Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Til Guðlaugar Magnúsdóttur á Hrafnagili

Fyrsta ljóðlína:Höfðingsjómfrú heiðursverð og harla fögur
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:1807
Flokkur:Ljóðabréf
1.
Höfðingsjómfrú heiðursverð og harla fögur,
mátuliga mittisdigur,
menntasvanni prýðiligur!
2.
Pára vil eg prófastsdóttur pistil smáan,
þó í tómi naumu, nýjan,
nema ljóðin vantar í hann.
3.
Uppbyrjaðan árs um hring og alla tíma
kristiligur blíðu blómi
bliki á yðar jómfrúdómi!
4.
Bið eg að hann bevarist í besta friði
tíð um næstu tólf mánaða,
taki vöxt en engan skaða!
5.
Þá er vant að þakka fyrir þegnar gjafir.
Því er þar á enginn efi
að eins er gjört í þessu bréfi.
6.
Sérligasta seðilefni samt eg kalla:
sjatna tekur flautafylli,
finnst mér vera þar á milli.
7.
Er mér sem af illum reyk eg ætli að kafna.
Fór því villt um yrkisefni,
orðinn vitlaus nær af svefni.
8.
Gellert á, sem gat eg fyrr, að gefinn mundi,
í aðalstað sinn aftur venda,
yður bið eg hann því senda.
9.
Flýtir hér um fleira tala fyrirbýður,
Helga stutt og hennar niður
heilsa biðja þakklát yður.
10.
*Errinu sem að mér hló á eldri tíma,
ekki mundi *Gagla gleyma
góðs að óska væri hún heima.
11.
Hún hefir setið síðan í haust að sumar kvaddi,
fram á Bakka, geði glöddu
og glymja látið hvella röddu.
12.
Föður yðar fyrirbýð eg færið kveðju!
en hún móðir mín og yðar
mest eg óska njóti friðar!
13.
Virðist þetta bragarblað, sem biðils væri,
á mjúku brjósti látið lúra
og lesið það á milli dúra.
14.
Allra síðast óska eg það yður dreymi
að við bæði sogum saman
sætt fremjandi hjónagaman!
(Eftirskrifað)
1.
Lesið, fyrir líf og blóð, svo leynt sem getið!
að faðir yðar fí ei vitað
fyrr né síðar þetta ritað.
2.
Honum máske hugsast þá svo heimskuliga,
eg muni vilja yður eiga
eins og fyrri mig hún Veiga.
3.
Virðið allt sem gamans gjamm, nema Gellerts bögu!
Verð eg einhvern við að spauga
svo villist grillur út á hauga.


Athugagreinar

10.1 Sjá kvæði Jóns ;Gloría á sprengikvöld;.
10.2 ;Gagla; var kvenmaður á Bæsá sem svo var kölluð af barni þar.