa þá, sem greinir skrá,
Gandur brá og styrjar ljá.
26.
Sámur hét og Sveinn, eg get,
sveitum Teitur fylgdi,
Brandur lét á bauga flet
blóðsins hret en aldrei grét.
27.
Fleiri spenna ýtar enn
álma á málma fundi,
blóðs á fennu Barri senn,
Borgar kenna flestir menn.
28.
Skjaldmeyjar eg skrifa um þar,
skín Ursína gulli,
Heiður bar með hreistipar
Hropta skar til rómunnar.
29.
Merkið réð af mönnum séð
mærin skær Ursína
bera téð, því list var léð,
lofðungs geð so kætir með.
30.
Véborg ein til vígs ósein
veit eg heita náði
skjaldmær hrein með gæfugrein,
gullhlaðs rein bar mistiltein.
31.
Fallegar um fenris mar
falda valda hjörvi
grundirnar með glæsirs bar,
glansa þar og finnsleifar.
32.
Rjóður þá sem blóð, en brá
blikar mikið fögur,
hróðrar skrá so hljóða á,
hnjóða og smá ei fljóðin má.
33.
Véborg meir um víga leir
valdir taldir fylgja
ýtar þeir með unda reyr,
Ubbi geira nefnist Freyr.
34.
Geirálfur og Brönu bur
Búi lúinn varla,
Gandormur og Goðhaddur,
grimmúðgur var þessi hvur.
35.
Vinda her, það vottast fer,
víns Ursinæ fylgja
lindi hér sem langa ber
laufa og gerir mest af sér.
36.
Hins vegar þá Heiður var
og hundrað þundar sverða,
ylfing þar um fetvígs far
fylkingar í armi bar.
37.
Álfsson ber, sem innt var mér,
álm og málm Haraldur,
Hólmsteinn er, sá hlífar sker,
Héðinn gerir sæfa fjer.
38.
Vóru fleiri fróns um leir
er fylgdu snilldar svanna,
kappar þeir og kóngar meir
klufu geiri þynntan eir.
39.
Haki var, sem hlífar skar,
höggvin snöggur kinni,
kappi þar og kesju bar,
kallast hari fylkingar.
40.
Fylgdu hjörva byrstum bör
með brandi gandálfs arfar,
hugaður hvör við fleina för
fleygðu spjör en skutu ör.
41.
Álfur sá og Álfar hjá
ýtar nýtir hétu,
fleiri má með fötin grá
Fornólfs tjá og styrjar ljá.
42.
Þorkell snar hinn þunni bar
þungaður drunga heiftar,
knör Ullar og kesju þar,
karskur var því Ægir skar.
43.
Randvers hlýri, hvörgi rýr,
hann með sanni í vagni
situr skýr, þar sig um býr,
síður stýrir Hropta fýr.
44.
Brúni var hjá buðlung, snar
brjótur spjóta metinn,
sem nú bar að sjá til þar
Svía hara fylkingar.
45.
Hvört ólúinn, hermi í trú,
Hringur þingi sverða
sé við búinn Börs á frú
bens með grúa seiðin nú.
46.
Sínum frá hann sjóla þá
segir, meginhernum
svínfylkt fái fylkir sá
foldu á með járnin grá.
47.
„Hvör fékk sent og hér til bent“,
Haraldur svara náði,
„Hringi mennt sem mér er lént,
máske hent af Óðni kennt?
48.
Mun Óðinn, eg vita vinn,
vigri sigur hamla,
og bregðist minn so blikni kinn?
Eg bið ei linni farsældin.
49.
Vil so hér um vigra sker
veiti Herteitur krafta
sigurs mér, en verði ver
til Viðris fer og allur her.
50.
Geðs úr sal mitt gjósi tal,
gef eg án efa Vóðni
rauðan val og hvörn einn hal
sem hristir fal með sköfnungs dal.“
51.
Kvæða skrá so mæðast má,
mun og ei una lengur
fræðin tjá við flæði blá,
fæða þá mig læðist á.
(Brávallarímur eftir Árna Böðvarsson. Rit Rímnafélagsins VIII. Björn K. Þórólfsson bjó til prentunar. Reykjavík 1965, bls. 44–51)