Þjófsdómur og prestvígsla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þjófsdómur og prestvígsla

Fyrsta ljóðlína:Yngisvíf í Ólafsfirði
bls.409–411
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur að farið sé „Eptir tveim handritum“.
1.
Yngisvíf í Ólafsfirði
eiga von á skrúða-byrði
nær sem þar ber Ögmund að;
veit eg ei því hann vill svo dvelja
væna skartið þeim að selja
fyrst hann hefir fengið það.
2.
Sakramenntið er þó eigi
Ögmundi hér neitt í vegi,
fara má hann fyrir því;
áður en stal fyrir einum degi
útdeilt var það slæmu greyi,
fjandinn síðan fór hann í.
3.
Bergs-einhyrna ber um vitni:
bjórinn lítt á honum slitni
þó hann fremji þjófaverk;
og þó skemmdist húðarhylki
hempan dylur það og silki,
oft er lukkan stráka sterk.
4.
Glópskan sté fyrir Ögmund illa
embættinu svo að spilla
honum frjálst sem varla var;
haldi þið nú að honum tákni
héðan af að þykjast djákni
fyrst hann brenndi fingurnar?
5.
Eða skal hann ennþá geta
(ætti hann stolið smjör að eta)
þjónað fyrir þjófa-prest?
á borðalögðum múk að messa,
meineiðunum þá að blessa
og skruma margt um skjóttan hest.
6.
Stígvélunum stappa niður
stólinn í, þá úr sér ryður
svardaganna þrumum þar;
nær sem þarf í klukku að klappa
klingja láta silfurhnappa
og spesíurnar spánnýjar.
7.
Handbók þegar hann skal tóna
hentugust er sessan prjóna
sú hin gamla sem hann stal;
Ögmundur svo ávallt standi
upphengdur í letur-bandi:
vígslan þetta vera skal.
8.
Honum samt til lengri lukku
ljæ eg þessa vísnaklukku,
þjófadómur það er minn.
Hún skal sífellt honum yfir
hljóma, meðan fjandinn lifir,
þó hann steli í þriðja sinn.